Bændablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 16
Eitt af þeim atriðum í mjólkurframleiðslunni, sem verulegu máli skiptir að sé í lagi, er júgur- heilbrigði kúnna. Kýr, sem ekki eru júgur- hraustar, geta ekki skilað viðunandi afurðum. Bæði kemur þar til að kýrnar ná ekki að skila þeim afurðum, sem eðli þeirra og aðbúnaður býður þeim, ef þær eru með júgurbólgu og hella þarf niður mjólk, sem ekki er söluhæf. Þetta á jafnt við um sýnilega júgurbólgu sem og dulda júgurbólgu. Hafa þarf vökult auga gagnvart dulinni júgurbólgu, mjólk kúnna sýn- ir ekki einkenni júgurbólgu nema að grannt sé skoðað. Frumutalan mjög góður mælikvarði Frumutala er mjög góður mælikvarði á júgur- heilbrigði kúnna. Kýr sem eru með frumutölu yfir 200.000 eru ekki með heilbrigt júgur. Það er því mjög góð regla í hvert sinn er niðurstöð- ur koma úr kýrsýnum frá RM, sem oftast er strax daginn eftir að bóndinn sendir sýnakass- ann frá sér, að gera bláskálarpróf á þeim kúm, sem eru yfir 200.000, og finna út hvaða júgur- hluti/júgurhlutar eru ekki í lagi. Sé svörunin miðlungs mikil á bláskálarprófinu og engir strimlar, er oft hægt að hjálpa kúnum án lyfja- meðhöndlunar við að lækna júgurbólguna. Það er gert með því að bera myntukrem á sýkta júgurhlutann áður en sett er á kúna og tæma svo alveg með handhreytingu úr júgurhlutan- um eftir mjöltun. Jafnframt þarf að gæta þess að skola mjaltatækin eftir mjöltun á sýktum kúm þannig að ekki berist smit í næstu kú sem mjólkuð er. Sumir bændur hella eplaediki ofan í kýrnar til að styrkja þær í að efla varnir sínar eða nota aðrar lífrænar varnir. Hins vegar ef frumutalan er t.d. yfir 500.000 og veruleg svörun á bláskálarprófi, dugar þessi aðferð tæpast. Þá þarf að grípa til pensillínmeðferðar. Það er reyndar dýr aðferð, þar sem lyfin kosta sitt og mjólkinni þarf að hella á meðan á meðhöndlun stendur. En það er jafnframt dýrt að vera með júgurbólgusmit í fjósinu og tapa mjólkinni sem kýrin framleiðir ekki vegna þess að hún er með júgurbólgu. Sagan af Frumraun og Silju Hér á eftir er ég með dæmi af tveimur kúm í fjósinu hjá mér. Annars vegar kú á þriðja kálfi, sem fékk júgurbólgu og var meðhöndluð og hins vegar af kú á öðrum kálfi, sem fékk júgur- bólgu en hefur ekki verið meðhöndluð. Við vigtum úr kúnum þrjá daga í röð í hverjum mánuði og skráum meðaltal af þeirri mælingu í mjólkurskýrslur. Mjög mörg mjaltakerfi bjóða upp á daglega skráningu mjólkurmagns úr kúnum. Hefðum við slíka skráningu gætum við hafa séð fyrr að nyt þessara kúa féll óeðli- lega hratt og þar með gripið fyrr í taumana. Hins vegar sáum við ekki fyrr en greining sýn- anna kom frá RM að frumutala kúnna var ekki á réttu róli. Frumraun bar sínum þriðja kálfi í byrjun september 2005. Hún fór mjög fljótt eftir burð upp í 30 kg nyt og í næstu tveimur mánuðum mjólkaði hún 31 kg af mjólk á dag. Hins vegar hækkaði frumutala hennar töluvert og hún svaraði bláskálarprófi verulega á tveimur spen- um, en ekki var um strimla að ræða í mjólk- inni. Þegar útséð var um að myntun og hreins- un á spenunum dygði, voru tekin úr henni spenasýni og send í