Bændablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 11. apríl 2006 Stærsta mjólkurbú landsins verður flutt frá Reykjavík á Sel- foss, öll framleiðsla á desertost- um sameinuð í Búðardal og dreifing hjá MS Reykjavík end- urskipulögð og útvíkkuð. Einnig verður gripið til almennra hag- ræðingaraðgerða á öllum fram- leiðslustöðum MS. Réttu einu ári eftir sameiningu Mjólkursamsölunnar og Mjólkur- bús Flóamanna hefur stjórn MS ákveðið að ráðast í breytingar sem áætlað er að skili félaginu um 300 milljónum króna ávinningi á næstu 2-3 árum, eða rúmlega 4 kr. á hvern lítra mjólkur miðað við inn- lagða mjólk hjá MS á árinu 2005. Breytingarnar voru kynntar á aðal- fundi MS, sem haldinn var á Hlöð- um á Hvalfjarðarströnd í dag, en segja má að sameiningin hafi skap- að forsendur þessara aðgerða. „Tilgangur þessara breytinga á framleiðslu og dreifingu, sem stjórn MS hefur ákveðið, er að ná fram meiri framlegð af rekstrinum í því augnamiði að bæta afkomuna og skila bæði framleiðendum og neytendum ávinningi“, segir Guð- brandur Sigurðsson forstjóri MS. Nýjar pökkunarvélar Miðað er við að mjólkurpökkun verði flutt frá Reykjavík á Selfoss í lok árs 2007. Þetta er stórt og viða- mikið verkefni enda er í raun verið að leggja niður stærsta mjólkurbú landsins og sameina það öðru. Reynslan sýnir að aðgerðir af þessu tagi skila miklu og er áætlað heild- arhagræði af flutningnum metið um 150 milljónir króna. Ráðist verður í fjárfestingar í húsnæði á Selfossi og er húsnæðisþörf þar talin vera 2.700 fm. Flutningskostnaður í heild er metinn á 318 til 389 milljónir króna. Í tengslum við flutninginn verður tekin ákvörðun um val á pökkunarvélum til frambúðar. Þar verður ekki síst horft til sjónarmiða neytenda og hvernig nýta megi pökkunargetuna fyrir aðrar afurðir sem framleiddar eru á Selfossi. Desertostar í Búðardal Ný desertostagerð getur væntan- lega hafið starfsemi hjá MS Búðar- dal í byrjun árs 2007. Núverandi desertostagerð fer að miklu leyti fram í höndum, en stefnt er að því að bæta gæði, útlit, aðstöðu og framleiðni m.a. með bættum véla- búnaði sem áætlað er að kosti 21- 27 milljónir króna. Desertostar hafa verið framleiddir á Selfossi og í Búðardal en verða framvegis eingöngu framleiddir í Búðardal. Útvíkkuð dreifing Danska ráðgjafafyrirtækið Capa- cent A/S hefur ásamt IMG staðið að allsherjarúttekt á dreifingu MS með það fyrir augum að útvíkka starfsemina með sem minnstum tilkostnaði. Stefnt er að því að nýtt fyrirkomulag í dreifingu verði tek- ið upp í byrjun janúar 2007. Gert er ráð fyrir að aukin verkefni á þessu sviði geti skilað MS veruleg- um ávinningi á næstu tveimur árum. Aukin framleiðni Auk þess sem að framan er getið er gert ráð fyrir að á næstu tveimur árum verði hagrætt í framleiðslu hjá MS á Selfossi, í Búðardal, á Blöndu- ósi og á Egilsstöðum. Þegar er ljóst að talsverðir mögu- leikar eru á því innan MS að auka framleiðni með sértækum aðgerðum jafnt sem almennum. Áhrif á störf Flutningur mjólkurpökkunar mun hafa áhrif á 40 störf í Reykjavík, en 20 ný störf verða til á Selfossi. Starfsfólki í Búðardal mun ekki fjölga þótt ný desertostagerð verði byggð þar upp en vegna tilflutnings fækkar um 8 störf á Selfossi. Þá er gert ráð fyrir nokkurri fjölgun starfa hjá MS í Reykjavík vegna aukins umfangs í dreifingarstarfsemi. Erfitt