Bændablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 1
Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 2. maí Upplag Bændablaðsins 14.300 Þriðjudagur 11. apríl 2006 7. tölublað 12. árgangur Blað nr. 236 Ræsi undir vegi Umhirða hesta 2 Mörg nýmæli í nýrri reglugerð um aðbúnað, umhirðu og heilbrigðiseftirlit hrossa. 32 Á myndinni stendur Hólmgeir Karlsson forstöðumaður þróunar- og mark- aðssviðs hjá Norðurmjólk á milli tveggja af kaffibarþjónum Kaffitárs. Til vinstri er Þórey Plóder Vigfúsdóttir en Ragnheiður Gísladóttir er til hægri. Þau eru í bás Markaðsnefndar mjólkuriðnaðarins á sýningunni Matur 2006 í Fífunni í Kópavogi á dögunum, en nefndin fékk þjónana til að dreifa upp- skriftum og kenna sýningargestum að laga ítalska kaffidrykki. Hólmgeir sagði mjólkurframleiðendur eygja möguleika á aukinni mjólkurneyslu vegna þess að margir þessara kaffidrykkir innihalda meiri mjólk en kaffi, mjólkin getur verið allt upp í tvo þriðju hluta eins og raunin er í kaffi latte. Hann sagði að Svíar hefðu þá reynslu að mjólkurneysla ykist í takt við auknar vin- sældir þessara kaffidrykkja og þeir hefðu nýtt sér það til að snúa vörn í sókn. Hins vegar væri erfitt að sjá þessa aukningu á sölutölum því að fólk notar ýmsar útgáfur af mjólk í kaffið. „G-mjólkin hentar mjög vel því hún freyðir betur en venjuleg mjólk þegar hún er flóuð en Fjörmjólkin er líka góð. Við höfum rætt um möguleikann á því að framleiða sérstaka mjólk í þessa kaffidrykki en af því hefur enn ekki orðið. En þarna er vissulega möguleiki á að auka mjólkurneysluna og hann þurfum við að nýta eins og við getum. Við þurfum að berjast á öllum vígstöðvum,“ sagði Hólmgeir. Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda var haldinn í Bændahöllinni tvo síðustu daga marsmánaðar. Þar var Jóhannes Sigfússon endurkjörinn formað- ur samtakanna og sagði hann í spjalli við Bændablaðið að fund- urinn hefði verið góður og mál- efnalegur. „Við ræddum ýmis mál, meðal annars áherslubreyt- ingar í ásýnd Landssamtaka sauðfjárbænda. Menn vilja gera þau sýnilegri í hagsmunabarátt- unni og efla grasrótina, svo sem með því að gera heimasíðu sam- takanna virkari. Einnig var rætt um væntanlegan sauðfjársamn- ing en engin þörf var talin á að breyta þeirri stefnu, sem mörk- uð var á fundinum í fyrra,“ sagði Jóhannes. Hærri álagsgreiðslur Að aðalfundinum loknum var haldinn fundur í Markaðsráði kindakjöts og þar voru teknar ýms- ar ákvarðanir sem snerta hag sauð- fjárbænda. „Við ákváðum að hækka veru- lega álagsgreiðslur í sumarslátrun frá því sem áður var búið að gefa út. Einnig var ákveðið að breyta reglum um geymslugjald á lömb sem geymd eru fram í eftirslátrun í nóvember en það gildir nú einnig um flokkinn 3+. Svo var gerð til- laga um útflutningsskyldu og verð- ur hún send til Bændasamtakanna en ráðherra tekur endanlega ákvörðun um hana. Þarna er lögð til veruleg lækkun, eða að skyldan fari niður í 10% í sláturtíð og 4% utan hennar.“ - Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir sauðfjárbændur? „Þetta þýðir að lægra hlutfall af framleiðslunni fer til útflutnings en áður og við það ætti meðalskila- verðið til bænda að hækka. Að vísu erum við að vonast til að verð á kjöti sem flutt er út nálgist innan- landsverðið vegna þess að lægri útflutningsskylda þýðir að við þurfum ekki að sinna nema bestu mörkuðum.“ Aukin framleiðsla ef verðið hækkar - En eruð þið ekkert hræddir um útflutningsmarkaði? „Jú, við erum að nálgast þau mörk að geta ekki sinnt góðum mörkuðum. Bandaríkjamarkaður biður til dæmis um meira kjöt og því eigum við erfiðara með að sinna með þessa útflutnings- skyldu.“ - Hvað er hægt að gera til að halda í þá markaði? „Hækka verðið til bænda. Þá eykst framleiðslan. Eins og er hvetjum við bændur til að tempra Markaðsráð leggur til að dregið verði úr útflutningsskyldu lambakjöts Tíska í kaffidrykkjum eykur mjólkursölu Aðalfundur LK Innflutningur á erfða- efni og uppkaup jarða mikið rædd Aðalfundur Landssambands kúabænda var haldinn á Hótel Íslandi 6. og 7. apríl síðastlið- inn. Þórólfur Sveinsson, for- maður LK, setti fundinn og kom víða við. Þá tóku til máls Haraldur Benediktsson, for- maður Bændasamtakanna og Guðni Ágústsson, land- búnaðarráðherra. Í almennum umræðum á fyrri degi aðalfundarins var mikið rætt um uppkaup jarða og einn fundarmanna ávarpaði fundinn með m.a. þessum orðum: Ágætu leiguliðar. Stefán Magnússon, frá Fagraskógi, Pétur Diðriks- son, frá Helgavatni og Þorsteinn Rútsson frá Þverá, ræddu allir mikið um uppkaup jarða og bar saman um að ófært væri að fjár- festar væru að kaupa upp hálfu og heilu sveitirnar vegna lax- veiðiréttinda og leggja búskap af á jörðum. Þeir töldu að skylda ætti þessa menn til að leigja jarðirnar fólki sem vildi búa. Þórólfur Sveinsson, Haraldur Benediktsson og Guðni Ágústs- son ræddu þetta mál líka. Guðni benti á að heiminn skorti mat og svo gæti farið að við þyrftum allt nýtanlegt land til búskapar til að framleiða landbúnaðar- afurðir. Þá er greinilegt að innflutn- ingur á erfðaefni til kynbóta í kúabúskap er aftur kominn á dagskrá. Guðni Ágústsson, land- búnaðarráðherra, sagði í ræðu sinni að hann væri mjög hugsi í þessu máli. Þórólfur Sveinsson sagði atkvæðagreiðsluna um málið 2001 hafa verið mikil- væga fyrir LK. ,,Við þorðum að spyrja grasrótina og fórum að fyrirmælum hennar“. Nokkrir ræðumenn voru þess mjög fýs- andi að taka málið upp á nýtt. Sjá nánar á bls. 30 Rannsóknasjóður Vegagerðarinnar styrkir lagfæringu ófiskgengra ræsa Framhald á bls. 16

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.