Orðlaus - 01.04.2006, Page 33
"SHAKEN
NOT STIRRED"
Það þekkja eflaust allir drykkinn Dry Martini
en hann var uppáhalds drykkur lan Flemmings.
Ekki nóg með það heldur náði lan að gera Dry
Martini að einum frægasta drykk í heimi með
því að láta sögupersónu sína, töffarann James
Bond, drekka ekkert annað en "hristan en ekki
hrærðan" Martini.
Það má þó til gamans geta að læknar sem rann-
sökuðu Martini voru sammála um að hristur
Martini hefði jákvæð áhrif á hjarta- og æða-
kerfið. Hristur Martini er því líklegri en hrærður
til þess að draga úr líkum á þvi að neytandinn
deyi úr hjarta- eða æðasjúkdómum en auðvit-
að aðeins ef drukkið er í hófi. Rannsakendur
komust þannig að því að James Bond hafi verið
hófdrykkjumaður því annars hefði hann ekki
verið jafn heilsuhraustur og hann var.
Bond var þó ekki sá eini sem féll fyrir drykkn-
um og því hafa menn oft á tíðum gengið
svo langt að kalla Dry Martini frægasta kokt-
eil í heimi. Hér er nokkrir frægir Dry Martini
drykkjumenn.
HWinston Churchill
Fyrrum forsætisráðherra
BretlandsogNóbelsverð-
launahafi (1874-1965).
HFranklin Roosevelt
Fyrrum forseti Bandaríkj-
anna (1882-1945).
Humphrey Bogart
Bandarískur leikari
(1899-1957).
Dean Martin
Söngvari og leikari af
ítölskum og bandarísk-
um ættum (1917-1995).
Ernest Hemingway
Rithöfundur (1899-1961).
NYTT TREND
FYRIR SUMARIÐ
Ef að þið eruð orðnar 20 ára og langar til að fá ykkur í glas
um helgar erum við með drykkinn fyrir ykkur. Martini Bi-
anco og appelsínudjús með klökum er nýjasti tískudrykk-
urinn. Þessi blanda hefur verið að koma sterk inn upp á
síðkastið og er drykkurinn orðin nokkuð vinsæll í partýum
og á skemmtistöðum víðsvegar um heiminn. Segjið bless
við Mojito, Cosmopolitan og aðra kokteila sem eru mun
flóknari og tekur óratíma að blanda. Kaupið frekar ap-
pelsínudjús, Martini Bianco og klaka fyrir næsta partý og
drykkurinn er tilbúinn.
Það sem gerir þennan drykk einnig betri en aðra er að Mart-
ini Bianco er ekki sterkt vín heldur vermút og inniheldur
lægri prósentu af alkóhóli. Hann er því mun mildari drykk-
ur en gin, vodka, romm og önnur sterk vín og þar af leið-
andi einnig ódýrari. Það er líka mun dömulegra að vera létt
með mildan drykk í hendinni allt kvöldið heldur en að vera
hauslaus eftir fjóra drykki laust eftir miðnætti.
MARTINI
'■/f* m
GIRL POWER SAMFÉLAG Á NETINU!
Martini hefur einbeitt sér að heimasíðu fyrir ungar konur sem
heitir Martini Lounge. Á síðunni má finna hinar ýmsu greinar
meðal annars um heilsu, kynlíf, pólitík, starfsframa, tísku og upp-
eldi svo eitthvað sé nefnt. Á síðunni er einnig öflug skilaboða-
tafla þar sem konur víðsvegar að úr heiminum eiga samskipti sín
á milli.
Aðstandendur síðunnar lýsa henni sem samfélagi á Netinu fyrir
konur sem koma úr ólíkum áttum og hafa ástríðu fyrir því að
breyta hlutunum og vera sjálfstæðar. Markmið þeirra er að skapa
heim fyrir konur sem býður útlitsdýrkun byrginn og endurskil-
greinir hið hefðbundna hlutverk konunnar. Jafnframt leggja þeir
sterka áherslu á jafnrétti kynjanna og að konur taki fullan þátt
i samfélaginu hvort sem um ræðir á sviði lista eða stjórnmála.
Þannig vilja þeir að stuðla að sjálfstæði og velferð kvenna með
áherslu á vinskap og fræðslu á milli þeirra þannig að takmarkinu
verði náð.
Síðan er ný af nálinni þannig að það er um að gera að skrá sig
sem fyrst til að vera með í að breyta heiminum. Það ættu líka
allar stelpur að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á síðunni en
slóðin erwww.martini-lounge.com.