Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 40

Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 40
SJA? <D(f)(D Days Of Our Lives Þetta band hefur verið að spila saman í eitt ár. Þeir hafa verið mjög iðnir á þeim tíma og hafa til dæmis sent frá sér lag í spilun á X-inu. Tónlist þeirra hefur verið lýst sem popp/punki eða nútíma harðkjarnatónlist. (Gaukurinn - laugardagur 23/10 kl. 20:30) Dr. Spock Best geymda leyndarmál íslendinga. Þessa hljómsveit skipa þekktir einstaklingar úr tónlistarheiminum og þegar þeir koma saman verður til brjálæðislega flott tónlist.... Mælum sérstaklega með því aðfólk kíki á þá, segjum ekki meira. (Gaukurinn - föstudagur 22/10 kl. 22:45) Drep Hefur að geyma alvöru rokkhunda á borð við Flosa úr HAM og Gísla og Unnar (Dýra) fyrrum meðlimi í Sororicide Þarna eru líka meðlimir úr hljómsveitum eins og Bless og Rotþróin. Þéttur pakki sem enginn ætti að missa af. (Gaukurinn - föstudagur 22/10 kl. 01:30) Ég Þetta eru strákar sem hafa gaman af hlutunum og endurspeglast það í þessu undarlega gleðipoppi eða gleðirokki sem þeir spila. Það er frekar erfitt að skilgreina þá og verður bara hver og einn að dæma fyrir sig. (Þjóöleikhúskjallarinn - fimmtudagur 21/10 kl. 00:00) Funk Harmony Park Spila funky elektró og eru búnir að láta fara lítið fyrir sér upp á síðkastið. En þeir hafa eitt öllum sínum tíma í stúdíói og er væntanleg útgáfa á næstu mánuðum. Einnig er verið að skipuleggja útgáfu í Bandaríkjunum á vegum erlends fyrirtækis. (Þjóðleikhúskjallarinn - fimmtudagur 21/10 kl. 22:30) Glói Þetta er dúett sem samanstendur af Bjargey og ILO sem margir ættu að kannast við því að hann hefur mixað lög með Sigur Rós, Múm og Trabant. Þau hafa verið að spila saman i rúmlega eitt ár. Tónlistina gera þau með því að nota hljóðfæri, hljóð úr umhverfinu, sampla, tölvur, raddir eða bara allt sem þau geta hugsað sér að nota. Út úr þessu öllu saman vera síðan til töfrar. (Kapital - laugardagur 23/10 kl. 23:00) Grams Tilraunakennt jazz/pönkband sem skipar hetjum eins og Jóel Pálsyni. Einhvað nýtt, ferskt og spennandi. (Nasa - föstudagur 22/10 kl. 20:30) Hver er forseti Alþingis? Hann hérna, Halldór Blöndal. Hvaða einstaklingur er í forsetaframboði i Bandaríkjunum ásamt þeim Bush og Kerry? Ég hef ekki hugmynd um það. Hver skrifaði Atómstöðína? Halldór Laxness. Hvar er Belfast? Belfast... æi ég man það ekki. 9/11 Hljómsveitin tók þátt í Músíktilraunum undir nafninu Mother Horse og spiluðu salsa rokk. Eftir að hafa tapað í keppninni ákváðu þeir að skipta um nafn og stefnu. Síðasta haust fæddist því 9/11 en þeir spila heví-metal í anda seventís og eitís. (Grand Rokk - laugardagur 23/10 kl. 01v:45) Æla Þrusu pönkband úr Keflavík, þeirsækja sinn pönkgrunn í meistara eins og Purk Pilnikk. (Grand Rokk - föstudagur 22/10 kl. 22:00) Bacon // Live Support Unit Fyrrum meðlimir Stjörnukisa spila á hljóðfæri og annarskonar hluti sem verða á vegi þeirra. Bacon Live Support tekur koverlög eftir Bacon. (Þjóöleikhúskjallarinn - fimmtudagur 21/10 kl. 22:00) Byltan Þessir drengir sækja sín áhrif í breska indy-rokkið og tónlist þeirra svipar til Charlatans Ride. Þeir sem hlusta eitthvað á útvarp ættu að kannast við lagið "Enginn Lúxus" sem er búið að hljóma ótt og títt í sumar. (Grand Rokk - laugardagur 23/10 kl. 23:30) Changer Spilar rokk í þyngri kantinum. Þeir hafa verið að vekja athygli fyrir utan landsteinana og hafa verið að birtast greinar um þá í blöðum einsog Terrorizer og Metalhammer svo einhvað sé nefnt. Þeir sendu fyrr á árinu frá sér plötuna "Scenes" sem er hörku metal plata. (Grand Rokk - fimmdudagur 12/10 kl. 22:00) Svava Eggertsdóttir, 28 ára. Hver var nýlega skipaður hæstaréttardómara? Jón Steinar Gunnlaugsson í embætti Sonja Ólafsdóttir, 18 ára. Hver var nýlega skipaöur í embætti hæstaréttardómara? Ég veit það ekki. Hver er forseti Alþingis? Ég er ekkert inni i þessu. Hvaða einstaklingur er í forsetaframboöi í Bandarfkjunum ásamt þeim Bush og Kerry? Ég hef ekki hugmynd. Hver skrifaði Atómstöðina? Ekki hugmynd. Aron Ingi Hafsteinsson, 22 ára. Hver var nýlega skipaður ( embætti hæstaréttardómara? Guð minn almáttugur, ég fylgist ekki með fjölmiðlum. Hver er forseti Alþingis? Það veit ég ekki. Hvaða einstaklingur er í forsetaframboði i Bandaríkjunum ásamt þeim Bush og Kerry? Ekki hugmynd um það. Hvar er Belfast? Veit það ekki. .0 y • 1 * * /l %v wm ' ■í & $ 5 Hver skrifaði Atómstöðina? Bókina?, Einar Kárason. Hvar er Belfast? Er það ekki í Belfast? Croisztans Hljómsveitin var stofnð í Danmörku árið 1996. Þeir spila punkrokk með áhrifum frá austur-evrópskri þjóðlagatónlist og kántrí. Croisztans er helst þekkt fyrir lifandi sviðsframkomu. (Grand Rokk - laugardagur 23110 kl. 01:00) Hanoi Jane Þetta band hét áður Örkuml en eftir mannabreytingar tóku þeir nýja stefnu og breyttu þá um nafn. Hljómsveitin reiðir sig mikið á söng og texta en spilar sérstakt kántrí. Þeir ná þó að hljóma eins og pönk án þess að vera það. (Grand Rokk - föstuudagur 22/10 kl. 20:30)

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.