Bændablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 24
24 Þriðjudagur 11. apríl 2006
Júgurbólga í mjólkurkúm veldur
bændum á Íslandi miklum búsifj-
um. Hún var lítt þekkt fyrir daga
mjaltavélarinnar en hefur verið,
meira og minna, viðvarandi
vandamál síðan þær voru teknar í
notkun. Þetta hefur svo leitt til
þess að farga þarf kúm fyrr en ella
og fleiri kvígur þarf að ala upp.
Gerlar sem valda júgurbólgu kom-
ast hvergi inn í júgrið nema í
gegnum spenaopið. Það er því
mikilvægt að varðveita varnar-
kerfi þess sem allra best. Hvítur
sigghringur í kringum spenaopið
getur t.d.verið afleiðing rangrar
notkunar mjaltavéla, vanhirtra
véla eða að spenar séu of langir
fyrir vélmjaltir.
Reynsla Hvanneyringa
Í bók Guðmundar Jónssonar fyrr-
verandi skólastjóra á Hvanneyri,
sem hann ritar í tilefni af fimmtíu
ára afmæli Bændaskólans á
Hvanneyri er aðeins vikið að þess-
um málum og þar segir á bls. 204:
„Árið 1933 og 1934 virðist
gera vart við sig afturför í nyt-
hæð Hvanneyrarkúnna...........
Orsakirnar til þess eru nokkuð á
huldu og vafalaust fleiri en ein.
Hér verða þessar orsakir ekki
gerðar að umtalsefni nema að
litlu leyti, enda hefur það mál alls
ekki verið rannsakað til hlítar.
En á það skal bent, að mjaltavél-
arnar, sem notaðar voru á
Hvanneyri árin 1929 til 1937,
hafa vafalaust minnkað mjólkur-
magnið og skemmt kýrnar varan-
lega, einkum hinar ungu kýr,
sem aldar voru upp síðustu árin.
Er þessi ályktun dregin af vís-
indalegum tilraunum í Dan-
mörku og reynslu flestra þeirra,
er fengu sér mjaltavélar hér á
landi.“
Þarna mun að öllum líkindum
hafa valdið, að einhverju leyti,
röng notkun vélanna því júgur-
bólga fór að gera vart við sig og
olli afurðatjóni. Þekking á þessari
tækni var af skornum skammti og
kennsla lítil sem engin.
Eftir þetta var handmjólkað á
Hvanneyri til ársins 1946 er Run-
ólfur Sveinsson skólastjóri keypti
mjaltavélar.
Hraðmjaltir
Í bókinni, Búvélar og ræktun eftir
Árna G. Eylands, sem út kom árið
1950, er kafli um mjaltavélar, sem
var nýttur við kennslu í bænda-
skólum landsins. Þar segir frá að-
ferð við mjaltir, sem kölluð er
hraðmjaltir á bls. 414:
„Dr. W.E. Petersen, prófessor
við háskóla Minnisotafylkis í
Bandaríkjunum, hefur rannsak-
að manna mest allt, er að mjölt-
um lýtur. Hraðmjaltaaðferðin
styðst við kenningar hans. Júgur
og spenar er þvegið og nuddað
með volgu vatni, 45-50°C, í 30 -
60 sek. Rétt áður en spenahylkin
eru sett á spenana og vélin byrjar
að mjólka. Við þetta selur kýrin
svo vel, að flestar kýr eru full-
mjólkaðar á þremur mínútum,
sumar á 2 ½ mín. og stöku kýr á
3 ½ mín.“
Þessi niðurstaða Petersen hefur
í tímans rás sannað gildi sitt því
allir, sem að þessum málum hafa
unnið, vita að undirbúningur
mjaltanna er mikilvægasti þáttur
þeirra. Sé ekki vel að honum stað-
ið verður eftirleikurinn slæmur.
Kýrin fer þá ekki að selja strax og
vélarnar eru settar á hana og
mjaltirnar taka mun lengri tíma og
hreytur verða meiri. Vélarnar
totta tóma spena í byrjun mjalta,
sem leiðir til þess að álagið á
spenaopið verður mjög mikið, þar
sem hærra sog er þá við spenaend-
ann, sé ekki notað duovac, heldur
en þegar mjólk rennur úr spenan-
um.
