Bændablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 20
20 Þriðjudagur 11. apríl 2006 Kornsáning í kulda og þurrki Í fyrravor var tíðarfar ekki blítt, eins og menn muna. Um sáðtíð lagðist veður í þurra- kulda, oft með frosti, og hélst svo í sex vik- ur. Þegar kom fram á sumar sást að sáning hafði víða tekist miður en skyldi. Yfirborð akra hafði þá þornað úr hófi við sáninguna og kornið hafði ekki fengið tilhlýðilegan raka. Hvort tveggja sást, að kornið hafði byrjað að spíra en visnað áður en frærótin komst niður í jarðrakann og eins hitt, að það hafði legið lengi óspírað og ekki komið upp fyrr en fór að væta um miðjan júní. Þannig urðu sumir akrar ófrævir. Þegar svo viðrar getur verklag við sán- ingu ráðið öllu um það, hvernig til tekst. Á sáðtíð er alltaf nægur raki niðri í moldinni og menn geta hugsað sér að þeir séu að sá ofan á vatnstank. Ef allt er með felldu, sog- ast vatnið upp að yfirborðinu um örfínar hol- ur í moldinni með svonefndum hárpípukrafti jafnóðum og rakinn gufar upp af moldinni. Uppgufun af gróðurlausu moldaryfirborði er annars alltaf lítil miðað við uppgufun af grónu landi. Í þurrkatíð er hættan mest á því að jarð- vinnsla og sáning rjúfi hárpíputengingar milli yfirborðs og vatnsgeymslu jarðvegsins. Setjum svo að akur hafi verið plægður að hausti og á sé skarpur þurrkur. Meðan flagið er látið óhreyft þorna ekki nema efstu tveir sentimetrarnir eða svo. En um leið og mold- in er losuð með herfi byrjar uppgufun úr þykku lagi þar undir. Í þurrkatíð verður því að geyma fín- vinnslu á flaginu þar til rétt fyrir sáningu, fella svo sáðkornið niður í raka moldina og valta strax. Nái menn að valta meðan moldin er enn rök, er góð von til þess að á komist aftur hárpípusamband milli yfirborðs og vatnsgeymisins undir. Ef kornið nær svo að spíra, sendir það frærótina beint niður og þá er því borgið þótt ekki rigni, að minnsta kosti næstu vikurnar. Hverju á að sá og hvar? Í 1. töflu eru talin upp þau byggyrki, sem fáanleg verða í vor. Í töflunni er reynt að sýna á einfaldan hátt, hvar hvert þeirra á heima. Reynslan sýnir nefnilega, að kornið bregst við landshlutamun á svipaðan hátt og það bregst við mun á jarðvegsgerð. Ef miðað er við vaxtarskilyrði fyrir korn, þá eru mörk milli Suður- og Norðurlands um Skarðsheiði vestanlands og líklega um Al- mannaskarð eystra. Meginhluti Borgarfjarð- arhéraðs og Fljótsdalshérað allt eru þannig á Norðurlandi frá sjónarhóli kornsins. Ofan frá talið í töflunni eru þau byggyrki, sem best eiga heima norðanlands og líka á þungri jörð, til dæmis framræstri mýri. Þegar komið er niður um miðja töflu, er komið að þeim yrkjum, sem eiga heima á sendnu landi nyrðra eða þungu landi syðra. Neðst eru þau yrki, sem standa sig best á léttu landi sunn- anlands. Svo að dæmi sé tekið er Arve bestur á mýrlendi nyrðra; á sand þar má nota Olsok eða Kríu, en Filippa, Saana og Rekyl eiga ekkert erindi norður yfir heiðar. Syðra henta Arve og Tiril alls ekki og Lavrans og Olsok bara í uppsveitum. Í lágsveitum syðra hentar Skegla á þyngstu mýrar, en Saana og Rekyl á sand. Skúmur I er þarna eiginlega undantekn- ing; hann getur gengið í öllum landshlutum, en þarf að vera á þungri jörð. Á sandi hleyp- ur hann í bráðan þroska og kornið verður rusl. JH/LbhÍ 1. tafla. Byggyrkjum raðað eftir viðbrögðum þeirra við náttúrufari og jarðvegsgerð. Tölur um hæð, skriðdag og þurrefnishlut eru frá árunum 2000-2005; hæð og skriðdag- ur frá Korpu, en þurrefni af öllum tilraunastöðunum. Hæð Skrið Þurrefni undir í við skurð ax, sm júlí % Norður- Skúmur I 6r íslenskt 59 15. 60 Þyngst jörð land Arve 6r norskt 104 15. 64 (mýri) Tiril 6r norskt 99 17. 63 Lavrans 6r norskt 100 14. 61 Olsok 6r norskt 102 19. 64 Skegla 2r íslenskt 91 13. 62 Kría 2r íslenskt 82 16. 61 Ven 6r norskt 103 23. 58 Filippa 2r sænskt 89 21. 56 Suður- Saana 2r finnskt 85 24. 55 (sandur) land Rekyl 2r sænskt 85 22. 