Bændablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 12
12 Þriðjudagur 11. apríl 2006 Svipmyndir frá sýningunni Matur 2006 Að sumarlagi nýr geisladiskur Bjarna Guðmundssonar á Hvanneyri Væntanlegur er geisladiskur með lögum eftir Bjarna Guð- mundsson á Hvanneyri. Bjarni hefur starfað við kennslu og landbúnaðarrann- sóknir um árabil en hefur í frístundum sínum fengist við ýmsar tegundir alþýðutónlist- ar, þar með talið lagasmíð. Geisladiskurinn heitir Að sumarlagi enda eru lögin, sem öll eru í léttari kantinum, við ljóð er tengjast sumri, sól, sveit og bústörfum. Ljóðin fjalla um sólstafi, vorið, salat, heyannir, rigningu, harðfisk, bygg og hafra, hrúta, Jón Hreggviðsson og ýmislegt fleira. Flest eru ljóðin eftir önfirska skáldbóndann Guðmund Inga Kristjánsson frá Kirkjubóli í Bjarnadal eða tíu stykki. , Þar eru einnig ljóð eftir Guðmund Böðvarsson á Kirkjubóli í Hvít- ársíðu, Jóhannes úr Kötlum, Trausta Eyjólfsson á Hvann- eyri, auk eins frumsamins ljóðs. Bjarni flytur flest lögin sjálfur en Þórunn Pétursdóttir, sem raunar er héraðsfulltrúi Land- græðslunnar á Vesturlandi, syngur tvö laganna. Vilhjálmur Guðjónsson útsetti öll lögin á diskinum ásamt höfundi og annaðist hljóðritun og mest af hljóðfæraleiknum auk Bjarna og fleiri. Tilefni útgáfu laganna á geisladiski er eiginlega afmæl- ishvatning frá nágrönnum fyrir nokkrum árum, en lögin hafa orðið til á síðustu tveimur ára- tugum eða svo. Gert er ráð fyrir að geisladiskurinn komi út 20. apríl nk. Hann verður fyrst og fremst til sölu hjá höfundinum, að Túngötu 5 á Hvanneyri, sím- inn er 437 0068 og netfangið laekjartun@vesturland.is þar sem tekið er við pöntunum. Sýningin Matur 2006 var haldin í Kópavogi fyrir skömmu. Alls kynntu á fjórða hundrað fyrirtæki spennandi heim íslenskrar matargerðarlistar. Þúsundir komu á sýninguna og gæddu sér á því góðgæti sem var á boðstólum. Bændablaðið mætti á svæðið og myndaði nokkra þeirra sem bjuggu til matinn og gáfu fólki að smakka.     

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.