Bændablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 19
19Þriðjudagur 11. apríl 2006        !"###$%$        &'( )  * )   )  )+)  , )   )   *' ) ,  &   ) * %  - &  )   .&)/  , ) *)   0   & ,  % , / +     .&)/  )', - 1   ,- 1             .(&%,+    +  & / 2&*,+   ' ,+  &  &  & ,&  %* +) % )* %,&       Nú styttist í að nýtt vefbókunar- kerfi verði tekið í notkun hjá Ferðaþjónustu bænda. Marteinn Njálsson, formaður Félags ferðaþjónustubænda og Gísli Örn Sturluson, hugbúnaðar- fræðingur hjá TM Software kynntu þennan nýja hugbúnað á aðalfundi Ferðaþjónustubænda hf. og Félags ferðaþjón- ustubænda nýverið. Marteinn Njálsson segir að lið- in séu rúm 3 ár síðan byrjað var að vinna að markvisst að koma kerf- inu upp. Um er að ræða vinnu sem hefur verið unnin með Upplýs- ingatækni í dreifbýli. Það er svo aftur í verkefni tengdu Norður- slóðasjóði Evrópusambandsins. Ferðaþjónustubændur féllu alveg inn í þetta verkefni sem heitir Ru- bis og tekur á notkun upplýsinga- tækni í dreifbýli á norðlægum slóðum Evrópu. Það er með aðal áherslu á viðskiptatækifæri í gegn- um Internetið. Vefsölukerfi ,,Við byrjuðum í kringum árið 2000 að setja allar upplýsingar, ljósmyndir og texta um ferðaþjón- ustubændur inn á vefsíður. Nú hef- ur stefnan verið sett á að innleiða svo kallað vefsölukerfi inn á vef- síðurnar vegna þess að við sjáum að heimsóknir inn á vefsíðurnar eru alltaf að aukast. Það er mikil umferð á vefsíðunum og ferða- þjónusta í heiminum hefur verið að þróast í þá átt að hægt er að kaupa alla þjónustu á vefsíðunum enda er það mjög söluaukandi. Þar er meira úrval, allt einfaldara, þægilegra og tekur styttri tíma. Þetta ætla íslenskir ferðaþjónustu- bændur að bjóða upp á inn á vef- síðum sínum,“ sagði Marteinn Njálsson. Verið að fínpússa kerfið Hann sagði að það væri stutt í að bókunarkerfið kæmist í gagnið. Síðastliðna 3 mánuði hefur verið unnið að því að ljúka verkefninu með íslensku hugbúnaðarfyrirtæki. Fyrirtækið heitir TM Software og sérhæfir það sig í veflausnum, Bjartsýnir menn töldu hægt að ljúka verkefninu fyrir páska en verið er að fínpússa hlutina sem eru þrjú kerfi. Um er að ræða sölu- kerfið á skrifstofunni, vefsíðurnar og vefsölukerfið sem síðan smellur inn í vefsíðurnar. Ferðaþjónustu- bændur fá síðan vefaðgang inn í sínar upplýsingar og geta því upp- fært bókunarstöðu sína á herbergj- um. ,,Þetta verður mjög sérstakt kerfi vegna þess að það sem við höfum umfram aðra ferðaþjón- ustuaðila á Íslandi er að við höfum þetta net ferðaþjónustu fyrirtækja út um allt land. Það sem við erum að gera er að færa viðskiptin út á vefinn. Eftir þetta geta allir, bæði innanlands og utan pantað allt sem við bjóðum upp á í gegnum vefinn. Hér innanlands pantar fólk á vefnum www.sveit.is og erlendis er það www.farmholidays.is. Svo má ekki gleyma Bændaferðum og þar er vefurinn www.baendaferd- ir.is. Við erum sem sagt að nýta okkur nýjustu tækni og stefnum að því standa jafnfætis annarri ferða- þjónustu í heiminum og ef til vill aðeins framar,“ sagði Marteinn Njálsson. Sjá nánar á heimasíðu Vetis ehf Söluaðilar: Dýralæknar um land alt. www.vet.is Nýtt og endurbætt Heilbrigð þarmaflóra-Hrein afurð ZooLac ® PROPASTE ® Nýtt vefbókunarkerfi Ferðaþjónustu bænda Aðalfundur Landssamtaka raforkubænda 2006 verður haldinn í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur Bæjarhálsi I miðvikudaginn 19. apríl og hefst fundurinn kl. 13:00 Dagskrá: 1. Setning fundar og skipan starfsmanna fundarins. 2. Skýrsla stjórnar. 3. Reikningar samtakanna 2005 lesnir og skýrðir. 4. Erindi Hákonar Aðalsteinssonar um leyfisveitingar o.þ.h.. 5. Erindi Eysteins Jónssonar um orkukaup. 6. Breytingar á samþykktum, lagðar fram af stjórn. 7. Umræður og fyrirspurnir. 8. Reikningar bornir undir atkvæði. 9. Samþykktabreytingar bornar undir atkvæði. 10. Stjórnarkjör. 11. Önnur mál. 12. Fundarslit. Kaffiveitingar verða kl. 15.00 í boði Orkuveitu Reykjavíkur. Eftir fund verður Elliðaárvirkjun skoðuð undir leiðsögn. Áhugafólk um smærri virkjanir er velkomið á fundinn, Stjórnin.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.