ræktun og hún tekin á pensillínkúr í kjölfarið um miðjan desember. Eins og sést á línuriti 1 þá lækkaði frumutala hennar verulega eftir pensillínkúrinn og nytin jókst. Hins vegar má alveg eins gera ráð fyrir því að hæsta dagsnyt hennar hefði orðið hærri ef hún hefði ekki fengið júgurbólgu. Silja bar sínum öðrum kálfi 28. september 2005. Línurit 2 sýnir nyt hennar og frumutölu. Í desember er hún komin með of háa frumutölu og svörun á skálaprófi, án þess að sýna önnur einkenni júgurbólgu. Eins og sést þá hrapar nyt hennar niður samfara því að frumutalan hækk- ar, sem sýnir okkur glögglega að júgurbólga hefur áhrif á nyt, þrátt fyrir að júgurbólgan sé ekki greinanleg nema á bláskál og niðurstöð- um kýrsýna frá RM. Því miður var Silja ekki meðhöndluð við júgurbólgunni. Línurit 3 sýnir annars vegar þá nyt, sem hún hefur nú þegar skilað þetta mjaltaskeið, og hins vegar þá nyt, sem hún gæti verið búin að skila ef hún hefði ekki feng- ið júgurbólgu. Í lok mars gæti hún verið búin að framleiða 955 lítrum meira ef hún hefði ekki verið með júgurbólgu. Þar sem nú er borgað fyrir alla umframmjólk auk hvatningar- álags á mjólk þá má segja að í lok mars höfum við tapað 46.000 kr. á því að Silja fékk júgur- bólgu og að við meðhöndluðum hana ekki við júgurbólgunni. Þá eru enn eftir 3-4 mánuðir af þessu mjaltaskeiði, sem má bæta við sem tapi vegna lélegri afurða. Dýralækniskostnaður vegna júgurbólgumeðhöndlunar er um 9.000 kr. og kostnaður vegna mjólkur, sem þyrfti að hella niður á meðan á meðhöndlun stæði, hefði verið 13.867 kr. í Silju tilfelli. Forvarnir Þessi dæmi sýna okkur glögglega að við ættum að reyna allt hvað við getum til að koma í veg fyrir að kýrnar fái júgurbólgu. Það er hins veg- ar ekki auðvelt. Í tilfellum þessara beggja kúa er ómögulegt að segja hvað olli júgurbólgunni hjá þeim. Þær báru mjög líklega heilbrigðar; þær eru komnar á innistöðu þegar þær sýkjast þannig að ekki hefur þeim orðið kalt; þær voru ekki tómmjólkaðar; þær gætu hafa lagst í bás sem mjólk úr sýktri kú hefur lekið í; þær gætu verið í eðli sínu óhraustar á júgra. Til að lágmarka júgurbólgu í kúnum þarf meðal annars að: · vanda allt uppeldi kvígnanna, · vanda mjaltirnar, þannig að ekki tómmjólk- ist neinn speni, · mynta og handhreinsa júgurhluta sem eru með dulda júgurbólgu/háa frumutölu, · skola mjaltatæki eftir kýr með háa frumu- tölu, helst þó að mjólka þær kýr síðast, · vanda geldstöðumeðhöndlun, · gæta þess að ekki sé staðbundinn trekkur við bása í fjósinu. Dulin júgurbólga, eins og bæði Frumraun og Silja voru með, finnst ekki nema með því að taka kýrsýni og skálapróf. Þess vegna þurf- um við að vera dugleg með skálaprófið og taka sýni úr kúnum um leið og við mælum í hverj- um mánuði og senda þau til RM til greiningar. Eftir því sem kýrnar ná hærri dagsnyt, eftir því meiri afurðum skila þær á mjaltaskeiðinu. Séu þær hins vegar með sýkingu í júgra geta þær eðlilega ekki skilað þeim afurðum, sem eðli þeirra, aðbúnaður og fóður bíður upp á. Þar með er bóndinn að tapa verulegum tekjum og skapa hættu á að fleiri kýr smitist í fjósinu og tapið verði