Bændablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 14
14 Þriðjudagur 11. apríl 2006 Í tengslum við sýninguna Mat- ur 2006 fór fram fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðar- manna. Keppnin fer þannig fram að kjötiðnaðarmenn senda inn vörur með nafnleynd í keppnina en dómarahópur dæmir vörurnar eftir faglegum gæðum hennar. Allar vörur byrja með fullt hús stiga eða 50 stig en svo fækkar þeim fyrir hvern galla sem finnst í eða á þeim. Varan er dæmd eftir fjölmörgum þáttum, eins og innra og ytra útliti, bragði og handbragði svo að eitthvað sé nefnt. Í keppnina í ár bárust 123 vörur frá 23 kjötiðnaðar- mönnum. Kjötmeistari Íslands Titilinn Kjötmeistari Íslands hlýtur sá kjötiðnaðarmaður sem fær flest stig samanlagt úr sex stigahæstu vörum sínum, en heimilt er að senda 10 vörur til keppni. Þann titil hlaut Helgi Jó- hannsson frá Kjarnafæði og fengu vörur hans 287 stig af 300 stigum mögulegum sem er frá- bær árangur. Athyglisverðasta nýjungin Athyglisverðasta nýjung keppn- innar var Saltkjöt og baunir frá Anton S. Hartmannssyni hjá KRÁS ehf. Sigurvaran í ár var einstök útgáfa á einum þjóðleg- asta rétti okkar íslendingar sem í þessari útfærslu veitur mögu- leika á mun fjölbreyttari notkun en áður hefur sést. Veðlaun búgreinafélaga Búgreinafélögin eru sam- starfsaðilar Meistarafélagsins og veita þau hvert um sig sérstök verðlaun. Landsamband kúabænda veitir verðlaun fyrir besta áleggið úr nautakjöti og varð Sigurður Árni Geirsson frá Sláturfélagi Suður- lands hlutskarpastur með „Tudda rudda“ nautakæfu. Landssamtök sauðfjárbænda veita þeim kjötiðnaðarmanni verðlaun sem flest stig hlýtur fyr- ir innsendar vörur úr lambakjöti. Sigurvegari í ár var G. Þorri Helgason hjá Fjallalambi Kópa- skeri. Félag kjúklingabænda veitir sérstök verðlaun fyrir bestu vör- una unna úr alifuglakjöti og var Gísli Stefánsson frá Sólfugli ehf. hlutskarpastur með „Hunangs- gljáða kalkúnabringu“. Svínaræktarfélag Íslands veitti verðlaun fyrir bestu vöruna unna úr svínakjöti og sigraði Stefán E. Jónsson frá Kjarnafæði með „Pepperoni „. Kjötfarmleiðendur hf. verð- launuðu fyrir bestu vöruna unna úr hrossa- eða folaldakjöti og bar Jón Þorsteinsson frá Sláturfélagi Suðurlands sigur úr býtum með „Eldhúspylsu“. Sérverðlaun Danól/India veitti verðlaun fyrir bestu kæfuna eða paté og sigraði Jón Þorsteinsson frá Sláturfélagi Suðurlands með „Bakaða lifra- kæfu með sólberjahlaupi“ ÍSAM og kryddfyrirtækið AVO veittu verðlaun fyrir bestu hjáverkuðu vöruna og varð Stef- án E. Jónsson frá Kjarnafæði hlutskarpastur með „Pepperoni“. Það er mál manna að fag- keppnin hafi sýnt það og sannað að íslenskur kjötiðnaður er í stöðugri þróun og sú færni sem býr hjá íslenskum kjötiðnaðar- mönnum er fyllilega sambæri- legt við það besta sem gerist er- lendis. Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna Á myndinni til vinstri eru þeir Valdimar Valdimarsson og Helgi Jóhannsson. Á myndinni t.h. er dómnefnd að störfum. Valdimar Valdimarsson er stjórnarformarður hjá Valdimar Gíslasyni Íspakk en fyrirtæki hans veitti kjötmeistaranum vegleg verðlaun. Valdimar var einnig heiðraður af Meist- arafélagi kjötiðnaðarmanna fyrir störf sín í þágu kjötiðnaðar á Íslandi. Valgerður Sverrisdóttir ráðherra óskar nýkrýndum kjötmeistara til lukku með árangurinn. Á fundi skólamálanefndar Sambands íslenskra sveitarfé- laga 14. mars sl. var tekið fyrir mál sem er bæði viðkvæmt og erfitt úrlausnar. Bréf hafði borist frá fámennum skóla á landsbyggðinni til þróunar- og skólafulltrúa þar sem lýst er ástandi sem skapast hefur sums staðar í fámennum landsbyggðarskólum vegna aukinna umsókna félagsmála- yfirvalda um vistun fyrir börn með ýmsar þroska-, atferlis- og geðraskanir og jafnvel í vímuefnavanda. Spurt er í bréfinu hver sé réttur sveitar- félaga til að neita viðtöku og réttur lögheimilissveitarfélags til að greiða einungis viðmið- unargjald þrátt fyrir að kostn- aður við slíka nemendur sé í flestum tilfellum mun meiri. Send í héraðsskólana áður fyrr Svandís Ingimundardóttir, þró- unar- og skólafulltrúi sambands- ins, sagðist