er að meta á þessari stundu áhrif breytinganna á starfsmannahald, enda ganga þær yfir á nokkrum misserum og aðlögun að nýjum frmaleiðsluháttum tekur tíma. Húsnæði losnar Við tilfærslu pökkunar á Selfoss losnar um 9000 fermetra húsnæði hjá MS í Reykjavík. Húsnæðisþörf vegna vaxandi umsvifa í dreifingu og aukins kælirýmis er áætluð um 2000 fermetrar, en leitast verður við að koma um 7000 femetrum í leigu til annarra aðila. Eins og áður er get- ið þarf að bæta við 2.700 fermetra húsnæði á Selfossi. „Ástæðan fyrir því að Mjólkursamsalan ræðst í þessar breytingar er krafan um meiri hagræðingu,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri MS, um þær breytingar sem nú eru fyrirhugaðar á rekstri fyrirtækisins. „Þegar MS og Mjólkurbú Flóamanna voru sameinuð í fyrra var það gert með það að leiðarljósi að hægt væri að ná fram meiri hagræðingu í rekstrinum og nú er verið að ráðast í það verkefni. Við sjáum fram á verulega rekstrarhagræðingu með því að auka sérhæfingu vinnslustöðvanna. Á Sel- fossi verður þungamiðjan í mjólkurfram- leiðslunni, dreifingin verður í Reykjavík og í Búðardal verður handverksbú, sem styrkist með aukinni framleiðslu desert-osta.“ Aukin verkefni á sviði dreifingar Í frétt frá MS um breytinguna segir að stefnt sé að því að koma á nýju fyrirkomulagi í dreifingu þegar í byrjun næsta árs og að fyr- irtækið sjái fram á aukin verkefni á því sviði. „Já, við sjáum fram á að geta nýtt dreifi- kerfið okkar betur og tekið upp samvinnu við önnur fyrirtæki, jafnvel þannig að MS taki að sér dreifingu á matvælum fyrir óskylda aðila sem verktaki. Við stöndum í viðræðum um möguleika á slíkum verkefn- um en það er of snemmt að greina frá þeim að svo stöddu. Þetta tengist því líka að með breytingunum losnar töluvert húsrými í Reykjavík, um 7.000 fermetrar. Þetta rými losnar eftir tvö ár og þá væri gott að geta fengið þangað inn fyrirtæki með framleiðslu sem við gætum annast dreifingu á. En það verður að koma í ljós hvort sú von rætist.“ Fækkun starfsfólks Eins og ávallt þegar rætt er um hagræðingu hafa menn áhyggjur af því að störf kunni að tapast. „Já, við sjáum fram á að 40 störf hverfi hér í Reykjavík þegar pökkunin flyst austur á Selfoss en þar eystra verða til 20 ný störf í pökkuninni. Hins vegar tapast þar átta störf við flutninga á ostagerðinni til Búðardals en á síðarnefnda staðnum verður ekki fjölg- að starfsfólki þrátt fyrir aukna framleiðslu. Við vitum hins vegar ekki hvernig málin þróast hér í Reykjavík þegar nýja dreifi- kerfið kemst í gagnið, þar gætu orðið til ný störf. Það blasir hins vegar við að breytingarn- ar koma misjafnlega niður á starfsstéttum. Tíminn vinnur þó með okkur því þessar breytingar taka tvö ár, þeim verður ekki lokið fyrr en á öðrum ársfjórðungi 2008. Við munum bjóða öllu því starfsfólki önnur störf sem við getum en væntanlega verður ekki hægt að ráða alla aftur til starfa,“ segir Guðbrandur Sigurðsson forstjóri Mjólkur- samsölunnar. Stærsta mjólkurbú landsins flutt á Selfoss Áætlað að breytingar hjá MS skili miklum ávinningi í rekstri Aukin sérhæfing leiðir til hagræðingar - segir Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar Húsnæði MS í Reykjavík. Myndirnar hér að ofan voru teknar á aðalfundi MS sem haldinn var fyrir skömmu.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.