þar með enn meira. Til gamans er hér í lokin línurit 4 með tveimur kúm úr fjósinu hjá mér. Annars vegar Búrkolla, sem er ung kýr á öðrum kálfi, hún mismjólkast mikið, en með því að „tappa“ hana jafnóðum og búið er úr hverjum júgur- hluta helst hún heilbrigð. Hins vegar er það Pála, 10 vetra kýr, sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur. Hún var sjöunda nythæsta kýrin á land- inu árið 2005 og hefur jafnframt skilað miklum afurðum árin áður. Guðný Helga Björnsdóttir nautgriparæktarráðunautur Ráðunautaþjónustu Húnaþings og Stranda 16 Þriðjudagur 11. apríl 2006 Álagsgreiðslur og útflutningsskylda Á síðasta stjórnarfundi Markaðsráðs kindakjöts var ákveðið að breyta áður auglýstum álagsgreiðslum í komandi sláturtíð til hækkunar, og munu þær líta svona út: Vika 23- 32: 1.300 kr./dilk 33: 1.100 kr./dilk 34: 800 kr./dilk 35: 500 kr./dilk 35: 200 kr./dilk Einnig gerði Markaðsráð eftirfarandi tillögu að útflutningsskyldu: 9. júlí til og með 9. september: 4% 10. september til og með 11. nóvember:. 10% 12. nóvember og áfram: 4% útflutning fram að sumarslátrun og halda bara því nauðsynlegasta. Þetta snertir ekki Bandaríkjamark- að því hann tekur bara inn kjöt í sláturtíðinni. Ég vil hvetja bændur til að huga að sumarslátrun og nýta álagsgreiðslurnar með því að setja kjöt snemma á markað og einnig til að nýta alla möguleika sem við höfum til þess að fá sem mest út úr vaxtargetu lambanna í haust, taka við þeim af fjalli með góðri haust- beit. Það hefur líka mikið að segja.“ - Þarf ekki að fjölga því fé sem sett er á? „Jú, markaðurinn hrópar á kjöt og þeir sem vit hafa á segja að við séum ekki komin að neinum endi- mörkum þeirrar aukningar. Vand- inn er sá að breytingar taka svo langan tíma. Gimbur sem sett er á í haust er varla farin að skila neinni framleiðslu fyrr en eftir tvö ár. Það þarf líka að forðast að fella lífvæn- legar kindur sem gætu skilað góðri framleiðslu, til dæmis vegna aðila- skipta á greiðslumarki. Það er slæmt að geta ekki selt afurðirnar en ekki betra að geta ekki fullnægt eftirspurn á markaði. Þá leita kaupendurnir bara að því næst- besta,“ sagði Jóhannes Sigfússon. Dulin júgurbólga - minni afurðir Framhald af forsíðu Frumraun bar þriðja kálfi 4. sept. 2005 0 5 10 15 20 25 30 35 40 sept okt nóv des jan feb mar nyt 0 100 200 300 400 500 600 700 800 frumutala Tekin á pensillínkúr í desember frumutala nyt/dag Línurit 1 Silja bar öðrum kálfi 28. sept. 2005 0 5 10 15 20 25 30 35 40 okt nóv des jan feb mar nyt 0 100 200 300 400 500 600 700 800 frumutala nyt/dag frumutala Línurit 2 lin Silja með eða án júgurbólgu 0 5 10 15 20 25 30 35 40 okt nóv des jan feb mar nyt nyt ósýkt nyt 955 l meiri nyt eftir 5 mánuði væri hún ósýkt 5.826 l mjólk, okt.- mars ef hún væri ósýkt Hefur skilað í raun 4.830 l af frumuhárri mjólk í lok mars Línurit 3 Búrkolla og Pála 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 50 sept okt nóv des jan feb nyt 0 100 200 300 400 500 600 700 800 frumutala nyt Búrkolla nyt Pála frumutala, Búrkolla frumutala, Pála Línurit 4

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.