Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 22
4
í T
'
m ¥ mmm
Ég var að labba inn langan gang á fjórðu hæð Borgarleikhússins í átt að æfingasal íslenska dansflokksins, tónlistin hækkaði jafnt og
þétt þangað til við blasti salurinn, fullur af fólki í hversdagslegum æfingafötum að dansa. Ég stóð í hurðinni í útifötunum, með húfu
og í kápu og leið eins og illa gerðum hlut í dyrunum, frekar feimin og vissi ekki alveg hvort ég væri að trufla eða ekki. Þau veittu
mér enga eftirtekt, nema ein stúlkan sem stóð mér næst og bauð mér inn.
Ég settist niður, greinilega við hliðina á listrænum
stjórnanda því hún punktaði niður hvert einasta
atriði. Ég hafði einhvern veginn ekki ímyndað mér
þetta svona, að þarna væri fólk sem dansaði allan
daginn, i fullri vinnu við þetta. Svitinn lak af þeim
og á meðan ég horfði á þau fylltist ég algerri ró. Að
sitja þarna og hlusta á tónlistina og horfa á dansinn
lét mér líða eins og ég værí komin inn í annan heim,
áhyggjulausan og spennandi og mig langaði helst að
vera þarna allan daginn.
íslenski dansflokkurinn er að æfa nýtt verk eftir
ísraelskan danshöfund, Rami Be'er sem heitír
Screensaver og verður frumsýnt 22. október. Það
fjallar um stríð, bardaga, hatur og ást og vakti það
strax áhuga minn. Ég hélt reyndar að þegar ég væri
búin að sjá verkið þá myndi ég fá einhver svör, og ég
hlakkaði til að koma, fá einhverja sögu beint í æð
og svo svar sem ég gæti haft með mér í farteskinu
þegar heim færi. En það gerðist ekki.
Ég var þess vegna ennþá spenntari að spjalla við
Katrínu Johnson og Guðmund Elías Knudsen sem eru
dansarar í verkinu til að sjá þeirra hlið á verkinu og
forvitnast meira um dansinn og þá hluti sem ég alla
vegana virtist ekki skilja. Eina sem ég vissi á þessari
stundu var að mig langar oftar á danssýningar.
Kata er 27 ára og hefur dansað með íslenska
dansklokknum í 8 ár og Elías i 4 ár þannig að þau
hafa lifað og hræst í þessum heimi nógu lengi til að
skilja hann, eða eins og þau segja kannski hætt að
vilja fá svör.
Við byrjuðum á því að tala um Screensaver. Rami
Be'er er rosalega þekktur danshöfundur sem hefur
samið fjölda verka sem sýnd hafa verið út um allan
heim. Hann vinnur með Kibbutz flokknum sem er
frægt danscompany I dansheiminum. Eins og fyrr
segir fjallar verkið um stríð, sem stendur honum
nærri þar sem hann er ísraeli, verkið er mjög
líkamlegt og það eru mikil átök. Ég fór að forvitnast
um söguna og svörin sem ég vildi fá þegar ég sat
inn í æfingasalnum og benti Kata mér á þó svo að í
verkinu væru mikil átök þá væri það ekkert endilega
á stríðslegan hátt heldur frekar líkamlegan!
„Þetta er ekkert bókstaflegt verk um stríð, þetta er
frekar einhver abstrakt hugsun hjá danshöfundinum,
það sjást til dæmis engin vopn eða neitt upp á sviði
og það deyr enginn. Yfirleitt með dans þá er allt
svona mjög abstrakt, fólk kvartar oft yfir því að það
sé ekki alltaf saga á bak við dansverkið en þannig
er það bara. Það er einmitt þessi óræðni í dansinum
sem gerir hann svo frábæran. Þó svo að það sé ekki
endilega saga frá A-Ö sem er sögð eins og með
leikrit þá er svo skemmtilegt að heyra hvernig fólk
túlkar hlutina, þvi þó að það sé ekki beint þannig að
þú eigir að skilja þetta svona og svona þá getur fólk
spunnið upp endalaust hvernig það tók verkinu, en
er það rétt? Ég veit það ekki einu sinni.
Ég þoli heldur ekki þegar fólk segir: „Æji, ég ætla
ekkert að vera að segja neitt því ég kann ekkert á
dans!" Það er svo fáranlegt, við erum ekki að gera
allar þessarsýningarfyrir alla þessa 20, 30, 40 manns
á Islandi sem vita eitthvað um dans.
Það er heldur ekki þannig að það sé eitthvað sem þú
verður að fatta. Þú getur farið að túlka eitthvað ef
þú vilt það. Þú getur líka tekið þessu sem hreyfiformi
og horft á og heyrt fallega tónlist." (Kata)
„Og það eru svo margir sem segja að þeir þori ekki
að koma því þeir eru svo hræddir við að skílja ekki.
