Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 32

Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 32
Kólumbía Stððugar uppreisnir, eiturlyfjasala, spilling og misrétti hafa einkennt sögu Kólumbíu. Borgarastrið hefur verið í landinu í rúma 4 áratugi, mörg hundruð þúsund manns hafa látið lífið þar sem sprengjur springa á víðförijum stöðum og skotbardagar eru á götum úti. Þjóðfrelsisherinn (ELN), Skæruliðahreyfingin FARC og aðrar uppreisnarhreyfingar berjast við hermenn stjórnvalda vegna misskipting auðs og mikillar stéttaskiptingar í landinu. Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt að eiga milligöngu í friðarviðræðum en landið er gífurlega óstöðugt, efnahagslega og stjórnmálalega. Bandaríkin 11. september létust um 3000 manns í hryðjuverkaárás á Bandaríkin og eftir það hélt Bush í Stríð gegn hryðjuverkum. Hræðsla ríkir um hryðjuverkaárás al- Qaeda í kringum forsetakosningarnar 2. nóvember. Alsír Alsír fékk sjálfstæði árið 1962. Stöðugar stympingar hafa verið á milli íslamskra bókstafstrúarmanna og stjórnvalda og hafa þúsundir íbúa verið myrtir og pyntaðir í uppreisnunum. Palestína Margirtelja að lausn muni seint eða aldrei finnast á átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Deilan hefur staðið í rúm 50 ár frá því að frelsissamtök Palestínu (PLO) hófu að berjast fyrir sjálfstæði Palestínumanna árið 1964 og í hverri viku heyrast fréttir af falli saklausra borgara og hörmulegum lífsskilyrðum þeirra. Friðartillögur misheppnast en óttinn magnast og hernaðarumsvifin verða meiri með hverjum deginum. Ráðist er á flóttamannabúðir á Vesturbakkanum, 24 létust á Gazasvæðinu, 21 Palestínumaður og 3 ísraelar og rúmir 100 særðir í einni árás ísraela í september sem gerð var í hefndarskyni fyrir eldflaugaárás á vegum Palestínumanna sem drap tvö ísralesk börn fyrr i mánuðinum. Þrír Palsetínumenn féllu til viðbótar í árás ísraela á flóttamannabúðir á Gasasvæðinu l.október. ÞúsundirPalestínumanna og hundruðir ísraela hafa látist í átökum frá árinu 2000 og tugir Palestínumanna hafa fallið í árásum undanfarna daga og enn fleiri særst. Líbería Borgarastríðinu í Liberíu virðist vera að’ linna eftir bardaga uppreisnarmanna og hersveitar Charles Taylors forseta fram- til ársins 2003 er hann flúði landið, en: framtíð þessa stríðshrjáða lands er þö enn óviss. Nigrería Ógnarástand ríkir um þessar mundir í Nígeríu og hafa uppreisnarmenn þar í landi, hótað stríði gegh stjórnvöldum landsins. Ástandið hefur hlotið mikla athygli, meðal annars vegna þess að þar eru auðugar olíulindir og olíusvæðin eru aðal skotmörkin sem veldur því að heimsmarkaðsverð á olíu fer hækkandi. Óeirðasamt hefur þó verið allt frá því að Nígería hlaut sjálfstæði frá Bretum árið 1960, gífurleg spilling og misskipting auðs og krefjast uppreisnarmennirnír hlutdeildar í olíulindunum. Þúsundir manna hafa verið drepnir á svæðinu frá því að herforingjastjórnin fór frá völdum árið 1999. Fílabeinsströndin Stærstur hluti landsins er í algjörri upplausn undir stjórn uppreisnarmanna. Árið 1999 steypti herstjórn stjórninni í fyrsta skipti í sögu landsins. Hörð átök brutust út árið 2002 þar sem uppreisnarmenn tóku yfir norðurhluta landsins. Tilraunir um friðarsamkomulag sem Frakkar hafa haft milligöngu með hafa ekki náð að stöðva óróleikann í landinu því stór hluti var ekki sáttur við samkomulagið og voru mótmæli úr báðum liðum tíð á götum úti. Mikil spenna er einnig á milli Fílabeinsstrandarinnar og annarra nágrannaríkja og hafa hundruðir friðargæsluliða reynt að koma ró á ástandið. Barátta fyrir friði hefur staðið lengi en saka uppreisnarmenn í landinu, sem kalla sig Ný öfl, forseta landsins Laurent Gbagbo, sem hlaut embættið í mjög ólýðræðislegri kosningabaráttu, um að tefja friðarferlið og krefjast þess að nýjar forsetakosningar verði haldnar. Mannskæð átök hafa haldið áfram á þessu ári. Angóla Fyrir rúmum 40 árum gerðu Angólar uppreisn gegn veru Portúgala í landinu og braust þá út mikill skæruhernaður. Á þeim tima var MPLA-hreyfingin stofnuð sem var studd af Sovétríkjunum og Kúbu, en auk hennar komu fram FNLA-og UNITA- hreyfingarnar og börðust þær allar innbyrðis. Angólamenn fengu þó sjálfstæði árið 1975 en ( kjölfar þess braust út heiftug borgarastyrjöld, sem hefur fellt rúma milljón manns. UNITA-skæruliöarnir héldu áfram að berjast við MPLA, sem fór með stjórn í landinu, og geisaði borgarastríðið í nærfellt aldarfjórðung. Margar friðartilraunir hafa verið gerðar á tímabilinu og sem betur fer lítur út fyrir að þetta stríð sé á enda eftir að Jonas Savimbi, sem stofnaði UNITA- hreyfinguna, féll í bardaga við stjórnarherinn árið 2002. Landið er þó enn glfurlega fátækt og óstöðugt. Þúsundir flóttamanna þurfa heimili og vinnu og skæðir sjúkdómar og næringarskortur draga fólk til dauða. HÖRMUNGARI21. ALDAR Ógnarástand ríkir víða um heiminn þar sem stríðsátök, hungur, mismunun og sjúkdómar draga fólk til dauða og ekkert lát virðist vera á. Á þessari opnu má sjá einungis brot af þeim átökum sem hafa einkennt síðustu ár og áratugi.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.