Bændablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 38
38 Þriðjudagur 11. apríl 2006
Árið 1996 hófu nokkrar íslensk-
ar stofnanir samstarf um rann-
sóknir og vöktun á litlu vatna-
sviði ofan við Litla-Skarð í Borg-
arfirði. Verkefnið er hluti af
samevrópsku neti mælistöðva
þar sem stunduð er samþætt
vöktun á ýmsum vistkerfisþátt-
um og fylgja rannsóknir evr-
ópskum leiðbeiningum um verk-
efnið. Nákvæm staðarlýsing var
gerð fyrir Litla-Skarð þar sem
lýst var gróðurfari, jarðvegi og
dýralífi á svæðinu. Þeir þættir,
sem vaktaðir eru með reglu-
bundnum hætti, eru vatnafar,
efnafræði úrkomu, grunnvatns
og yfirborðsvatns, auk veður-
fars. Niðurstöður mælinga sýna
að Litla-Skarð gefur góða mynd
af efnamælingum á ósnortnu
svæði.
Tegundasamsetning á svæðinu
er ekki ólík því sem finnst annars
staðar á landinu. Það eru engar
mengunaruppsprettur í nágrenni
svæðisins. Áhrifa hafsins gætir
nokkuð í efnafræði úrkomu og má
sjá augljós áhrif sjávarseltu í af-
rennsli frá svæðinu. Áhrif jarðvegs
og grunnvatns á efnafræði vatnsins
virðast vera lítil.
Hluti af stærra neti
Albert Sigurðsson hjá Um-
hverfisstofnun hefur unnið að
þessari umhverfisvöktun á Litla-
Skarði og segir hann hana tilheyra
neti af svona stöðvum vítt og breitt
um Evrópu og nefnist „Integrated
Monitoring Network“ og var kom-
ið á af Efnahagsnefnd Sameinuðu
þjóðanna fyrir Evrópu (UNECE)
til að mæla langtaðborna loft-
mengun og áhrif hennar.
Samþætt umhverfisvöktun hef-
ur farið fram í Evrópu í rúma tvo
áratugi og er mælt á sama hátt
svipaða hluti í öllum stöðvunum.
Hann nefndi sem dæmi að miklar
vatnsmælingar eru gerðar á Litla-
Skarði og væri það sennilega eini
staðurinn á Íslandi, fyrir utan vatn-
sveitur, þar sem grunnvatnið er
mælt reglulega. Þarna er líka veð-
urstöð sem verið hefur í 6 ár.
Vistfræðileg áhrif loftlagsbreyt-
inga
Markmið þessarar vöktunar er
að ákvarða og segja fyrir um
ástand þurrlendis- og ferskvatns-
vistkerfa með tilliti til áhrifa loft-
borinnar mengunar, einkum af
völdum köfnunarefnis og brenni-
steins. Verkefnið býður einnig upp
á að meta áhrif ósons, þungmálma
og þrávirkra efna á vistkerfi og
getur gefið mikilsverðar upplýs-
ingar um vistfræðileg áhrif lofts-
lagsbreytinga og um breytingar
sem kunna að verða á líffræðilegri
fjölbreytni. Mikilvægur þáttur
verkefnisins er að leggja til vís-
indalega og tölfræðilega traust
gögn sem nota má til líkanagerðar.
Megináhersla er lögð á að koma á
fót áreiðanlegum mælingum á um-
hverfisþáttum til að fylgjast með
breytingum sem kunna að eiga sér
stað á löngum tíma.
Albert segir að Litla-Skarð sé
mjög góð mælistöð og hafa menn
áhuga á að bæta þar við rannsókn-
um. Niðurstöður vöktunar bendi til
þess að langtaðborin mengunarefni
séu þar nær engin. Ef álíka vatns-
gæði séu í grunnvatni um allt Ís-
land séu það góðar fréttir fyrir
bændur og aðra sem stunda mat-
vælaframleiðslu á Íslandi.
Að umhverfisvöktuninni standa
Umhverfisstofnun, Landbúnaðar-
háskóli Íslands, Háskóli Íslands,
Skógrækt ríkisins, Veðurstofa Ís-
lands, Náttúrufræðistofnun Íslands
og Vatnamælingar Orkustofnunar.
Samþætt umhverfisvöktum á Litla-Skarði
Dagana 30. - 31. mars var haldin ráðstefna í Skjólbrekku í
Mývatnssveit um „Skógarnytjar og skógarumhirðu“, sem um
100 manns sóttu. Ráðstefnan var haldin af Norðurlandsskóg-
um, Skógrækt ríkisins, Landsamtökum skógareigenda og Fé-
lagi skógarbænda á Norðurlandi. Umhirða skóganna er eitt
megin viðfangsefni skógræktar framtíðarinnar. Með umhirð-
unni er grunnurinn lagður að fjölþættum notum skógarins
bæði til útivistar og hráefnisframleiðslu. Erindi ráðstefnunn-
ar fjölluðu um hvernig hagkvæmast væri að sinna umhirðu
skóganna og um leið auka útivistargildi þeirra og skapa verð-
mætt hráefni. Ljóst er að æ fleiri Íslendingar leggja leið sína í
skóginn til að njóta útivistar. Mjög stór tækifæri liggja í
bindingu kolefnis með aukinni skógrækt og vannýtt tækifæri
til tekjuöflunar ef tekið er mið af verði á losunarheimildum.