Sigg á spenaenda
Eins og áður er fram komið verð-
ur afleiðing slæmra vélmjalta oft
sú að sigg myndast í kringum
spenaopið og síðan sprungur, sem
fer svo jafnvel að blæða úr. Slík-
ar sprungur eru gróðrarstía fyrir
bakteríur. Ef sigg sést í kringum
spenaopið, er það vísbending um
að hlífa skuli kúnni svo sem
mögulegt er við mjaltir og sjá til
þess að vélatíminn verði sem
allra stystur. Verður það best gert
með góðum undirbúningi kýrinn-
ar og örvun fyrir mjaltir eins og
áður er fram komið. Með vax-
andi nyt kúnna eykst álag á spena
við mjaltir og er því enn mikil-
vægara en áður var, að fylgjast
vel með þessum málum.
Ef til vill hefur lélegur undir-
búningur mjalta, verið ein ástæð-
an fyrir lakari júgurheilsu í fjós-
inu á Hvanneyri á árunum 1929
til 1937, í það minnsta var það
talið eina ráðið að leggja af
vélmjaltir á skólabúinu. Í dag er
þekkingin til staðar og því hægt
að taka á þessum málum. Fá
kýrnar í þínu fjósi næga örvun
fyrir mjaltir og eru spenaopin í
lagi?
Þessi grein birtist í síðasta
tölublaði en vegna mistaka féll
hluti textans brott og er greinin
því endurbirt. Ritstj.
Rangar mjaltir fyrr og nú!
Raunir kúnna - mæða bóndans
Það munu nú vera um 143 ár
síðan mjaltavélin kom fyrst
fram á sjónarsviðið en amerísk
mjaltavél var kynnt á sýningu í
London árið 1863, og var hún
drifin með handafli.
Mörg ár liðu þar til mjalta-
vélar urðu tæknilega það vand-
aðar, að þær næðu útbreiðslu
að ráði. Það var ekki fyrr en á
árunum milli 1910 og 1920, að
náð er því takmarki, að bændur
fara að veita þeim verulega at-
hygli.
Jóhannes Reykdal á Set-
bergi við Hafnarfjörð, tók
fyrstur íslenskra bænda þessa
nýju tækni í þjónustu sína. Það
gerðist árið 1927, og keypti
hann vélarnar frá A/B Separa-
tor í Stokkhólmi. Einnig fékk
Vífilsstaðabúið mjaltavélar um
sama leyti fyrir tilstuðlan Jó-
hannesar. Skólabúið á Hvann-
eyri fékk svo mjaltavélar árið
1929.
Á ýmsu gekk hér á landi
með þessa nýju tækni. Það
vildi verða nokkur aukning á
júgurbólgu, samfara notkun
mjaltavélanna, sem að mestu
mun hafa mátt rekja til þess að
mönnum var ekki kennt að
hirða og nota vélarnar rétt.
Fyrsta mjaltavélin
Amerísk handknúin mjaltavél,
reynd í Noregi árið 1863.
Hér má sjá fjóra mismunandi
spenaenda. Tveir þeira efri eru
með skál í kringum spenaopið.
Það er veikleikamerki því spena-
gangurinn í svona spenum er
styttri og varnarkerfið því lélegra.
Kýr með svona spena eru yfirleitt
lausmjólka og jafnvel lekar.
Neðri spenarnir eru skemmdir
af mjaltavélum. Í kringum spena-
opið er hvítur sigghringur og
sprungur að byrja að myndast út
frá spenaopinu. Meðan þær koma
ekki til er varnarkerfi spenans í
lagi en sýkingum fjölgar með
sprungunum.
Sigtryggur Jón
Björnsson, kennari við
Búfræðibraut LBHÍ á
Hvanneyri
FENDT Á FRÁBÆRU VERÐI
Dæmi: Sýningarvél. 818 Vario Árgerð 2005 , 390 vinnust.
Verð kr. 8,3 milljónir án VSK.
Þórarinn 869-2241 -- Jónas 864-5373
Fagráð í nautgriparækt boðar til almenns fræðslufundar í Þingborg
í Hraungerðishreppi miðvikudaginn 19. apríl klukkan 13:15.
Ráðgert er að fundinum verði lokið fyrir kl. 16.
Fundarefni:
Sumarbeit mjólkurkúa
Framsögumenn:
Ríkharð Brynjólfsson, LBHÍ
og Runólfur Sigursveinsson, BSSL.
Kynning á hugmyndum um nýja nautastöð BÍ.
Framsögumaður:
Gunnar Guðmundsson BÍ
Aðbúnaður kálfa
Framsögumaður:
Torfi Jóhannesson BV.
Kúabændur og aðrir áhugamenn um nautgriparækt
eru hvattir til að mæta en fundurinn er öllum opinn.
Fræðslufundur í
nautgriparækt