ekki telja að það væri í vaxandi mæli sem börn með þroska-, atferlis- og geð- raskanir væru send út á land. Áður fyrr meðan héraðsskólarnir voru við lýði voru börn, sem svona háttaði til um, gjarnan send þangað. Öll þekkjum við hvað sveitadvölin átti að gera borgarbörnunum gott óháð öll- um öðrum aðstæðum þeirra. ,,Sums staðar á landinu þykir skólastjórnendum fámennra skóla þetta orðið það mikið vandamál að það sé farið að há kennslu og komi niður á þeim börnum sem fyrir eru. Mörg að- komubarnanna þurfi séraðstoð og þegar senda þarf barn í annað sveitarfélag eru gerðir samning- ar milli sveitarfélaganna. Það virðist hins vegar sem að þetta kerfi sé ekki það þétt riðið að það haldi alltaf. Það er lögheim- ilissveitarfélagið sem á að greiða fyrir þá sérþjónustu sem barnið þarf á að halda og gerir um það samning við viðtöku- sveitarfélagið áður en barnið flyst á milli. Það er verkefni skólanefndar lögheimilissveitar- félags barnsins að tryggja því skólavist hvar sem það býr og það er einmitt um það sem þarf að semja hverju sinni, áður en ákvörðun um flutning er tekin. Oft er það að krakkarnir koma í skólana á miðjum vetri og þá er í flestum tilfellum lítið hægt að gera ef sérþarfaþjónusta er ekki fyrir hendi í skólanum,“ segir Svandís. Tvær hliðar Hún tekur fram að á þessu máli séu tvær hliðar eins og á flestum málum. Í viðtökusveitarfélögun- um eru fjölskyldur sem hafa fengið leyfi hjá barnaverndar- stofu til að taka til sín börn í fóstur. Margar fjölskyldur hafa þetta sem aðalstarf í sveitarfé- lögum þar sem litlir sem engir atvinnumöguleikar eru aðrir. Þá skiptir þetta orðið miklu máli í sveitarfélaginu, þ.e. viðkomandi fjölskyldur gætu að öðrum kosti þurft að flytja burt í atvinnuleit. Þetta er langt í frá einfalt mál og því full ástæða til þess skýra betur vinnuferlið og ábyrgð að- ila í málum sem þessum. Svandís segir að sveitarfélög geti að sjálfsögðu hafnað því að taka til sín börn, m.a. á þeirri forsendu að ekki sé hægt að sinna sérþörfum þeirra. Það sé grundvallaratriði að börnin fái þá þjónustu sem þeim ber lögum samkvæmt. Hins vegar er það meginregla í samskiptum sveit- arfélaga að verða við slíkri bón ef unnt er því slík beiðni um að- stoð á sér iðulega ríkar ástæður. Hún segir að inni á vef Sam- bands íslenskra sveitarfélaga sé að finna viðmiðunarreglur vegna grunnskólabarna sem eru í skóla utan lögheimilissveitarfélags. Þar er í 7. grein tilgreint almennt viðmiðunargjald og í 4. grein segir að semja skuli um allan viðbótarkostnað „...sérstaklega um leið og gengið er frá sam- komulagi um skólagöngu nem- anda milli lögheimilissveitarfé- lags og viðtökusveitarfélags...“ Börn með þroska-, atferlis- og geðrask- anir í vaxandi mæli send í sveitaskóla - Viðkvæmt mál sem getur verið erfitt úrlausnar, segir Svandís Ingimundardóttir, þróunar- og skólafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga U t a n k j ö r f u n d a r a t k v æ ð a - greiðsla vegna sveitarstjórnar- kosninga 27. maí nk. fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis og aðalræðisskrifstof- um Íslands í New York og Winnipeg og hefst mánudag- inn 3. apríl 2006. Einnig er unnt að kjósa utan kjör- fundar hjá kjörræðismönn- um Íslands erlendis. Æskilegt er að væntanlegir kjósendur hafi samband við ræð- ismenn áður en þeir koma til að kjósa. Gert er ráð fyrir að kjós- endur kynni sér sjálfir hverjir eru í framboði og hvaða lista- bókstafir eru notaðir í viðkom- andi sveitarfélagi. Hagnýtar upplýsingar um kosningarnar má finna á vefsetrinu: www.kosn- ingar.is Athygli kjósenda er enn- fremur vakin á því, að þeim ber sjálfum að póstleggja at- kvæði sín eða koma þeim á ann- an hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla Leiðsögutækni og ár Haldið í samstarfi við Veiðimálastofnun. Umsjón og kennsla: Sigurður Már Einarsson og Guðni Guðbergsson fiskifræðingar hjá Veiðimálastofnun. Tími: Fim. 4. maí, kl. 11:00-18:00 og fös. 5. maí, kl. 8:00-16:00 á Hvanneyri. Verð: 25.900 kr. Bændablaðið kemur næst út: þriðjudaginn 2. maí

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.