Orðlaus - 01.04.2006, Blaðsíða 10
MYNDAALBUMIÐ
Ragnhiidur Steinunn er landsmönnum góðkunn
sem fyrrverandi fegurðardrottning fslands og
núverandi fjölmiðladrottning í Kastljósinu.
Orðlaus bað Ragnhildi Steinunni um að kíkja í
myndaalbúmið sitt og grafa upp gamlar myndir
af sér og segja okkur frá þeim.
Átta mánaða prakkari
með nóg af hári! Ég
fæddist í Keflavík og
bjó þar þangað til ég
var tveggja ára, þá lá
leiðin til Danmerkur
þar sem við bjuggum
í 4 ár.
Á hestbaki í Lego-
landi 5 ára gömul.
Ég heimtaði að
taka þessa regnhlíf
með mér hvert sem
ég fór, það skipti
engu þó sólin skini
sem skærast.
Þarna er ég 11 ára
að syngja í söngva-
keppnimeðlngaGarð-
ari Erlendssyni sem
fór nú heldur lengra
í tónlistarbransanum
en ég og spilar meðal
annars með Stórsveit
Nix Noltes i dag. Við
sungum „Eitt lag enn"
með Siggu og Grétari
og klæddum okkur
ísvartarLevisgalla-
buxurog rúllukraga-
boli.
Á fimleikaæfingu
12 ára. Aftan á þess-
ari mynd stóð „ég
að leika sveskju" II!!!
Frekar súrt
Þessi mynd var tekin
fyrir fermingarboðs-
kortið mitt. Við vor-
um á Kanaríeyjum og
pabbiátti þennan„Ha-
lekala bol" sem mér
fannst einhverra hluta
vegna flottur.
KRUMMAIMINUS
Krummi hefur í nógu að snúast þessa dagana. Eins og flestum ætti að veraj
orðið kunnugt er hann verslunarstjóri í Elvis og er á fuliu að semja með:
hljómsveitinnWVIÍnus. Aðdáendur hans hafa sent inn spurningar fyrir hann
og hér koma svörin.
Verður þú aldrei leiður á dópsögunum og eru þær sannar?
Maður verður náttúrulega ógeðslega leiður á því að lesa ein-
hverja lygi um mann í blöðunum og heyra eitthvað fólk segja
tóma vitleysu. Maður verður auðvitað pirraður en á ekki að
láta það fara í taugarnar á sér heldur lítur bara í hina áttina
og hugsar um sjálfan sig en ekki hvað aðrir eru að segja. Þær
sögur sem ég hef heyrt eru ekki sannar.
Langar þig í börn?
Já, mig langar í tvö börn. Eina stelpu og einn strák.
Lítur þú á þig sem kyntákn?
Nei það geri ég ekki,
Hver er besti vinur þinn?
Besti vinur minn í dag er Silli kötturinn minn. Nei nei .... ég á
mjög marga vini en ég myndi segja að besti vinur minn væri
Svala systir mín.
Ætlar þú að fara sóló og hvernig músik myndir þú þá spila?
Ég hef alltaf verið að gera músik fyrir sjálfan mig en hef aldrei
hugsað mér að fara sóló. Ef ég myndi gera það þá myndi
koma eitthvað sem ég væri ekki að reyna að þrýsta út heldur
kannski tónlist sem ég hef aldrei heyrt áður. Þannig að ég veit
ekki hvernig tónlist ég myndi gera fyrr en ég hef reynt á það.
Hvað varð um Ijósu lokkana?
Þeir voru orðnir þreyttir. Gamlartilfinningar búnar að hanga i
þessum Ijósu lokkum í of langan tíma þannig að það var kom-
inn tími til að breyta til. Fortíðin er fortíðin og framtíðin er
svört og stutt.
Hver er mest pirrandi í Mínus?
Enginn. Ef einhver fer í taugarnar á mér þá er það bara öll
hljómsveitin en ekki einhver einn. Það var kannski meiri pirr-
ingur áður en við erum orðnir svo þroskaðir og búnir að vera
lengi að þannig við pælum ekki í þessum hlutum lengur.
Hver er kynþokkafyllst á íslandi?
Úfff ... veit það ekki, en það eru nokkrar mjög sætar. Ef ég
ætti að nefna einhverja eina þá gæti ég nefnt Ellý Ármanns
þulu en mér finnst hún mjög falleg og glæsileg kona.
Áttu þér uppáhalds hljómsveit?
Það er alltaf að breytast en ég hef alltaf haldið mjög mikið
upp á Ministry. Hún er alltaf á topp fimm listanum.
Ætlarðu að verða heimsfrægur?
Nei, alls ekki. Ég fíla ekki að vera frægur. Mér fannst það voða
gaman þegar ég var yngri en ég hata það að vera frægur.
Ertu svona mikill töffari eða tileinkarðu þér attitúdið til þess
að passa í hlutverkið?
Ég er bara svona náttúrulegur töffari. Ég hef það frá pabba,
hann og bræður hans voru mjög öruggir með sjálfa sig. Ég
myndi heldur ekki kalla það töffaraskap heldur frekar sjálfs-
traust. Ég reyni alltaf að vera ég sjálfur en þú þarft að sjálf-
sögðu að skapa þér vissan karakter þegar þú ert að flytja tón-
list og koma fram.
Ef þú hefðir þurft að velja þér annan starfsvettvang, hvað
hefðirðu viljað vera?
Ég myndi vilja vera húðflúrari eða fatahönnuður.
Hefurðu hent sjónvarpi út um hótelglugga?
Já oft... ógeðslega oft alveg marg oft.
Þegar þú málar þig hvaða vörur notarðu? Áttu uppáhalds-
snyrtivöru?
Ég á tvo svarta augnblýanta sem ég veit ekkert hvað heita. Ég
keypti þá bara í einhverju apóteki.
Hvernig standa málin með Mínus? Eruð þið ekki meira og
minna orðnir að gömlum köllum að bíða eftir barnabörnum
og rokkið búið?
Ég held að við höfum aldrei verið í jafn góðu formi og ákkúrat
núna. Við eldumst eins og gott rauðvín.
Eruð þið Svala systir þín mjög náin eða bara svona eðlilega
náin?
Við erum mjög mjög óeðlilega mjög náin.
Af hverju ertu á lausu?
Því að stelpur eru hræddar við mig ... hehe. Ætli það sé ekki
bara afþví að ég hef ekki enn fundið þá réttu.
í næsta tölublaði mun Ásgeir
Kolbeins svara spurningum ykkar
og því um að gera að senda tölvu-
póst á ordlaus@ordlaus.is og spyrja
hann að því sem þið viljið vita.
Mynd: Steinar Hugi