Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 20

Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 20
ÉIH émm I SEGWAY HUMAN TRA NSPORTER Ef þú átt 319.1141 kr. þá getur þú keypt þér Human Transporter á Amazon. com. Petta er tækið sem þú stjórnar með því að halla þér fram og aftur til vinstri eða hægri, með öðrum orðum þá skilur tækið þig! Þú þarft aldrei að ýta þér áfram og aldrei að setja fæturnar í jörðina en tækið kemst á 20 km hraða sem er nú bara ágætt því ekki vill maður slasa sig. BRÚNKUKLEFA Já, eins og flestum ætti að vera orðið kunnugtnúna þá eru sólbekkirekki hollir fyrir þig því að þeir auka alveg rosalega hættu á krabbameini svo eitthvað sé nefnt. Þess vegna mælum við með að fólk fari í brúnkuklefa en Supernova, hárgreiðslustofa í Pósthússtræti 13, býður upp á þessa þjónustu en brúnkan kemur ekki úr klefa heldur framkvæmir starfsmaður Supernova hana með því að sprauta á þig. Þannig getur þú verið viss um að fá mjög jafna og fallega brúnku en þeir þykja vera mjög reyndir í þessu. RÓMANTÍSKT KVÖLD Núna þegar það er orðið kalt og haustið er komið er ekkert jafn skemmtilegt og að dúða sig upp, keyra síðan rétt fyrir utan borgarmörkin, en það nægir reyndar alveg að fara út á Gróttu) og fylgjast með norðurljósunum og horfa á stjörnunurnar. Það er líka mjög líklegt að þú sjáir stjörnuhrap ... er eitthvað rómantískara en það? AIRWAVES Þá er loksins að koma að tónleikahelgi ársins, lcelandic Airwaves, sem verður frábær í ár. Laugardalshöllin verður ekki með í þetta sinn en við fögnum því útaf því að stemningin í bænum er mun skemmtilegri. Það ótrúlega við þetta er að passinn á hátíðina kostar aðeins 5000 kr. sem er auðvitað fáránlega lágt verð fyrir svona margar hljómsveitir og fimm daga af skemmtun. Miðarnir eru seldir í Skífunni og í Tourist Information Center. O jæja... þá er mínu lengsta sambandi formlega iokið. Ég reyndi og reyndi og gerði mitt allra besta en ég held einfaldlega að hann Kristó eigi við einhver vandamál að stríða. Ég viðurkenni að ég hefði hugsanlega átt að kveikja aðeins fyrr, eins og til dæmis að hann taki því sem hrósi að vera kallaður dúlla, eða þegar hann vildi láta flengja sig og alla vegana þegar hann sagði síðan öllum vinum sínum frá því! Eftir að hafa hlaupið út af Brennslunni þegar ég komst að því að hann hafði sagt öllum vinum sínum frá flengingunni miklu þá endaði ég í fanginu á vini hans sem reyndist vera hinn mesti herramaðurog hraðhuggaði mig þar til ég hljóp til Hildar. í stað þess að fatta á þeirri stundu að þetta samband okkar Kristófers væri ekki að fara að leiða til giftingar í náinni framtíð þá var ég staðráðin í að afneita öllum hans göllum og láta þetta ganga. Daginn eftir hringdi veginn að kremja fram eitt falskasta bros sem ég hef sent á ævi minni og afsakaði mig svo á klósettið. Ég veit ekki alveg út af hverju en ég labbaði út úr bíóinu og heim til Hildar! Ég veit ekki hvað ég var að pæla en alla leiðina hugsaði ég um hvað ég væri búin að vera mikið fífl að vera eitthvað að rembast við að vera með einhverjum gaur sem væri augljóslega eitthvað skrýtinn. Hildur auðvitað trylltist úr hlátri þegar ég sagði henni þetta og ég eiginlega gat ekki annað en hlegið af kannski þétt) og með lítil brjóst (sem er kannski soldið satt) og að ég væri með ömurlegan hlátur og að ég væri asnalegasta manneskja í heimi og ég veit ekki hvað. Hildur var að hlusta líka og það fauk svo í hana að hún reif af mér símann og hraunaði einhverja óskiljanlega vitleysu yfir hann þangað til að hún skellti á og við emjuðum úr hlátri. Næstu daga heyrði ég ekkert frá honum nema að hann sendi mér einstaka sms sem voru öll í svona sama fíling og