Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 28
ROCK& ROLL
Þegar konungurinn er felldur er herinn
höfuðlaus
„Grunge-tönlistin var síðasti kippurinn í úldnu
líki rokktónlistarinnar," komst Billy Corgan
heimspekilega að orði stuttu eftir að Kurt Cobain,
aðalsprauta Nirvana og leiðtogi hinnar þunglyndu
æsku hafði endað líf sitt á hræðilegan hátt.
Sjálfsmorð Cobains var miklu meira en bara reiðarslag
fyrir milljónir aðdáenda hans sem dýrkuðu hann í
blindni. Kurt Cobain hafði á nokkuð dramatískan
hátt steindrepið rokkið.
ára yfirburði vesturstrandarinnar í rappheiminum
var nýr hljómur að heyrast i New York. Þetta var
fyrsta kynslóð rappara til að koma fram eftir að
hiphop varð að milljónabissness. Þeir röppuðu ekki
um lífið í gettóinu eins og Grand Master Flash, þeir
röppuðu ekki um ofbeldi eins og NWA. Þeir röppuðu
einvörðungu um peninga, peninga, peninga.
Þann 20. april 1999 gaf Cash Money-útgáfan út
plötuna Chopper city in the Ghetto með rapparanum
B.G. Þessi plata er öllum gleymd í dag, en er merkileg
fyrir þær sakir að hugtakið „Bling Bling" kom þar
demöntum, gulli og kellingum. Fáir voru jafn
framarlega í blinginu og Bad Boy-útgáfan. Notorious
B.I.G. var þeirra skrautfjöður. Hann var gríðarmenni
að vexti og hafði hæfileika á við það. Hann lifði
hratt og var ekki ókunnur glæpum. Jafnvel eftir að
hann hafði fengið plötusamning var hann að selja
krakk á götum Brooklyn. En þegar peningarnir fóru
að streyma inn var hann snöggur að skipta krakksölu
út fyrir hraðbáta og XXXL Versace-blússur. Hann
flæktist í blóðugardeilur milli austurstrandarrappara
og rappara frá vesturströndinni sem kostuðu tvær
skærustu rappstjörnur þessa tíma lífið. Þann 13.
Rapp, þegar það kom fyrst fram, var álitið heimskulegt fyrirbæri, bara æði og tískubóla. En
núna voru menn eins og Russell Simmons, eigandi Def Jam-utgáfunnar, að velta tugmilljónum
doliara á þessari tískubólu
Nirvana, Pixies og Sonic Youth, og síðar meir Hole,
Pearl Jam og Stone Temple Pilots höfðu verið í
fremstu víglínu grunge-rokksins, sem var síðasta
mikilvæga stefna rokksins í mörg ár. Heimspeki
grunge var að afneita allri sjálfsdýrkun og
eftirlátssemi og vera aumingi eins og allir hinir. Þetta
var reyndar nokkuð fríska r reyndar svo vinsælt að
þessir boðberar vinsældarhaturs höndluðu það ekki.
Ekki var mikil hjálp í því að tískudóp þessa tíma var
blessað heróínið, sem hefur hirt svo margar sálir í
rokksögunni. Kurt var fyrstur til að fara, og svo
fylgdu minni spámenn eftir. Shannon Hoon (Blind
Melon), Jim Melvoin (Smashing Pumpkins), Kristin
Pfaff (Hole), Layne Staley (Alice in Chains). Mörg
þeirra gerðu góða tónlist, en grunge var ekki ætlað
að endast. Undir 1996 var beinlínis ekkert að gerast
í rokkinu. Yfirgefin ráfaði hjörðin í leit að einhverju
nýju. Það yrðu sex löng ár þangað til líkið byrjaði að
kippast til aftur.
Puffy konungur og Riddarar
Blingborðsins
Það var mikil gleði og kæruleysi í loftinu um miðjan
tíunda áratuginn. Bill Clinton chillaði i Hvíta húsinu
og spilaði á saxófón. Hann var „svarti forsetinn", og
stundaði kynsvall í skrifstofunni og allir voru í fínu
skapi. Það var ekkert til að vera fúll yfir og enginn að
kvarta. Það var auðvitað gríðarlegur eyðnifaraldur i
Afríku og þjóðernishreinsanir í Bosníu, en það var
bara svo mikill bömmer að pæla í því, maður. Ekkert
nema sólskin og popptónlist. Krakkarnir nenntu ekki
lengur að hlusta á angistarvein grungerokkaranna
heldur vildu dansa ogtralla við hiphop. Eftir nokkurra
fram í fyrsta skiptiö. Það furðulega var að gerast að
hiphop listamenn voru farnir að græða pening. Það
vareitthvaðsemenginn hefðitrúaðáður. Rapp, þegar
það kom fyrst fram, var álitið heimskulegt fyrirbæri,
bara æði og tískubóla. En núna voru menn eins
og Russell Simmons, eigandi Def Jam-útgáfunnar,
að velta tugmilljónum dollara á þessari tískubólu.
Hiphop var orðið að lífsstíl. Lífsstíl sem var miklu
meira en bara tónlistin. Jöfrar eins og Simmons ráku
fatalínur og annað slíkt samhliða plötuútgáfunni til
að ná hámarks hagnaði. Takmarkið var ekki bara að
selja krökkunum plötur, heldur að selja þeim allan
pakkann. Ef þau fíluðu rapparann, gátu þau keypt
jogginggallann hans, strigaskóna og rakspírann.
