Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 37

Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 37
Það hefur ekki lítið farið fyrir umfjöllun um lýtaaðgerðir í fjölmiðlum undanfarið og mikið ber á fyrrum barnastjörnunni henni Ruth Reginalds sem nýlega lét lyfta á sér túttunum, taka af sér bauga og sprauta geli í hrukkur. Hún sýndi afraksturinn í víðlesnu tímariti og viti menn; eintakið rann út eins og heitar lummur. þeim fyrstu til að smella á sig þessari „grímu". í Ástralíu eru lýtaaðgerðir vinsælar hjá almenningi. Þar er helst að fólk fari til að láta breyta húðinni á sér með strekkingum og slipun, en margir hafa farið illa út úr löngum sólböðum þar í landi. Einnig er algengt að fólk láti breyta hinu og þessu við útlit sitt en útkoman er þó alltaf miðuð við fyrirmyndina, öfugt við það sem tíðkast í Los Angeles þar sem nánast ein tegund af andliti þykir fín. Brasilía er þó vafalítið það land, fyrir utan Bandaríkin, þar sem lýtalaekningar þykja jafn sjálfsagðar og það að fara í klippingu. Svo samþykktar eru þær að ungfrú Brasilía 2001, hin þá 22 ára gamla Juliana Borges, viðurkenndi fúslega að hafa farið í fjórar slíkar aðgerðir og sú opinberun kom ekki í veg fyrir að hún ynni keppnina. Sjálf sagði hún að hún hefði ekkert að gera við þessar aðgerðir þegar hún væri orðin sextug og að það væri um að gera að njóta æskufegurðarinnar á meðan hún væri enn fyrir hendi. Breytilegt fegurdarmat og breyttar þarfir í upphafi aldarinnar þótti það fallegt ef konur voru með stóra rassa, mjó mitti og stór brjóst. Um 1920 áttu þær að vera mjóar og brjóstalausar. Árið 1950 þótti aftur sætt að vera svolítið mjúk og aftur með svaka mjaðmir og brjóst en þegar Twiggi komst í tísku þá horuðust stelpurnar upp enn á ný. Þetta sveiflast upp og niður og fram og aftur eins og allt annað í þessu lífi. Það sem sveiflast og breytist líka eru vandamálin okkar. Núna höfum við t.d. alls konar „auka"þarfir sem eru alveg jafn raunverulegar og aðrar þarfir. í dag er afkoman minna mál en áður og þegar við þurfum ekki að leggja eins rosalega mikið og afi og amma á okkur við að geta keypt bíl og hús og mat, þá beinum við athyglinni að öðrum málum. Til dæmis stöðu okkar í þjóðfélaginu, tilfinningum, uppeldi, eignum og síðast en ekki síst- útliti! Útlitið hefur svo sannarlega alltaf skipt okkur miklu máli, en í dag skiptir það meira máli því öll samkeppni er miklu harðari en áður. Það að vera ósamkeppnishæfur útlitslega séð getur því orðið að vandamáli þegar það ræður úrslitum um hvort en engu að síður sorgleg staðreynd. Eðlilega verður það þá að raunverulegu vandamáli að vera útlitslega óheppinn. Allir viðurkenna það að afkoman hlýtur að skipta máli og ef kona, eða maður, fær hreinlega ekki vinnu við hæfi af því útlit hans eða hennar hefur stuðandi áhrif á upplifun annarra, þá ætti það að vera skiljanlegt að þessi óheppna vilji reyna að gera eitthvað róttækt í málinu. Hvort sem það er að reyna að léttast um einhver kíló eða láta breyta einhverjum andlits- eða líkamseinkennum sem eru ekki að gera sig í eigin augum og annara. hátt en hún gerir. Ef Guðrún horfir í spegil og er alls ekki sátt við það sem hún sér, þá er ólíklegt að nokkur heilræði eða hugsjónir geti breytt upplifun hennar á sjálfri sér. Því miður. Nú bjóða vísindin fólki upp á að breyta útliti sínu og hafa þar með áhrif á hvernig það sjálft og aðrir dæma. Að vilja þvinga manneskjuna með útópískum siðferðisrökum til að sitja föst í sínum „Ijóta" flokki má líkja við indverska stéttarkerfið þar sem þú bara fæðist inn í fátækt og þar við situr. Ekki haggast... vertu þarna, vertu Ijótur... reyndu að meta þig að verðleikum og hættu þessu rugli. Persa og heimiliskettir Já, það væri frábært ef til væri heimur þar sem bæði konur og karlar væru metin að verðleikum en ekki eftir útliti, en þessi heimur er einfaldlega ekki til og hugsanlega eru ástæður