55 Léttust jörð Kornsáningin í vor Bændasamtök Íslands hafa látið gera úttekt á framleiðslukostnaði lambakjöts hjá bændum. Til sam- anburðar voru valin nálæg lönd þar sem sauðfjárrækt og/eða stærð sauðfjárbúa er töluverð að um- fangi, þ.e. Noregur og Bretland. Samanburðurinn byggir á niður- stöðum úr uppgjöri búreikninga frá Hagþjónustu landbúnaðarins fyrir Ísland, Norsk Institutt for Landbruksøkonomisk Forskning fyrir Noreg og FADN hjá Eurostat fyrir Bretland. Tölur um fram- leiðslukostnað eru án launa- greiðslna til eiganda fyrir eigin vinnu við búið. Allar tölur eru reiknaðar yfir í íslenskar krónur samkvæmt meðalgengi Seðla- bankans. Mynd 1 sýnir annars vegar samsetningu framleiðslukostnaðar í íslenskum krónum á framleitt kg fyrir 2003, (nýrri gögn voru ekki til hjá Eurostat) og hins vegar tekjusamsetningu á framleitt kg. Niðurstaðan er sú að framleiðslu- kostnaður á kg hér á landi er ívið hærri en í Bretlandi. Munurinn virðist einkum liggja í hærri fjár- magnskostnaði hér á landi enda húsnæðisþörf önnur og einnig virðast íslenskir sauðfjárbændur kosta meiru til búvéla, þ.m.t. rekstrarkostnaðar þeirra. Fóður- kostnaður er hins vegar lægri hér á landi og má vafalaust telja ís- lensku úthagana og heiðarnar til forskots fyrir okkar sauðfjárrækt. Breskir sauðfjárbændur bæði kaupa umtalsvert meira fóður þó á móti komi lægri áburðarkostnað- ur. Framleiðslukostnaður í Noregi er hins vegar umtalsvert hærri eins og sjá má. Þó að af þessu megi álykta að íslenskir sauðfjárbændur standi áþekkt þeim bresku hvað sam- keppnisstöðu varðar þá verður að hafa í huga að afkoma þeirra sl. ár hefur verið með slakasta móti og kostnaði því verið haldið í lág- marki. Varðandi útflutning, t.d. á Evrópumarkað, verður einnig að hafa í huga hugsanlegan mun á slátrunarkostnaði og flutnings- kostnað vegna fjarlægðar frá markaði. Samt sem áður bendir niðurstaðan til þess að íslenskir sauðfjárbændur séu samkeppnis- færir á Evrópumarkaði fyrir dilka- kjöt. Þegar litið er á tekjuhliðina sést að íslenskir sauðfjárbændur hafa svipaðar eða ívið lægri tekjur á framleitt kg en kollegar þeirra í Bretlandi. Kemur það e.t.v. á óvart að afurðatekjurnar eru ívið lægri en opinber stuðningur held- ur hærri. Á þessum tíma gætti að nokkru leyti áhrifa kúariðu á verð á öðru kjöti, ekki síst lambakjöti, í Bretlandi. Norskir bændur hafa hins veg- ar umtalsvert hærri tekjur á kg sem að langmestu leyti liggur í meiri stuðningi. Þarna kemur auk stuðnings við sauðfjárrækt, til ýmis annar stuðningur við búsetu og umhverfismál sem greiðist til bænda. Má þar nefna afleysinga- styrki, ræktunarstyrki o.s.frv. Á mynd 2 er sýnd þróun fram- leiðslukostnaðar á kg árin 1999 til 2004 (Bretland til 2003). Sveiflur í norsku kostnaðartölunum skýr- ast fyrst og fremst af sveiflum í gengi norsku krónunnar. Þróun framleiðslukostnaðar hefur verið svipuð á Íslandi og í Bretlandi á þessu tímabili. Svo virðist sem kostnaður við lambakjötsfram- leiðsluna hér á landi hafi fallið frá 2002. Rétt er að minna á að upp- hæðirnar hafa ekki verið leiðréttar fyrir verðbólgu. Ef það væri gert mundi myndin sýna samfellda lækkun framleiðslukostnaðar á Ís- landi frá árinu 2000 sem auðvitað undirstrikar jafnframt neikvæða þróun tekna. /DMK og EB (dmk@bondi.is, eb@bondi.is) 0 200 400 600 800 1000 1200 Ísland - kostnaður Ísland - tekjur Bretland - kostnaður Bretland - tekjur Noregur - kostnaður Noregur - tekjur kr /k g Niðurgreiðslur Sala á kjöti Afskriftir Vaxtagjöld Hálffastur kostnaður Breytilegur kostnaður 0 200 400 600 800 1000 1200 1999 2000 2001 2002 2003 2004 Ár kr /k g Bretland Ísland Noregur Mynd 1 Mynd 2 Þróun á heildakostnaði á undanförnum árum á Íslandi samanborið við í Noregi og Bretlandi. Samanburður á framleiðslukostnaði sauðfjárafurða milli landa Vantar bændur til að uppfræða grunn- skólanemendur Nú hefur 41 skóli gert samkomulag við Bændasamtök Íslands - og verkefnið Dagur með bónda - að fá heimsókn í fimm ár samfleytt, frá og með haustinu 2005 til vors 2010. ,,Við duttum svo sannarlega í lukkupottinn,“ segir Berglind Hilmarsdóttir verkefnastjóri „Dags með bónda“ og kúabóndi undir Eyjafjöllum. ,,Síðastliðin sjö ár höfum við nokkrir bændur heimsótt alveg frábæra skóla á höfuðborgarsvæðinu og á Norður- landi og nú vilja þessir sömu skól- ar fá okkur í fastar heimsóknir næstu fimm árin. Það þarf góða skipulagningu til að taka frá næst- um heilan skóladag hjá hverjum bekk fyrir eina heimsókn en það gera skólarnir okkar. „Dagur með bónda“ er líka alveg þess virði því þetta er svo lifandi og skemmtilegt verkefni,“ segir Berglind og hlær eins og henni er einni lagið. Vantar fleiri bændur Það er mikið að gerast hjá „Degi með bónda“ og á þessu skólaári verða yfir 2.000 börn heimsótt. Það er því talsvert um ferðalög hjá þeim fáu bændum, sem nú sinna heimsóknum. Berglind er á hött- unum eftir fleiri bændum og von- ast til að sem flestir svari auglýs- ingunni, sem birtist í þessu tölu- blaði.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.