Nýtt fyrirbæri varð til í tónlistinni: Russell Simmons
var fyrsti Hiphop Mógúllinn. Simmons vildi vera
hinn svarti Donald Trump. Eigandinn sem átti allt
batteríið græddi mest. Rappararnir voru ímynd
þessa ríkidæmis út á við, en voru lægsta þrepið í
píramídanum. Þeir virtust lifa hátt í myndböndum
sínum, en bílarnir og hallirnar voru allar teknar
á leigu og plötufyrirtækið borgaði reikningana.
Simmons vissi að peningana var að finna á toppinum
og rappararnir voru bara vinnuhestar. Rappararnir
voru að sjálfsögðu að mokgræða, en það voru
bara smápeningar miðað við það sem mógúlarnir
voru að hala inn. Rappararnir komust fljótt að hvar
peningarnir voru og því var það kappsmál að stofna
eigin útgáfu og línu af strigaskóm eins fljótt og
hægt var, áður en platan hætti að seljast og þeim
var hent á götuna af mógulnum.
Á því er virtist örskotsstundu breyttist hiphop í
gríðarlega fégráðugt fyrirbæri, gjörsamlega háð
september 1996 var Tupac Shakur, hinn ungi og
hæfileikaríki tónlistarmaður. Aðeins hálfu ári siðar
var svo Notorious B.I.G. skotinn til bana. Banamenn
hvorugs þeirra hafa fundist. Eftir að þessir menn
voru fallnir í valinn var eins og friður færðist aftur
yfir hiphop tónlistina.
Dauði Notorious B.I.G. fékk mjög á besta vin hans
og útgefanda, Sean „Puff Daddy" Combs, eiganda
Bad Boy-útgáfunnar, eins og gefur að skilja. Hann
hafði þegar getið sér gott orð sem framleiðandi en
eftir fráfall vinar sins kom hann fram sem rappari.
Puff Daddy var gríðarlega umdeíldur og talað er um
hiphop sem B.P. og A.P. (Before Puffy og After Puffy).
Hann gaf út einn stærsta smell hiphop sögunnar til
að syrgja vin sinn, /7/ be Missing You, þar sem hann
notaðist við gamla Police-slagarann Every Breath
You Take. Puff Daddy varð að risastjörnu fyrir vikið.
Ásamt vinum sínum eins og Ma$e átti hann hvern
smellinn á fætur öðrum. Oftast notuðust þeir við
gömul eitíslög og textarnir voru nokkuð einsleitir.
Bling og aftur bling. Aðrar stjörnur bling bling
hiphop: Master P, Lil' Kim, AZ, Junior M.A.F.I.A.,
Jennifer Lopez og 50 Cent.
Hinir Sigruðu þjóna sigurvegaranum
En hvar var rokkið? Reyndar var fullt af rokki að finna
í hiphop, til dæmis kom Jimmy Page af einhverri
ástæðu fram með Puff Daddy í laginu Come With
Me þar sem Led Zeppelin-klassíkin Kashmir var
skrumskæld. En „alvöru" rokkarar máttu sín lítils
gagnvart ógnarmætti hiphop. Þar sem fyrrum
hlustendahópur rokktónlistar, ungir hvítir strákar,
voru núna búnir að snúa sér að hiphop var aðeins
10 TÓNLISTARMENN SEM HAFA VERIÐ SKOTNIR EN LIFAÐ ÞAÐ AF
Tupac Shakur
Hann var skotínn fímm sinnum i lobbíinu í
■ NewYorkStudioárið 1994þegaróprúttnir
ræningjar fóru þar um. Hann lifði þó ekki
af seinni skotárásina.
r i
Tj*! 50 Certt
Þar sem hann var virkur meðlimur í
undirheimum austurstrandarinnar var
hann skotínn hvorki meira né minna
m Ray Davies
Hann fékk eina í löppina þegar hann var
V að elta uppi þjófa i New Orleans fyrr a
W þessu ári.
Dusty Hill
Bassaleikari ZZ Top's skaut sjálfan sig i magann árið
1984 þegar Derrínger-byssan, sem hann geymdi i
kúrekastlgvélunum sinum, hljóp óvart af.
heldur en 9 sinnum árið 2000. Hann er W Bob Marley
ems og Koxiur meo mu iit. Hannvarskotinnafpolitískumandstæðíngi sínum sem vonaði að hann myndi stöðva
Tim Westwood T Marley frá því að spila a tónleikunum • * •
1 Svartasti hvíti útvarpsmaðurinn í 8retlandi var skotinn í hægri handlegginn þegar tveir mótorhjólagaurar skutu á Range Roverinn hans i suður London árið 1999. Smile Jamaika í Kingston árið 1976.
Ol Dirty Bastard Hann var skotinn af innbrotsþjófum í ibúðinni sinni i
Brooklyn árið 1998.
Scarfa ce
í óeirðum milli gengja árið 1993 var gettóstrákurinn
skotinn í fótinn af lögreglumanni sem var ekki á
vakt.
Bushwick Bill
Dvergrapparinn neyddi
kærustu sína til að skjóta sig
með púðurskoti árið 1991.
Hún hitti hann í hægra augað
sem skaust út.
Ace Frehley
Gítarleikari Kiss fékk skot í bringuna
þegar hann var að leika sér með Uzi
árið 1998.