Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 29

Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 29
7. hluti: 1995 - 2004 um eitt að velja: að játa síg sigraða og slást í hópinn. Þetta voru myrkustu tímar rokktónlistarinnar: Nu- Metal. Rokk og rapp hafa alltaf þótt augljós blanda. Það fannst Fred Durst og félögum í Limp Bizkit líka og hófu að byggja feril sinn á því að rappa yfir skerandi rokktónlist. Allt í einu voru allar rokkhljómsveitir með plötusnúð innanborðs til að bæta inn sífelldum skrap- og wakka-wakka-hljóðum inn á milli gítarstefa. Þetta féll vel í kramið hjá krökkunum og Nu-Metal var eina tegund rokktónlistar sem var kölluð „Shoegazer" því hun var flutt af feimnum álfum sem litu aldrei upp, heldur störðu sífellt á skóna sína. Náttúrubörn eins og Sigur Rós, Mogwai, Múm og Godspeed You! Black Emperor sköpuðu landslag af hljóðum og tilfinningaþrungnum textum sem höfðuðu til útúrreykta lopahúfuliðsins. Rokkið snýr aftur Þegar almenningur fékk nóg af Nu-Metai og krúttrokki var tími til kominn að rokkið kæmi til baka. í fyrstu var ekki um að ræða glænýja tegund rokks var Seven Nation Army og var griðarlegur smellur sem innsiglaði The White Stripes sem alþjóðlegar rokkstjörnur. Frægðin byrjaði að hafa áhrif á Jack sem byrjaði að falla í allar gryfjur frægðarinnar. Hann kom fram í kvikmyndinni Co/d Mountain og byrjaði með stjörnunni Renée Zellweger. Hann klessti sportbílinn sinn og seinna birtust „mug- shot" af honum eftir að hann var handtekinn fyrir að lumbra á Jason Stollsheimer úr The Von Bondies. Eftir reiðimeðferð og margfalda heimstúra standa þau á tímamótum á ferli sínum og heimurinn bíður spenntur eftir næsta skrefi þeirra. Þau voru litakóðuð, komu aðeins fram í rauðum, svörtum og hvítum fötum og lugu því statt og stöðugt (og gera enn) að þau væru systkin. Greinarnar skrifuðu sig nánast sjálfar einhver samkeppni fyrir hiphop. Áhrif grunge héldu áfram í Nu-Metal í þeim skilningi að textarnir voru oftar en ekki um þá sem voru utanveltu, angist unglingsáranna og sársaukann i sálinní sem fylgir þvi að vera á gelgjuskeiðinu. En tónlistin sjálf var hart rokk með miklum hiphop áhrifum, röppuð erindi með öskruðum viðlögum sem voru oftast skipun að fleygja höndunum í loftið eða að brjóta eitthvað. Ógrynni af þessum böndum kom fram. P.O.D., Linkin Park, Staind, Fuel, Sugar Ray, Lit, Kid Rock, Orgy, Insane Clown Posse og Head P.E. til að nefna aðeins nokkur dæmi. Ekki allar tilraunir til að sameina rapp og rokk voru jafn ógeðfelldar og Nu-Metal. Beastie Boys og Run-DMC höfðu fullkomnað þessa blöndu mörgum árum áður. Beck Hansen gekk enn lengra og fór nýjar leiðir á plötum sínum Mellow Gold, Odelay og Midnite Vultures. En Nu-Metal var svo sálarlaust og svo augljósiega gert eftir formúlu að eitthvað hlaut að gerast. Einhvers konar byltingu þurfti til að stöðva þessa þróun. Eða kannski hryðjuverk. Eftir 11. september vildi enginn heyra Fred Durst öskra „I just might break yo' fuckin' face tonight!" Fólk fann sér mismunandi leiðir til að nota tónlist til að syrgja og/eða jafna sig eftir hryðjuverkin og ógnarstjórn George W. Bush: A -Ég vanga til að gleyma.Þeir sem vildu hafa allt hljóðlátt og þægilegt fóru að hlusta á rólegheitatónlist frá Englandi. Ljúfir og kósý tónar Coldplay og Travis byrjuðu að heila sárin og allir vönguðu við notalega tónlistina. Allsherjar bylgja af auðmeltanlegri rólegheitapopptónlist flæddi yfir markaðinn. John Mayer, Norah Jones, Turin Brakes, Dave Matthews Band. B - Að hverfa í skelina. Svokölluð „Shoegazer"-sena varð enn sterkari eftir 11. september. Stefnan var heldur voru menn að líta til baka til þess tíma þegar það var eitthvað varið í tónlist. Bílskúrsrokkbönd sjöunda áratugarins fengu uppreisn æru og margar hljómsveitirfóru að leika hrátt, blúsað rokk. Bönd eins og Black Keys, Soledad Brothers og The Von Bondies voru fremstar í bílskúrsrokkbylgjunni. Gróft, alvöru rokk með vinalegum boðskap. Að undanskyldum Black Keys komu nær öll nýju bílskúrsböndin frá hinni margrómuðu rokkborg, Detroit, sem varð skyndilega aftur að suðupotti nýrrar tónlistar. Electric Six komu fram með gríðarlega dansvænt sóðarokk og slógu rækilega í gegn með lögum eins og Gay Bar og Danger! High Voltage. Á síðarnefnda laginu fengu Dick Valentine og