Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 25

Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 25
Bandarísk stjórnmál eru að mörgu leyti ólík okkar fimm flokka kerfi en það byggist á tveggja flokka kerfi. Flokkarnir tveir sem skipta öllu máli eru Demókrata- og Repúblikanaflokkurinn. Þeir eru báðir í flestum málum hægra megin við íslenska Sjálfstæðisflokkinn. Kosið er eftir fylkjum og kjörmönnum sem gerir það að verkum að kerfið er flóknara en við eigum að venjast. Til dæmis vann Bush síðustu kosningar þrátt fyrir að Al Gore hefði samt fengið fleiri atkvæði (popular vote). Forsetaembættið í Bandaríkjunum hefur gríðarleg áhrif og því fylgjast allar þjóðir með hver mun verma sætið i hrínglöguðu skrifstofunni í Hvíta húsinu næstu fjögur árin. Flokkur: Repúblikanaflokkurinn. Fæddur: 6. júlí 1946 í New Haven, Connecticut en ólst upp í Midland og í Houston Texas. Fjölskyldustaða: Giftur Laura Bush og þau eiga saman dæturnar Jenna og Barbara. Trú: Evangelisti. Nám: 1968 BA í sögu Yale University . 1975 MBA Harvard Business School. Starfsreynsla: F-102 flugmaður i flughernum í Texas. 1975-1988 Fjárfestir í olíu- og gasbransanum. 1988 Kosningabarátta föður síns. 1989 Keypti og rak Texas Ragners körfuboltaliðið árið 1989. 1994-2001 Ríkisstjóri Texas. 2001-2004 Forseti Bandaríkjanna. Merk ættartengsl: Sonur fyrrverandi forseta Bandaríkjanna George Bush eldri. Hjónabönd samkynhneigðra: Á móti og vill láta banna giftingu samkynhneigðra í stjórnarskrá, segir að hjónaband eigi að vera heilög eining gagnkynhneigðra. Dauðarefsing: Er hlynntur dauðarefsingu. Samþykkti 152 aftökur á sex ára valdatíð sinni sem fylkisstjóri Texas. Flokkur: Demókrataflokkurinn. átialllli ifiili || Fæðingardagur: 11. desember árið 1943 á hersjúkrahúsinu Fitzsimons í Colorado en ólst upp í Massachusetts. Fjölskyldustaða: Giftur Teresa Heinz Kerry og eiga þau tvær dætur og þrjá syni úr fyrri hjónaböndum. Trú: Kaþólskur. Nám: 1966 Yale University. 1976 Boston College Law School. Starfsreynsla: 1966-1970 Sjóherinn í Víetnam. 1976-1979 Saksóknari í Middlesex County. 1983-1985 Vararíkisstjóri í Massachusetts. 1985- 2004 Öldungadeildarþingmaður. Merk ættartengsl: Giftur frú tómatsósu, Teresa Heinz Kerry, og sonur yfirmanns í utanríkisþjónustunni í stjórnartíð Eisenhowers. Hjónabönd samkynhneigðra: Á móti en fylgjandi því að samkynhneigðir í sambúð njóti sambærilegra réttinda og gagnkynhneigðir í hjónabandi. Dauðarefsing: Er andvígur nema í tilfelli hryðjuverkamanna. Vili láta endurskoða dóma þeirra sem þegar bíða aftöku og láta DNA rannsókn skera úr um gildi dóma þeirra. Flokkur: Græningjaflokkurinn (e.Green party) Fæðingardagur: Nader er fæddur 27. febrúar 1934 í Winsted, Connecticut. Fjölskyldustaða: Ekki vitað Trú: Ekki vitað Nám: 1955 BA Princeton University 1958 Lögfræði, Harvard University Starfsreynsla: 1961-63 Starfar sem lögfræðingur og kennari í sögu og stjórnsýslu University of Hartford. 1963 Baráttumaður fyrir rétt neytenda. Ráðgjafi fyrir Vinnumálaráð Bandaríkjanna. 1965 Stofnar Almennings rannsóknarstofnun fyrir neytendamál. Skrifar nokkrar bækur um neytendamál 1969 Stofnar miðstöð fyrir rannsóknir á ábyrgðstórfyrirtækjagagnvartneytendum og lögum stjórnvalda um stórfyrirtæki. Stofnaði seinna miðstöð sem barðist fyrir öryggi í bílum fyrir tilstuðlan nokkurra neytendasamtaka Bandaríkjanna. Stóð í lagaferlum við stórfyrirtæki í þágu neytenda. 1992 - 2004 Forsetaframbjóðandi fyrir flokk Græningja Merk ættartengsl: Foreldrar hans voru Líbanon. innflytjendur frá Hjónabönd samkynhneigða: Er hlynntur rétti samkynhneigðra til að gifta sig og telur að samkynhneigðir eigi sama rétt og gagnkynhneigðir. Dauðarefsing: Nader er andvígur dauðarefsingu, þar sem slík refsing fækkar ekki glæpum. f

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.