Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 8

Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 8
4 Hversu oft gerir þú eitthvað fyrir kærastann þinn eins og til dæmis að gefa honum rakspíra að tilefnislausu? a) Þú gerir eitthvað fyrir hann þegar þú hefur gert eitthvað af þér... með öðrum orðum, aldrei að tilefnislausu. b) Þú ert mikið fyrir að gefa gjafir og koma honum á óvart. Örugglega svona einu sinni í viku. c) Þú gefur honum af og til, nokkrum sinnum á ári. Kærastinn þinn er að fara í strákapartý. Þú... a) ert ekkert smá hress með það því þá getur þú hitt vinkonur þínar. b) ferð í fýlu af því hann vill ekki vera með þér. c) ferð með honum! Það kemur ekkert annað til greina. d) segir ekki neitt en það sést langar leiðir að þú ert fúl. Þú ert síðan í stöðugu sms og símasambandi við hann allt kvöldið... Þegar kærastinn þinn er veikur... a) heldur allt áfram sinn vanagang. Þú ferð í vinnu og kemur heim en ert heima um kvöldið því hann er veikur. b) þá ferðu út í apótek og út í búð fyrir hann, leigir videó og eldar það sem hann langar í. Þú hugsar mjög vel um hann. c) þá held ég mér í fjarlægð til þess að ég smitist alveg örugglega ekki! Kærastinn þinn elskar að horfa á fótbolta en ekki þú. Þegar hann vill horfa á boltann á sunnudögum þá... a) ferðu alltaf að ryksuga eða þrífa beint fyrir framan skjáinn. b) sestu niður með honum og nýtur þess að gera eitthvað með honum sem hann hefur gaman af. c) rekur þú hann út á fótboltabar til að horfa á boltann. d) gerir þú samning við hann... hann fær að horfa á boltann með strákunum og þú á „Sex in the city" með stelpunum. Þú ert á djamminu og sérð sætan strák sem er greinilega að horfa á þig. Hvað gerir þú? a) Heldur þig í fjarlægð frá þessum strák. b) Spjallar við hann en segir honum strax að þú sért á föstu. c) Daðrar við hann og lætur hann ekki vita af kærastanum þínum. d) Þú heldur framhjá. Hvað ætlast þú til að kærastinn geri mikið af heimilisstörfunum? a) Öll heimilisstörfin. b) 75% c) 50% d) 25% e) Að hann geri engin húsverk. Þér finnst kærasti þinn ekki klæða sig í flott föt, þú... a) ert alltaf að gefa honum ný föt til þess að hann klæði sig eins og þú vilt. b) hugsar ekki um það. Það skiptir þig engu máli hvernig hann klæðir sig. c) ert alltaf að láta hann vita af því að þér finnist hann ekki nógu fínn í tauinu. d) minnist á það af og til en hlærð bara að þessu... þú reynir ekki að breyta honum. Hefur þú haldið framhjá kærastanum þínum? a) Já og farið alla leið. b) Já, en það var bara koss. c) Já og oftar enn einu sinni. d) Nei. Kærastinn þinn gleymir símanum sínum heima. a) Aha! loksins getur þú skoðað öll SMS-in hans og símaskrána. b) Þú ferð með símann í vinnuna til hans. c) Þegar þú sérð það hlakkar í þér því að þú veist að hann á eftir vc að sakna hans. d) Þér finnst það ömurlegt af því þá getur þú ekki náð í hann. Eru margir hlutir sem þú vilt breyta í fari kærasta þíns? a) Nei, engir hlutir. b) Já, það eru svona þúsund hlutir sem fara í taugarnar á þér. c) Já, einhverjir en það eru ekki hlutir sem skipta máli. 10-16 stig. Þú ert yndísleg kærasta og kærastinn þinn er eflaust hæst ánægður með þig, en það eru til takmörk fyrir öllu. Þú verður að passa þig á því að hugsa bara um hann og ekkert um sjálfa þig. Það getur allt gerst og þá er ekki gaman að hafa lagt allt undir á rangan hest. Það er lika ekki óhugsandi að þú verðir að sjálfsögðum hlut þar sem þú ert alltaf tilbúin til að fórna þér fyrir hann. Farðu út með vinkonum þinum, þær hafa eflaust legið á hakanum of lengi, mundu að kærastar koma og fara en vinir eru komnir til að vera. Hugsaðu um þig og þín áhugamál og reyndu að deila því jafnt niður á þig og kærastannva. 17-24 stig. Þú ert kannski ekkert besta kærasta i heimi en það er líka bara gott. Þú nennir ekkert að láta allt lifið þitt snúast um hann og hans þarfir enda er það ekki góður grundvöllur fyrir sambandi. Þú sérð hlutina eins og þeir eru og ert tilbúin til og langar að leggja þig fram við að gera honum til hæfis en þó innan skynsamlegra marka og án efa ertu að fá jafn mikið til baka frá honum, eða það er vonandi! 25-31 stig. Þú ert eflaust ekki mjög hamingjusöm og sambandið kannski orðið hálf úrelt. Allt sem þér fannst æðislegt fyrst er farið að fjara út og eftir stendur frekar leiðinlegur kærasti sem þig langar til að breyta. Þetta gerist í mörgum samböndum, fyrst er fólk yfir sig ástfangið og lokar augunum fyrir þvi sem það vill ekki sjá en það gengur ekki að eilífu og það er sárt að þurfa að opna augun. Það er ekkert verra en að vera í þreyttu sambandi, það er bara annaðhvort að þið hættið saman eða þá að þú/þið sættið ykkur við hvort annað eins og þið eruð! Annars ertu bara að fara að enda sem súra kærastan... 32-38 stig. Annað hvort ertu ekki ástfangin eða þá að þú kannt ekki að meðhöndla fólkið sem stendur þér næst. Til hvers að vera í sambandi með manneskju sem þú hefur ekki minnstan áhuga á að vera góð við eða gera hluti fyrir. Þú ættir heldur betur að endurskoða sambandið þitt eða fara í alvarlega sjálfsskoðun, það getur náttúrulega verið að ástæðan fyrir því að þú hegðir þér svona sé einnig honum að kenna. Sambönd snúast um að tveir aðilar deili lifinu sinu saman en til þess að það gangi upp þurfa báðir aðilar að hafa löngun til þess að gera sáttamiðlanir og löngun til þess að fórna sér upp að vissu marki. Ef að báðir aðilar gangast undir þessi skilyrði þá ætti sambandið að ganga.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.