félagar í Electric Six félaga sinn frá Detroit til að syngja bakraddir. Þetta var Jack White, annar helmingur The White Stripes, sem myndi ári seinna verða að einni af stærstu rokkhljómsveitum heimsins. Hjónin Jack Gillis og Meg White skildu að borði og sæng og stofnuðu síðan hljómsveit. Þegar þau gáfu útsína þriðju plötu, WhiteBloodCellsárið 2001 slógu þau rækilega i gegn. Smellir eins og Fell in Love with a Girl og Hotel Yorba festu þau í sessi sem fjörugt, ferskt band með skemmtilegan hljóm. Það sem kom mörgum á óvart var að þau komu tvö ein fram, Jack á gítar eða hljómborð og Meg á trommur, en án bassaleikara. Breska pressan tók þessum aðlaðandi, kurteisu krökkum opnum örmum og í kringum þau skapaðist gríðarlegt fjölmiðlafár sem gerði þau að risastjörnum í Bretlandi og Evrópu löngu áður en þau höfðu skapað sér nafn í heimalandi sínu. Þau voru litakóðuð, komu aðeinsfram í rauðum, svörtum og hvítum fötum og lugu því statt og stöðugt (og gera enn) að þau vaeru systkin. Greinarnar skrifuðu sig nánast sjálfar. Árið 2003 gáfu þau út fyrstu smáskífuna af nýjustu plötu sinni, Elephant. Það lag The Strokes komu fram á sama tíma og The White Stripes. Þeir spiluðu skerandi rokk með sterkum melódíum. Þeir þóttu sérstaklega smekklegir í tauinu og settu New York aftur á kortið sem heimsborg rokktónlistar. Plata þeirra /s This It þótti tímamótaverk og þeir voru hylltir sem bjargvættir rokksins. Það sem þeir gerðu að minnsta kosti var að skapa flóð af hljómsveitum sem allar hljómuðu svipað og áttu það sameiginlegt að byrja á greininum „The". The Vines, The Datsuns, The Shins, The Hives, The Killers, The Agenda, The Music, The Sounds og svo má lengi telja. Ásamt tískurokkbandinu Yeah Yeah Yeahs eru The Strokes að halda fána New York á lofti. Eftir að allt er búið Rokkið er búið að fara heilan hring á 40 árum. The White Stripes notast við fertugan upptökubúnað og risaeðlur eins og Rolling Stones, Eagles og Paul McCartney eru söluhæstu tónleikaatriði heimsins. Eftir nokkur ár af 60's nostalgíu er kántrískotið rokk að ryðja sér til rúms með Ryan Adams, Kings of Leon og The Blueskins í broddi fylkingar. Franz Ferdinand, The Rapturel, The Coral og The Bees eru nýjasta kynslóð hljómsveita sem eru meðvitaðar um fortíðina, en eru að fara nýjar og frumlegar leiðir með hana. Rokkið er aldrei hægt að skilgreina fullkomlega og saga þess verður aldrei skrifuð endanlega niður. Hvort sem það er á tónleikum, í partýi eða með heyrnartólin heima er alltaf hægt að gleyma sér í tónlist. Eftir 40 ár af blóði, dauða og byltingum er það það sem skiptir mestu máli. Björn Þór Björnsson NOKKUR LÖG SEM STJÖRNUR HAFA SAMIÐ UM AÐRAR STJORNUR K'L .. . John Lennon - How did you sleep Hann söng til fyrrum félaga sins Paul McCartney: „The only thing you done was Yesterday," ááááiiiii.... David Bowie - Jean Genie Ort til Iggy Pop en Bowie endurvakti ferilinn hans. Leonard Cohen - Chelsea Hotel , Samið til Janis Joplin sem tók of stóran eiturlyfjaskammt árið 1970. „Giving me head on the unmaid bed while the limousine waited in the street." Pink Floyd - Shine on you crazy diamond Ort til fyrrum gitarleikara og söngvara hljómsveitarinnar, Sith Barret, sem varð geðveikur. Stevie Wonder - Master Blaster Ort til guðföður Reggies Bob Marley. Tupac Shakur - Hit 'em up Þetta er eitt af aðalatriðum sögunnar af átökunum milli Biggie og Tupac, „You claim to be a playa bit I fucked your wife" söng Tupac. Það leið ekki langur tími þar til þeir voru báðir látnir. | U2 - Stuck in a moment you can't get out ,3 Bono samdi þetta til vínar síns ^ ■ úr INXS, Michael Hutchence, sem lést dularfullum dauðdaga á hóteli I Sidney árið 1997. „It's a row I didn't have whtle he was alive," sagði sóngvari U2. Stone Temple Pilots - Too Cool Queenie Þó að textahöfundurinn hafi alltaf neitað að ræða texta lagsins er augljóst að hann er til Courtney Love. „Yeah she got real famous/and she maid lots of money and some of his too." Jay-Z - Takeover f Þetta lag hjálpaði til við að koma af stað j disskeppni á milli Nas og Jay Z. Nas - Ether Svar Nas við Takeover með viðlagið „fuck Jay-Z". Jay svaraði strax með lagi v\ sinu Super Ugly. „I am a stone in his shoe ■' and a thorn in his side," sagði Nas. 4

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.