Bændablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 44
44 Þriðjudagur 11. apríl 2006
Skil á búreikningum til Hagþjón-
ustu landbúnaðarins eru hluti af ár-
legri hagtölusöfnun í landbúnaði.
Búreikningarnir eru m.a. notaðir
við gerð samninga milli ríkis og
bænda, við gerð rekstraráætlana í
landbúnaði, við samanburð milli
búgreina, búrekstur í öðrum lönd-
um og fleira.
Viðmiðunin undanfarin ár hefur
verið sú að búreikningar berist
Hagþjónustu landbúnaðarins á
sama tíma og uppgjöri er skilað til
skattyfirvalda. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Ríkisskattstjóra er síð-
asti frestur á skattskilum einstak-
linga í rekstri 31. maí næstkom-
andi. Með hliðsjón af því er æski-
legt að búreikningar berist Hag-
þjónustu landbúnaðarins eigi síðar
en 10. júní.
Þegar senda á búreikning er val-
ið Verkfæri í valröndinni og síðan
Gagnaflutningar-dk-Búbót-Hag-
þjónusta landbúnaðarins.
Þegar þangað er komið er valið
bókhaldstímabil og hvernig gengið
er frá gögnunum. Það er annað-
hvort hægt að vista þau á tölvudisk
og senda í pósti eða senda þau sem
viðhengi í tölvupósti á netfangið
ingibj@hag.is eða hag@hag.is.
Mikilvægt er að slá inn viðbótar-
upplýsingar um búreksturinn sem
ekki koma fram í bókhaldinu.
Þessar upplýsingar eru rekstrar-
form bús, ársverk, túnstærð, stærð
grænfóðurs- og kornakra, aldur
bænda, lömb til nytja, greiðslu-
mark og heyuppskera í FE.
Ef ekki hefur verið gert skatt-
framtal í forritinu fyrir viðkomandi
er mikilvægt að fyllt sé út bls.
4.08r2 (bústofnsblaðið) í skatt-
framtali 4.08 en þar koma fram
upplýsingar um bústofn.
Við þennan gagnaflutning úr
dkBúbót birtir forritið á skjánum
samanlagðar niðurstöðutölur
nokkurra tekjulykla og því magni
og þeim fjölda sem tengjast þeim.
Til þess að hægt sé að senda reikn-
inginn áfram þarf að staðfesta
(haka við) að réttar upplýsingar sé
um að ræða. Ef laga þarf upplýs-
ingar um magn og/eða fjölda eða
ekki er búið að skrá þær inn er far-
ið í Uppflettingar - hreyfingar,
F5 Valmynd og velja Breyta til-
vísun á færslu og viðkomandi
upplýsingar settar inn.
Aðrir þættir sem búreikningur
þarf að uppfylla svo að hann sé
viðurkenndur í endanlegri úr-
vinnslu Hagþjónustu landbúnaðar-
ins:
1)Búreikningur þarf að vera fullfrá-
genginn, þ.e. efnahagur og rekst-
ur að stemma.
2)Stundum geta verið tiltölulega
háar upphæðir í sjóði (lykill
7850). Þetta þarf að meta í hverju
tilfelli fyrir sig og leiðrétta sjóð-
inn þegar svo ber undir, t.d. með
því að færa á einkareikning, hafi
einkaneysla ekki verið skráð sem
skyldi.
3)Bústofnskaup (lyklar 7320 og
7321) verða að vera búgreina-
tengdir.
4)Varðandi fyrirframkeyptan áburð
í árslok 2005 sem gjaldfærður
var á sama tíma er nauðsynlegt
að hann sé einnig bókfærður á
birgðabreytingu á lykil 2930 í
kredit (án vsk.) og á móti sem
birgðir í debet á lykil 7530. Fyrir
búreikninga sem færðir voru á
sama hátt í árslok 2004 er nauð-
synlegt að sá áburður sé bakfærð-
ur á lykil 2930 í debet og kredit á
birgðir 7530. Með því er tryggt
að sú fjárhæð sem eftir stendur á
lykli 2930 hafi einungis að
geyma fyrirframkeyptan áburð
sem keyptur var á bókhaldsárinu.
5)Búreikningur þarf að innihalda
magn og/eða fjölda þess, sem
framleitt er á búinu sem annað-
hvort er selt eða notað heima.
Einnig er æskilegt að fram komi
magn helstu aðfanga, svo sem
fóðurs (lyklar 3100-3260),
áburðar og sáðvara (lyklar 3310-
3390) og eldsneytis (lyklar 3510-
3520).
6)Undir liðnum „ársverk (mán.)“ á
að skrá þann fjölda mánaða, sem
starfað var í fullu starfi við búið.
Hér er átt við ábúendur sjálfa og
aðkeypt vinnuafl. Með þessu
móti er reynt að meta heildar-
vinnuna við búreksturinn og í
framhaldi af því launagreiðslu-
getuna á hvert ársverk á búinu.
7)Undir liðnum „Heyuppskera
FE“ skal skrá heyuppskeru í fóð-
ureiningum, skipt á milli rúllu-
heys, þurrheys og votheys.
Ef einhverjar spurningar vakna þá
vinsamlegast hafið samband við
Ingibjörgu Sigurðardóttur hjá
Hagþjónustu landbúnaðarins í
síma 433 7080.
Fyrirtækið Sturlaugur Jónsson
& Co. er á 81. aldurári og miklar
breytingar hafa orðið í rekstrin-
um á síðustu þremur árum. Í
ljósi þess að fjölbreytni í starf-
seminni var orðin svo mikil þótti
tilhlýðilegt að endurmeta útlit og
merki félagsins. Á sama tíma er
fyrirtækið að flytja í nýtt 2.000
fermetra húsnæði. Fram-
kvæmdastjóri er Atli Viðar
Jónsson.