Það er náttúrulega bara aumingjaskapur. Það á bara
að prófa. Komdu, ég mana þig!" (Elías)
Að sitja þarna og túlka það sem ég vil skilja, auðvitað!
Þetta var of einfalt svar en örugglega of fáir sem
spá í það þannig. En hvernig er að lifa og hrærast í
þessum heimi, æfa alla daga vikunnar og setja upp
sýningar á kvöldin? Þau voru bæði sammála um að
eins gaman og þetta væri þá væri þetta líka erfitt.
Ég gat vel ímyndað mér það þar sem ég sat að tók
viðtal við þau í matartímanum þeirra og þau voru
ennþá sveitt eftir æfinguna, og það sem tók við eftir
hádegi var að fara vel í það sem betur mátti fara
þegar kennarinn horfði á þau flytja allt verkið!
„Viðvinnumalladagafrá 10-5 viðaðæfa verkiðogsvo
erum við oft í nokkrum verkum, eins og söngleikjum
eða leikritum og að sýna nokkrum sinnum í viku á
kvöldin. Frá því um áramótin fram í júní vorum við
til dæmis með eina fríhelgi, páskahelgina! í febrúar,
mars og apríl vorum við líka með dansflokkssýningu
og þá vorum við basically sýnandi fimmtudag,
föstudag, laugardag og sunnudag. Það var soldið
bilun. Þá var maður orðinn frekar leiður á að geta
aldrei borðað á eðlilegum tíma, farið í matarboð
eða byrjað djammið klukkan níu, hálftíu. Maður
þurfti að byrja djammið á miðnætti og klukkan var
bara allt í einu orðin 5." (Kata)
„Og þá var maður bara rétt komin í gang!" (Elias)
Eins og ég minntist á áðan þá sat ég hjá listrænum
stjórnenda sem punktaði niður allan tímann. Ég
sat síðan með þeim í lok æfingarinnar og hlustaði
á það sem kennarinn hafði að segja. „Þú þarft að
gefa meira í þetta atriði og þú verður að beygja þig
öðruvísi á þessum stað." Ég gat ekki annað en velt
fyrir mér hvort að þau tækju þessu persónulega. Að
þetta myndi setjast á sálina því þetta er daglegt.
Það var þó ekki raunin að þeirra mati. Vegna þess að
þetta er daglegt þá taka þau þessu ekki persónulega,
alla vegana ekki I 98% tilvika.
„Gagnrýning sem við fáum hér hjálpar okkur. Með
fullri virðingu fyrir gagnrýnendum, þá eru þeir
stundum að skrifa einhverja tóma helvítis tjöru.
í eitt skipti var til dæmis minnst á að ein okkar
væri rosalega liðug! Sem er kannski ekki eitthvað
sem kemur á óvart! Þá er náttúrulega miklu betri
gagnrýnin hérna af okkar yfirmönnum og fólki sem
er að fylgjast með okkur alla daga. Við tökum henni
því heldur ekki sem gagnrýni heldur frekar sem
leiðréttingum þannig að við gerum betur og það er
uppbyggjandi." (Elías)
Þau leggja sig öll í dansinn og það þarf mikla vinnu til,
bæði andlega og líkamlega. Og oftast er dansferill
frekar stuttur miðað við hefðbundin störf. En hvað
gerir fólk þá, búið að helga lífinu sínu vinnunni og
svo er það bara búið. Ég sá svipinn á andlitunum
þeirra þegar ég spurði og það var greinilegt að þau
eru oft spurð þessarrar spurningar. Það voru engin
áhyggjumerki hjá þeim, og fyrir þeim var það ekki
eins og lífið væri búið á þeim tímapunkti.
„Ég lít bara á þaðsem ég er að gera núna sem frábært
tækifæri til að gera það sem mér finnst gaman. Við
getum ekki verið í þessari vinnu án þess að vilja vera
í þessari vinnu. Þetta er ekkert sem þú mætir bara,
þú getur ekkert komið og hangið.
Þú verður bara að gefa allt sem þú átt og þess vegna
verður það mjög lýjandi af því að þú ert að gefa allt
sem þú átt líkamlega og svo fer sálin líka því við
erum í eilífri gagnrýni. Þetta er svo persónulegt. Ég
er alltaf að skipta um skoðun með það sem ég ætla
að gera og lít bara á það sem tækifæri til að gera
eitthvað nýtt þegar þar að kemur." (Kata)
Þetta var ekki alveg það sem ég bjóst við þegar ég
labbaði inn í Borgarleikhúsið en ég var ánægð þvi
þetta hafði kveikt áhuga minn, fyrir heimi sem er
kannski ekki endilega eins og einhverjir aðrir vilja
hafa hann heldur getur þú búið það til sem þú vilt.
Og hver er ekki til í það þegar hversdagsleikinn er að
fara með mann.
Texti: Erna María
Myndir: Árni