fyrir því sem liggja ekki endilega í augum uppi. Til dæmis gæti það spilað inn í að til að halda strúktúr í samfélagi okkar við hvort annað, reynum við að skipta hvort öðru í flokka. Við notum alls konar aðferðir til þess en sú hraðvirkasta og algengasta er að flokka fólk eftir klæðaburði og útliti. Ósjálfrátt setjum við flest fallega fólkið ofar en það sem við teljum óaðlaðandi og þá sitja fegurðarmatið og kynhvötin hlið við hlið í dómarasætinu - því kynhvötin hefur jú oftar en ekki sterkustu áhrifin á það hvaða fólk okkur þykir fallegt. Þannig getur mörgum okkar þótt óvenjuleg manneskja falleg þó hún falli ekki beint undir fegurðarformúluna. Flokkunin okkar á pínulítið skylt við dýrin. Ef venjuleg læða fer út að breima, þá fer það aðallega eftir feldi og ferómónum karldýrsins hvort hún hleypir upp á sig eða ekki. Þannig á t.d. rándýr túnfiskslyktandi kafloðinn persaköttur meiri séns á að fjölga sér með henni, en greyið Brandur litli sem er að fara úr hárum og kominn til ára sinna. Henni finnst Brandur ekki á nokkurn hátt fallegur og þar af leiðir að hún er ekki æst i að hleypa honum upp á sig. Svo flokkar fólk líka eftir því hvernig það er og hvaðan það kemur: Pírsaðir setja pírsaða upp en jakkafatakarla neðar: Mussukerlingar setja mussukerlingar upp en brúnar tjokkó gellur neðar o.s.f rv. Þín f lokkun byggist á því hvaða þjóðfélagshópi Afrahstur aðgerða Hans er sá að allar konur sem til Hans fara koma út með keimlík andlit, en þau eru vel strekkt, með Háum kinnbeinum, beinu nefi og þykkum vörum hæfileikar manns fái að njóta sín eða ekki. Allir vita til dæmis að feitt fólk fær ekki eins auðveldlega vinnu og það sem er mjótt. Þetta er vissulega tabú Með, alveq sama eða á móti Það fólk sem hefur hörðustu skoðanirnar gegn lýtalækningum er eflaust margt í hópi afturhaldsseggjanna sem mótmæla flestu sem hefur með breytingar að gera. Þið vitið: fólkið sem vill bara hlusta á RÚV, saknar sjónvarpsleysis í júlí, hatar pizzur og hipp hopp. Fortíðarfíklar sem sætta sig engan veginn við að það er ekki sama stemningin í heiminum og fyrir þrjátíu, tuttugu, eða tíu árum síðan. Fólk sem skilur oft ekki kjarnann frá hisminu og áttar sig ekki á því að það er alltaf allt að breytast, allan sólarhringinn, ár eftir ár, öld eftir öld og þar á meðal fegurðargildin okkar. Það merkilega er líka að annar hópur sem setur sig upp á móti svona aðgerðum er fólkið sem þarf síst á þeim að halda. Þ.e.a.s. fólk sem okkur finnst flestum frekar fallegt. Til dæmis eru Hollywood stjörnurnar Sharon Stone og Halle Berry vístagalega mikiðá móti svona aðgerðum og hafa m.a. gefið út yfirlýsingar um að fegurðin komi innan frá og að útlitið hafi ekki á nokkurn hátt gert líf þeirra auðveldara. Einmitt. Svo er það fólkið sem er bara í miðjunni og er hvorki með né á móti. Hugsar bara að þetta sé fínt fyrir þau sem telja sig þurfa á því að halda og hafa ekkert út á það að setja. Ef þetta sama fólk ætti svo mikla peninga að það vissi ekki alveg hvað það ætti að gera við þá, myndi það kannski láta breyta einhverju sem hefði farið lítillega í taugarnar á því í gegnum tíðina, en annars ekki. Auðvitað getum við öll verið innilega sammála um að það væri æskilegra að reyna að hressa fyrst upp á andlega ástandið og þar með myndi útlitið lagast. Maður hefur t.d. tekið eftir því hvað fólk verður oft fallegt þegar það er ástfangið. En því miður er ekki hægt að rigga því ástandi upp si svona eða þvinga nokkra manneskju til að upplifa sjálfa sig á annan þér finnst þú tilheyra og ef þú gerir breytingar á sjálfri þér þá spilar það kannski inn í að þig langar til að færa þig eitthvað til í þjóðfélagsstiganum. Skrá þig úr flokknum og yfir í annan flokk. Breytt sjálfsmynd leiðir þig á nýjar slóðir. Ný klipping, ný Ella. Ný brjóst. Allt önnur Ella! Geðveik gella. Margrét Hugrún Gústavsdóttir

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.