Bændablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 32
32 Þriðjudagur 11. apríl 2006
Hverjar eru helstu nýjungarnar í
nýju reglugerðinni?
„Helstu breytingar eru að tekin eru
af öll tvímæli um að sömu kröfur
eru gerðar til aðbúnaðar og með-
ferðar á öllum hrossum, hvort
heldur sem þau eru haldin í at-
vinnuskyni eða til nota í frístund-
um og hvort sem þau eru haldin í
þéttbýli, á lögbýlum eða annars-
staðar til sveita. Landbúnaðar-
stofnun er nú landbúnaðarráðherra
til ráðuneytis við yfirstjórn þeirra
mála sem reglugerðin tekur til.
Skerpt er á skyldum dýralæknis
hrossasjúkdóma varðandi rann-
sóknir og fræðslu um sjúkdóma,
forvarnir og aðra þætti er varða
velferð hrossa. Héraðsdýralæknar
og búfjáreftirlitsmenn hafa, eins
og áður, eftirlit með því að ákvæð-
um reglugerðarinnar sé fylgt. Auk
þessa er bent á skyldur almennings
við að tilkynna hvers konar illa
meðferð á hrossum sem fólk kann
að verða vart við“, sagði Sigríður.
Holdastigun mikilvæg
Sigríður segir að mörg nýmæli séu
í reglugerðinni. „Ein mikilvægasta
breytingin á reglugerðinni felst í
notkun á holdastigunarskala fyrir
hross, og fylgir skalinn í viðauka I
við reglugerðina. Hross sem ekki
ná reiðhestaholdum skulu njóta
hvíldar og/eða sérstakrar umhirðu.
Kveðið er á um að hross hafi að-
gang að beit í a.m.k. tvo mánuði
samfellt á meðan möguleiki er á að
ná í græn grös, eða frá 1. maí til 1.
október. Samkvæmt reglugerðinni
er óheimilt að gefa hrossum á gólf
í stíum nema það sé þurrt og hreint
og sömuleiðis er óheimilt að fóðra
hross á útigangi ofan í blautt svað.
Skerpt er á kröfum um að hrossum
á húsi sé gefið tvisvar á sólarhring
og skulu ekki líða meira en 14 tím-
ar á milli gjafa. Sama viðmið ber
að hafa varðandi hross á beit sem
rekin eru í sveltihólf hluta úr sólar-
hringnum. Eigandi eða umráða-
maður skal fylgjast með holdafari
og heilbrigði hrossa í hans
eigu/umsjá og leita lækninga ef
með þarf. Vakin er athygli á skrán-
ingarskyldu á sjúkdómum og með-
höndlun þeirra og ábyrgð dýraeig-
enda og dýralækna í því sambandi.
Kveðið er á um skyldur eigenda til
að verja hrossin ormasmiti og
hirða hófa og tennur og á það jafnt
við um stóðhross sem reiðhross“
Í reglugerðinni kemur fram að
eingöngu má nota heilbrigð hross
til reiðar, rekstrar, burðar eða drátt-
ar og þau skulu alla jafna járnuð,
a.m.k. ef hætta er á að hófar slitni.
Daglegt eftirlit með stóðhestagirð-
ingum
Nýmæli í reglugerðinni er krafa
um að eigendur eða umráðamenn
stóðhesta hafi daglegt eftirlit með
stóðhestagirðingum og beri með
því ábyrgð á að hross sem verða
fyrir áreiti eða slysum séu tekin frá
og eigendum þeirra gert viðvart.
Eigendur skulu þá sjá til þess að
slösuð hross fái þá meðferð sem
nauðsynleg er. Til að tryggja að
þeir sem reka atvinnustarfssemi
tengda hrossahaldi hafi fullt yfirlit
yfir notkun einstakra hrossa, og til
að auðvelda eftirlit með slíkri
starfsemi, er nú gerð krafa um að
þeir haldi dagbók um notkun og
umhirðu hrossanna.
Innréttingar verða að vera í lagi
Kröfur um gerð innréttinga í hest-
húsum hafa verið hertar nokkuð í
nýju reglugerðinni til að fyrir-
byggja slys á hestum á húsi og til
að koma til móts við félagslegar
þarfir þeirra. Ekki er leyfilegt að
halda hross í lokuðum stíum þann-
ig að þau sjái ekki önnur hross og
helst skulu þau geta komist í snert-
ingu við önnur hross á húsi. Sömu-
leiðis er óheimilt að halda hross
ein á húsi. Stíur skulu vera svo
stórar að hestur/hestar geti auð-
veldlega legið og snúið sér innan
þeirra. Gerð er krafa um aukið
rými í stíum fyrir hross á húsi frá
því sem áður var, eða fjóra fer-
metra á hvert hross fjögurra vetra
eða eldri en þrjá fermetra fyrir fol-
öld og tryppi yngri en fjögurra
vetra. „Krafan tekur til hesthúsa
sem eru byggð eða endurinnréttuð
eftir að reglugerð þessi tekur gildi.
Eldri hesthús eða hesthús sem hlot-
ið hafa samþykki byggingaryfir-
valda fyrir gildistöku reglugerðar-
innar geta áfram miðað við núver-
andi kröfur skv. reglugerð nr.
