Bændablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 23
23Þriðjudagur 11. apríl 2006
Kynntu flér starfsmenntanám vi› LBHÍ,
fla› gæti henta› flér. www.lbhi.is
Hvanneyri • 311 Borgarnes • s. 433 5000 • www.lbhi.is
Landbúna›arháskóli Íslands
Starfsmenntanám vi› LBHÍ – lífsstíll fyrir flig?
Búfræ›i *
Gar›yrkja
• Blómaskreytingar
• Gar›yrkjuframlei›sla *
• Skógur og umhverfi *
• Skrú›gar›yrkja
* fiessar brautir bjó›ast einnig í fjarnámi
Gar›yrkjufræ›ingur - Búfræ›ingur
Skúli Alexandersson, fyrrverandi
alþingismaður og ritari Sjó-
minjasafns Hellissands, hefur
sótt um leyfi til Snæfellsbæjar til
að byggja nýtt 141,2 fermetra
hús við gamla safnhúsið. Safnið á
tvo áttæringa, Blika, sem er elsti
bátur hér á landi sem veiddur
hefur verið fiskur á, byggður
1826 og Ólaf Skagfjörð.
Skúli sagði að nú stæðu yfir þó-
nokkuð miklar breytingar í sjó-
minjasafninu. Meðal annars er ver-
ið að laga snyrtingar og gera þær
aðgengilegar fyrir fatlaða. Einnig
er verið að bæta aðstöðu safnvarð-
ar.
Safnið stendur á mjög góðum
stað á Hellissandi og blasir við
vegfarendum. Skúli segir að senni-
lega sé þetta mest sótta safn á Vest-
urlandi. Hann segir að til sé skýr-
ing að hluta á því hve vel safnið er
sótt en hún er sú að stór hluti þess
er utandyra í garðinum og hann er
opinn allan sólarhringinn allt árið.
,,Það eru ekki margir dagar, þeg-
ar veður er sæmilegt, að ekki komi
margt fólk í garðinn,“ sagði Skúli.
Safnið er sjálfseignarstofnun
sem er rekin með styrkjum frá Snæ-
fellsbæ og svolítill styrkur er veittur
til safnsins á fjárlögum. Skúli segir
að síðan sé leitað eftir frekari
styrkjum hingað og þangað og þá
ekki síst nú þegar á að fara að
byggja við safnið. Hann segir safn-
ið eiga marga velunnara. Leyfi til
að byggja við safnhúsið hefur þegar
fengist frá skipulags- og byggingar-
nefnd Snæfellsbæjar og stendur til
að húsið verði tilbúið í ár.
Sjóminjasafnið á Hellissandi
Ætla að byggja nýtt hús
yfir elsta áttæring landsins
Unnið við endurbætur á Sjóminjasafninu í Sjómannagarðinum á Hellis-
sandi. F.v. eru: Ómar Lúðvíksson smiður og Lúðvík Smárason smiður og
Skúli Alexandersson sem hefur umsjón með verkinu f.h. safnstjórnar. Í
undirbúningi er bygging á skemmu þar sem áttæringarnir áraskip safns-
ins Bliki og Ólafur verða geymdir og til sýnis. Formaður safnsstjórnar er
Halldór Kristinsson.