Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 41

Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 41
Hvaða einstaklingur er í forsetaframboði í Bandaríkjunum ásamt þeim Bush og Kerry? Ég verð bara að segja pass. Hver skrifaði Atómstöðina? Kræst! Hvaða einstaklingur er í forsetaframboði í Bandaríkjunum ásamt þeim Bush og Kerry? Það veit ég ekki. Hjálmar Eina hreinræktaða reggíhljómsveitin á íslandi. Sendu nýlega frá sér plötuna "Hljóðlega af stað" sem hefur fengið lof gagnrýnenda enda frábær frumburður hjá þeim. Ekki hafa Hjálmarsiðurvakiðathygli fyrirtónleika sína enda eru þetta frábærir hljóðfæraleikarar. Fólk ætti ekki að missa af þessari hjómsveit á tónleikum. (Nasa - föstudagur 22/10 kl. 00:15) Skátar Skátar er þriggja ára gömul hljómsveit en þó hefur hún aðeins verið starfandi í eitt ár með öllum núverandi meðlimum. Gargandi gítarhljómar og brjálaðar trommur sem erfitt er að fylgja eftir skapa þessa tilraunakenndu en heilsteyptu tónlist. (Grand Rokk - laugardagur 23/10 kl. 22:00) Solid IV Hljómsveitina skipa þrír strákar sem hafa verið að í þrjú ár. Þeir spila hart gítar rokk sem blandast saman við kraftmikla rödd söngvarans. Úr þessu verur siðan ótrúlega aðgengilegt en hart rokk. (Gaukurinn - föstudagur 22110 kl. 20:30) Stranger Hljómsveitina skipa fimm meðlimir og fyrsta plata þeirra "Paint Peace" kemur út 15. október. Skemmtileg blanda af rokki, pönki, elóktrói og kántrí í bland við grípandi melódíur. (Nasa - fimmtudagur 21/10 kl. 20:15) The Flavours Acustic popp-rokk hljómsveitin skipar vönum mönnum sem hafa verið í hljómsveitum einsog Inbloom og 200.000 Naglbítum. (Þjóðleikhúskjallarinn laugardagur 23/10 kl. 22:00) Touch Ein af þessu nýju hljómsveitum sem hafa verið að riðjast upp á yfirborðið síðastliðna mánuði. Fólk gæti kannast við lagið "Justify" sem hefur verið að hljóma i útvarpinu. (Þjóðleikhúskjallarinn - laugardagur 23110 kl. 22:00) Tristian Hver er forseti Alþingis? Halldór Blöndal. Honeymoon Er bresk/íslensk hljómsveit sem skartar okkar alíslensku Þórunni Antóníu sem er búin að vera búsett í London síðastliðin 2 ár að starfa við tónlist á vegum BMG útgáfurisans. (Listasafnið - laugardagur 23/10 kl. 20:15) Isidor Þriggja ára gömul hljómsveit sem gaf nýverið út sína fyrstu plötu "Betty takes a ride". Tónlistinni má lýsa sem hár-metal og geim-jass-riff með glitrandi gírahljóm í bland við meira hefðbundna indy rokktónlist. (Grand Rokk - föstudagur 22/10 kl. 23:30) Nevolution Eftir miklar mannabreytingar og pælingar varð hljómsveitin loksins ein heild í maí á þessu ári. Þeir gáfu út í kjölfarið smáplötunna „The Jumpstop Theory" og myndband. Hljómsveitin spilar harðkjarnatónlist. (Grand Rokk - fimmtudagur 21/10 kl. 21:15) Pornopop Þó að hljómsveitin hafi verið til frá 1996 tóku hún sér tveggja ára hlé og sameinuðust aftur fyrr á þessu ári. Þeir hafa gefið út diskinn "Blue" sem er því miður ekki fáanlegur eins og er. (Grand Rokk - föstudagur 22/10 kl. 01:00) Rafgashaus Þeir eru að vinna að