132/1999. Hér er um lágmarks-
stærðir að ræða en æskilegt er að
stíur þar sem hross eru haldin mán-
uðum saman séu enn stærri“, sagði
Sigríður aðspurð um reglur um
innréttingar í hesthúsum. Þá má
geta þess að í reglugerðinni er nú
kveðið á um að básar skuli einung-
is notaðir tímabundið fyrir hvert
hross. Hér er átt við að hross geti
verið á bás hluta tamningatímabils,
1 - 3 mánuði að hámarki. Þetta
þýðir að breyta þarf hesthúsum
sem nú eru innréttuð eingöngu eða
mestmegnis með básum, þar sem
hross eru haldin vetrarlangt.
100 fermetra gerði
„Nú eru einnig ítrekaðar kröfur
um að hross á húsi fái daglega
hreyfingu eða útivist samtals í
a.m.k. klukkustund á degi hverj-
um. Þess skal þó að sjálfsögðu
gætt að sveitt hross hými ekki úti í
kulda. Með þessu er ætlunin að
vega upp á móti þeirri miklu inni-
stöðu sem tíðkast á hrossum nú í
seinni tíð. Sérstaklega þarf að
tryggja ungviði á húsi næga hreyf-
ingu og hafa ber í huga að hér er
kveðið á um lágmarks úti-
veru/hreyfingu, æskilegt er að hún
sé miklu meiri“, sagði Sigríður. Í
reglugerðinni er gerð krafa um að
lágmarksstærð gerða við hesthús
sé 100 fermetrar. Þess skal gætt að
ekki skapist hætta á að hross slasi
hvert annað í gerðum. Gerði mega
ekki vera úr gaddavír eða raf-
magnsvír sem tengdur er 220 volta
rafmagni, vegna slysahættu. Forð-
ast skal að nota ristarhlið þar sem
hætta er á að hross ryðjist yfir. Þá
er í reglugerðinni lögð áhersla á
að náttúruleg skjól séu fyrir hendi
í hrossahögum, en að öðrum kosti
þarf að koma upp manngerðu
hagaskjóli þar sem hross eru hald-
in frá 1. október til 1. júní. Þetta er
mun lengra tímabil en áður var
krafist enda hefur reynslan sýnt að
hross leita helst í skjól í hrakviðri
að vori og hausti. Skjólin þurfa að
vera svo stór að öll hjörðin fái not-
ið gagns af þeim og veita skjól úr
öllum áttum.
Fræðsla mikilvæg
Í reglugerðinni er skerpt á skyld-
um dýralæknis hrossasjúkdóma
varðandi rannsóknir og fræðslu
um sjúkdóma, forvarnir og aðra
þætti er varða velferð hrossa.
Hvernig ætlar hún að ná því fram
og vinna þá vinnu?
„Ég hef reynt eftir fremsta
megni að koma á eða aðstoða við
rannsóknaverkefni sem fjalla um
líffræði íslenska hestsins í breiðum
skilningi þó svo peninga- og að-
stöðuleysi hafi sett rannsóknastarf-
seminni miklar skorður. Vísinda-
leg þekking er undirstaða framfara
á sviði hrossaræktar og því þarf
stöðugt að bæta í þekkingarbrunn-
inn. Nokkur ný rannsóknaverkefni
eru í farvatninu, t.d. á sviði frjó-
semi og vonandi gefst tækifæri til
frekari rannsókna á spatti í ís-
lenska hrossastofninum. Einnig
eru bundnar vonir við að rafræn
sjúkdómaskráning opni möguleika
á rannsóknum á orsökum sjúk-
dóma með faraldsfræðilegum að-
ferðum. Margt má líka læra af
rannsóknum á öðrum hrossakynj-
um og það er auðvitað ekki nauð-
synlegt að endurtaka allar rann-
sóknir hér þó við séum með annað
hrossakyn. Ég tel einnig mikilvægt
að halda til haga reynslu kynslóð-
anna og þeirri þekkingu sem aflað
hefur verið í gegnum tíðina.
Þekking er einskis virði nema
hún komist til skila til þeirra sem
halda hross og nota. Fræðsla er því
afar mikilvæg, ekki síst þar sem
nýtt fólk bætist í hóp þeirra sem
stunda hestamennsku. Ég tel jafn-
Ný reglugerð um aðbúnað, umhirðu og heilbrigð-
iseftirlit hrossa hefur nýlega tekið gildi og fékk
Bændablaðið Sigríði Björnsdóttur, dýralækni
hrossasjúkdóma, til að svara nokkrum spurning-
um varðandi nýju reglugerðina en þar er marga
athyglisverða punkta að finna, sem hestamenn
ættu að kynna sér vel.
Hægt er að nálgast reglugerðina í heild sinni á
www.reglugerd.is og er hún númer 160/2006.
Atli Már Ingólfsson, lögfræðingur í Landbúnað-
arráðuneytinu fór fyrir nefnd sem skipuð var til
að endurskoða reglugerðina sem að auki var
skipuð Sigríði Björnsdóttur, Guðlaugi Antons-
syni, hrossaræktarráðunauti og Hermanni
Sveinbjörnssyni frá Umhverfisráðuneytinu.
Mörg nýmæli í nýrri reglugerð
um aðbúnað, umhirðu og heil-
brigðiseftirlit hrossa
- segir Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma
Sigríður holdastigar stóðið sitt í hretinu nú á dögunum. Glaðningur frá Kálfsstöðum, foli á 3ja vetri, er í góðum
holdum (3,5). /Bændablaðið Magnús Hlynur.