Bændablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 15
15Þriðjudagur 11. apríl 2006 Hann er svo léttur að það má ekki einu sinni kalla hann rjóma. Frábær með heitum réttum, í salöt og ídýfur. Sýrður léttur er notaður eins og sýrður rjómi. 5% Sýrður léttur NÝJUNG! 5% aðeins Í síðasta Bændablaði var, í við- tali við Jóhann Ársælsson al- þingismann, sagt að riðulaus svæði á Íslandi væru fjögur. Þar gleymdist að geta um eystri hluta A-Barðastrandarsýslu en það hólf er laust við alla sauð- fjárveiki og er sama hólfið og Strandasýslan. Þar er um að ræða gamla Reykhólahreppinn og Geiradalshreppinn. Stranda- megin nær hólfið úr Steingríms- firði og suður í Bitru. Þórður Jónsson, bóndi í Árbæ í A-Barðastrandarsýslu, þakkar það góðum girðingum sem hefur verið haldið vel við að tekist hefur að verja svæðið fyrir sauðfjárveiki. Samt segir hann að riðuveikin hafi stungið sér niður á ólíklegustu stöðum án þess að menn hafi getað áttað sig hvers vegna hún hafi komið á þennan eða hinn bæinn. Hann nefnir sem dæmi um þetta að riða kom upp í Fagradal á Skarðs- strönd og það er eini bærinn sem riða hefur stungið sér niður í því hólfi. Oft hefur verið leitað eftir fé úr hólfi þeirra í A-Barðastrandarsýslu af þeim sem skorið hefur verið niður hjá vegna veikinnar. Þórður segir að þegar skorið var niður á Austfjörðum milli Jökulsár á Dal og Jökulsár á Fljótsdal hafi mikið verið selt af fé til þess svæðis þeg- ar bændur þar máttu aftur taka sér sauðfé. Hann segir að hin síðari ár hafi það fyrst og fremst verið hrút- ar sem seldir hafa verið burt því ekki má kaupa fé nema úr ósýktum hólfum. Hann segist selja nokkra hrúta á hverju ári en ekki gimbrar núorðið. Strandamenn selja mun meira af líffé en þeir í A-Barða- strandarsýslu enda mjög langt komnir í sauðfjárræktinni. A-Barðastrandar- sýsla eitt af riðu- lausu svæðunum      !"#! $#%&'()*) + ,$!-

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.