sinni fyrstu plötu en hafa verið að með hléum frá 1998. Þeir byrjuðu sem elektrónískt band en eru núna búnir að þróast í rokkband. (Nasa - föstudagur 22/10 kl. 22:45) Reykjavík! Hljómsveitin var stofnuð af tveimur heimspekinemum haustið 2003. Þeir spila hart nútímalegt rokk. (Grand Rokk - laugardagur 23/10 kl. 21:15) Santiago Síðla árs 2002 kom út þeirra fyrsta plata "Girl". Þeir fengu tilnefningu á íslensku tónlistarverlaununum sama ársem bestu íslensku nýliðarnir. í nóvemberkemur síðan út platan "Chase the Bird". Tónlistin er melódísk og ótilgerðaleg, kristaltær rödd söngkonunnar og þroski og hreinleiki hljóðfæraleikaranna setja nýjan blæ á íslenskt tónlistarlíf. (Þjóðleikhúskjallarinn - laugardagur 23/10 kl. 23:15) Skakkamanage Þetta er þriggja manna band sem er ekki í fullri vinnu við að vera í hljómsveit heldur er þetta aðeins áhugamál þeirra. Af því sést hversu hæfileikarík þau eru. Þó að tónlistin sé ekki flókin er hún frábær til hlustunar því hún er mjög meðtækileg og sérstök. Það þykir sérstaklega gaman að sjá þau á sviði. (Þjóðleikhúskjallarinn - föstudagur 22/10 kl. 22:00) Hver er forseti Alþingis? Það er Halldór Blöndal. Lights on the Highway Hljómsveitin var stofnuð árið 2003. Þeir hafa verið að spila á kaffihúsum og börum á meðan þeir leituðu sér að trommara sem þeir loksins fundu í sumar. Draumkenndar melódíur af gítarhljómum og röddum bundnar saman með þéttum rokk töktum. (Grand Rokk - föstudagur 22/10 kl. 01:45) Manhattan í byrjun árs 2004 komfjórði meðlimur hljómsveitarinnar og má þá segja að Manhattan hafi orðið til. Tónlist Manhattan er best lýst sem Indy stónrokki með óútreiknanlegum breytingumog kraftmiklum laglínum. Þeir eru undir áhrifum hljómsveita eins og Sonic Youth, Queens of the Stone Age og Fugazi. (Gaukurinn - föstudagur 22/10 kl. 21:15) Hver skrifaði Atómstöðina? Veit það ekki heldur. Hvar er Belfast? Veit það ekki. Hver er forseti Alþingis? Halldór Blöndal. Hvaða einstaklingur er í forsetaframboði í Bandaríkjunum ásamt þeim Bush og Kerry? Æi, ég man það ekki. Hver skrifaði Atómstöðina? Halldór Laxness. Krístinn Jón Ólafsson, 23. ára. Hver var nýlega skipaður í embætti hæstaréttardómara? Jón Steinar. Hvar er Belfast? Belfast er í..., djöfullínn ég á að vita þetta! Gestur Steingrímsson, 17 ára. Hver var nýlega skipaöur hæstaréttardómara? Æi, ég man það ekki. embætti Lilja, 22 ára. Hver var nýlega hæstaréttardómara? Veit það ekki. skipaður í embætti One Eyed Lizard Ný hljómsveit sem er að spila eina af sínum fyrstu tónleikum. Þau spila tónlist í anda The Verve og Richard Ashcroft. Flott band. (Grand Rokk - föstudagur 22/10 kl. 20:00) Hafa verið starfandi síðan 1997 með smávægilegum mannabreytingum. Þeir spila Ijúfa rokktónlist í anda Jeff Buckley og Radiohead. (Þjóðleikhúskjallarinn - laugardagur 23/10 kl. 00:00) Hvar er Belfast? Þýskalandi. Rétt svör: Jón Steinar Gunnlaugsson - Halldór Blöndal - Ralph Nader - Halldór Laxness - N-(rlandi.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.