símtalið. Ég veit ekki alveg út af hverju en ég labbaði út úr bíóinu og heim til Hildar! Ég veit ekki hvað ég var að pæla en alla leiðina hugsaði ég um hvað ég væri búin að vera mikið fffl... „Hildur var að hlusta líka og það fauk svo í hana að hún reif af mér símann og hraunaði einhverja óskiljanlega vitleysu yfir hann þangað til að hún skellti á og við emjuðum úr hlátri ég eins og góður gúbbífiskur og lét eins og ekkert hefði gengið á og við ákváðum að fara saman í bíó. Þetta var allt voðlega rómantískt, við leiddumst í gegnum Hljómskálgarðinn, fórum í sleik á bekk við tjörnina, hann ýtti í mig og við fórum að hlæja og bla bla bla... Síðan fórum við inn í Háskólabió og vorum ekki búin að ákveða hvaða mynd við ætluðum á þannig að við skelltum okkur á Kent Park! Hljómaði bara svona eðlileg mynd en ó nei... Þetta var alveg virkilega grafísk mynd með flengríðingum og rúnki og ekki alveg í takt við rómantísku gönguferðina okkar. En þá kom líka útslagið, ég sat sem sagt þarna í bíó á einni ódeitvænlegustu mynd sem ég hef séð og er í miðju atriði þar sem einhver strákur er að rúnka sér þegar ég fæ sms. Ég kíkti og þar stóð: „Hæ sætasta rós, lov jú ;D" Sender: Kristó. Á staðnum fékk ég einn gífurlegasta aulahroll sem ég hef fengið á ævi minni, ég sneri mér við og þarna sat hann með sólheimabrosið og hélt að hann væri sætasti kærasti í heimi og það eina sem mig langaði að gera var að kasta upp! Hvers konarfáviti sendir manneskjunni sem hann situr við hliðina á í bíó sms? Ég náði einhvern tilhugsuninni um að Kristó sæti ennþá inni í salnum að velta því fyrir sér af hverju ég væri svona ógeðslega lengi á klósettinu... Ég ákvað að fyrst ég væri byrjuð að vera svona glötuð af hverju þá að hætta núna. Við verðum að taka það með í reikninginn að honum fannst fyndið þegar vinir hans kölluðu mig beyglu og voru leiðinlegir við mig þannig að ég sendi bara: „Sorrý, ég held að þetta gangi ekki. Ég er búin að reyna mitt besta, þetta ert þú ekki ég!" Ég veit að þetta var kannski soldið nastý en á þessum tímapunkti var mér bara alveg sama... Ég átti þetta einhvern veginn inni hjá heiminum og hafði bara hvorki orku né áhuga á að hanga meira með honum til að dömpa honum „betur". Auk þess er það mín fílósófía að því verr og asnalegar sem þú dömpar manneskjunni því fljótari er hún að komast yfir (aað þar sem henni finnst þú strax algjör fáviti! Þetta er þó ekki búið... hann hringdi síðan i mig svona 20 sinnum þangað til að ég svaraði loksins og þá hófst súrrealískasta símtal sem ég hef tekið þátt í. Hann byrjaði á því að öskra að ég væri feit (sem eru ýkjur. Helgina eftir ákváðum við Hildur svo að skella okkur á djammið til að fagna því að ég væri laus úr sambandsánauðinni og við sórum að byrja aldrei aftur með strák nema að hann væri með uppá skrifað vottorð frá geðlækni. Ég ákvað að láta Sólon eiga sig til að forðast að hitta Kristó og ég og Hildur eyddum því meirihluta kvöldsins í röðinni fyrir utan Prikið. Loksins þegar allir „fastakúnnarnir" og „frekjukúnnarnir" voru búnir að troðast fram fyrir okkur þá loksins komumst við inn. Ég datt næstum því í gólfið úr hlátri þegar ég labbaði inn fyrir dyragættina þvi að það var eins og að derhúfusprengja hefði sprungið þarna inni. Ég og Hildur vorum nett fullar og bjuggum til derhúfur úr servíettum sem við skelltum á hausana á okkur. Ég var síðan í miðjum Jackson snúningi (með derhúfuna) þegar einhver feitur fullur gaur rakst í mig og ég flaug í gólfið. Allt í einu fann ég að það var einhver að lyfta mér upp og þegar ég leit við þá sá ég að það var vinur Kristós sem ég hafði hitt á Austurvelli... Vala

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.