Búið er að breyta merki fyrir-
tækisins, en gamla góða skipið er
ekki lengur einkennistákn þess.
Þótt þjónusta við sjávarútveginn sé
enn stór þáttur í starfseminni hefur
önnur starfsemi eflst það mikið á
undanförnum misserum að þörf
hefur skapast fyrir þessar breyting-
ar. Vöruúrval og þjónusta fyrirtæk-
isins er mun víðfeðmari en áður og
snýst nú í auknum mæli um sölu á
vinnuvélum, traktorum og öðrum
landbúnaðarvélum, lyfturum, raf-
stöðvum og þannig mætti áfram
telja. Nýtt merki fyrirtækisins
stendur því fyrir starfsemi fyrir-
tækisins bæði á landi og sjó.
Ítaliuferð í tilefni 80 ára afmælis
Á liðnu ári var félagið 80 ára og af
því tilefni var öllum þeim, sem
keyptu nýja Landini dráttarvél,
boðið í skemmti- og sýningarferð
til Ítalíu. Umrædd ferð var farin nú
í marsmánuði og tókst frábærlega.
Mikil gleði, margar vísur og alls
konar fróðleikur fylgdi með og var
það samdóma álit þeirra sem fóru
að vel hefði tekist til.
Aukin þjónusta og
nýtt þjónustuverkstæði
Eitt af markmiðum félagsins er
efla þjónustuna við viðskiptavini
félagsins og stórt skref var stigið í
að efla þjónustuna með ákvörðun
um að setja á stofn þjónustuverk-
stæði. Ráðnir hafa verið 3 afbragðs
menn með mikla reynslu af þjón-
ustu við vélar og tæki. Fyrstan ber
að nefna Georg Salvamoser, sem
er þýskur véltæknifræðingur sem
m.a. starfaði hjá þýska fyrirtækin
Bauer. Georg er viðhalds- og þjón-
ustustjóri fyrirtækisins. Þá eru í
liðinu þeir Jóhannes Berg, sem
vann m.a. á árum áður hjá Vélaveri
og síðast en ekki síst Ásgeir
Sveinsson, sem m.a. starfaði hjá
Heklu og síðan hjá Vélaverkstæði
Hjartar í Hafnarfirði. Á næstu
misserum verða enn frekari skref
stigin til bættrar þjónustu.
Nýtt heyvinnuvélaumboð
byggt á gömlum grunni
Sturlaugur & Co. hefur gengið til
samstarfs við þýska félagið Zie-
gler en þetta félag á m.a. Mörtl og
Nimeyer, þ.e. öll framleiðslurétt-
indi Niemeyer.
Félagið framleiðir m.a. rakstr-
arvélar, snúningsvélar og sláttu-
vélar. Undanfarin ár hefur þróun-
arvinna verið í gangi þar sem ver-
ið var að samræma og samnýta þá
þekkingu sem var í hverju fyrir-
tæki fyrir sig. Niðurstaðan varð sú
að ákveðið var að markaðssetja
nýtt merki undir eigin nafni.
Rafstöðvar og varaaflstöðvar
Sturlaugur & Co. er umboðsaðili
fyrir Pramac-rafstöðvar en fyrir-
tækið Pramac er ítalskt og fram-
leiðir annarsvegar rafstöðvar en
hins vegar pallettutjakka og létti-
tæki fyrir lagera. Undanfarið hef-
ur mikil gróska verið í sölu og
uppsetningu rafstöðva og má
meðal annars nefna að í fyrra voru
settar upp tvær stöðvar í Grímsey
og framleiða þær rafmagn fyrir
eyjarskeggja. Þá hefur tilboði
Sturlaugs & Co. í tvær 1.000 kW
rafstövar fyrir Orkuveitu Reykja-
víkur - annars vegar fyrir Hellis-
heiði og hins vegar fyrir Nesja-
velli - verið tekið. Unnið er að
frágangi samninga.
Sturlaugur & Co. er einnig
með hentugar rafstöðvar sem m.a.
má tengja við dráttarvélar.
Landini dráttarvélin - nýr skot-
bómutraktor á leiðinni
Landini er einn af stærri dráttar-
vélaframleiðendum í heiminum,
þó að um sé að ræða eitt af nýj-
ustu merkjunum á markaðnum
hér. Landini á fyrirtækið Mc
Cormic og framleiðir m.a.
ákveðnar algengar tegundir í því
merki. Þá framleiðir Landini einn-
ig vélar fyrir Massey Fergusson.
Mikil gróska er í þróun véla hjá
Landini og kynnti fyrirtækið á
síðustu Eima-sýningu svokallaðan
skotbómutraktor, þ.e. traktor með
afturhluta eins og á traktor en með
skotbómu. Framleiðsla og dreif-
ing munu hefjast í sumar ef allt
gengur eftir.
Þá hefur fyrirtækið verið að
kynna öfluga 180-220 hestafla
vélar, sem byggja m.a. á eignarað-
ild þess að Mc Cormic sem og 80
ára reynslu fyrirtækisins af fram-
leiðslu dráttarvéla.
Búreikningar til Hagþjónustu
landbúnaðarins 2006
Sturlaugur & Co.
Breytt nafn, nýtt húsnæði og nýtt útlit
Sigurjón P. Stefánsson hjá gröfu í rúmgóðum sýningarsal.
Húsnæði Sturlaugs er við Fiskislóð 14.Guðmundur K. Guðjónsson annast sölu dráttarvéla.
Atli Viðar Jónsson.