Verið er að skoða fjölmargar leiðir til að nýta grisjunarvið
sem fellur til við fyrstu grisjun ungskógar sem eins konar
aukaafurð. Sem dæmi má nefna að grisjunarviður af um ½
hektara 30 ára gömlum lerkiskógi dugar til að kynda stórt
einbýlishús. Hér er því um spennandi kost að ræða fyrir
skógræktendur á köldum svæðum. Á ráðstefnunni voru
kynntir sérstakir viðarbrennsluofnar sem henta til þessara
nota. Um 130 bændur eru þátttakendur í Norðurlandsskógum
sem er verkefni til að stuðla að nýskógrækt á bújörðum. Á
síðasta ári voru gróðursettar um 1,3 milljónir plantna sem
samsvarar um 500 hekturum af skógi. Birki og lerki eru al-
gengustu tegundirnar og jafnframt þær öflugustu þegar kem-
ur að því að rækta skóg á þurru og gróðursnauðu landi og
byggja upp vistkerfið að nýju. Í framtíðinni mun birkið bera
fræ og breiðast út frá gróðursetningarstað og fá mun meiri
útbreiðslu en gróðursetningartölur segja til um. MHH
Þátttakendurnir á ráðstefnunni í Mývatnssveitinni, um 100 manns, sem fengu að líta sveitina í vetrarbúningi að Skútustöðum. Bændablaðsmynd/MHH
100 manns sóttu ráðstefnu um skógarnytjar og skógarumhirðu í Mývatnssveit
Aðalfundur Félags sauðfjár-
bænda í Árnessýslu:
Átelur Embætti yfirdýralæknis
fyrir óviðunandi vinnubrögð við
gerð samninga
„Aðalfundur Félags sauðfjár-
bænda í Árnessýslu, haldinn að
Þingborg 27. mars 2006, átelur
Embætti yfirdýralæknis fyrir óvið-
unandi vinnubrögð við gerð samn-
inga og efndir á þeim í tengslum
við niðurskurð fjár vegna riðuveiki
á félagssvæðinu.
Dæmi eru um að ekki hafi verið
gengið frá samningum við bændur
fyrr en löngu eftir niðurskurð, þó
að ágreiningsefni hafi ekki verið
uppi.
Ef gögn hefur vantað, til að
unnt væri að ganga frá eða fram-
fylgja samningum, hefur Embætti
yfirdýralæknis í flestum eða öllum
tilfellum látið hjá líða að veita upp-
lýsingar um það eða afla þeirra
gagna að eigin frumkvæði.
Starfsmaður embættisins hefur
ítrekað komist upp með að trassa
útreikninga og draga greiðslur til
bænda þó að öll gögn hafi legið
fyrir.
Útlit er fyrir að bændum hafi
verið mismunað verulega við
samningsgerð.
Fundurinn krefst þess að stjórn-
völd bæti nú þegar úr þeim brota-
lömum sem orðið hafa á gerð og
efndum samninga við sauðfjár-
bændur sem skorið hafa niður í
baráttunni við riðuveiki.
Greinargerð:
Við þessar aðstæður þurfa bændur
að leggja mikið á sig til að sækja
rétt sinn. Símhringingar, bréfa-
skriftir, suðurferðir, lögfræðingsað-
stoð og atbeina ráðherra hefur þurft
til að fá staðið við gerða samninga
og sér ekki fyrir endann á því, þrátt
fyrir að málaflokkurinn hafi verið
fluttur til nýstofnaðrar Landbúnað-
arstofnunar á Selfossi.
Bændur hafa orðið fyrir fjár-
hagstjóni vegna vanefnda á samn-
ingum og óheyrilegum greiðslu-
drætti. Dæmi eru um að embættið
skuldi bændum, sem löngu hafa
lokið hreinsun á jörð sinni, tveggja
ára afurðabætur.
Í mörgum tilfellum hrökkva
þær bætur sem bændum voru
boðnar fyrir eyðingu og endurnýj-
un á fjárhúsum hvergi nærri fyrir
útlögðum kostnaði.
Auk ofantaldra vandkvæða,
hefur háttarlag Embættis yfirdýra-
læknis valdið bændum og búaliði
ómældu hugarangri og óvissu. Að
þurfa að láta fjárstofn sinn, um-
turna húsum sínum, eyða heyjum
og farga eigum er nógu erfitt þó að
annað komi ekki til. Veruleg breyt-
ing þarf að verða á starfsháttum
embættisins til að endurvinna
traust þessa fólks.
Ljóst er að þessi vinnubrögð
verða málefninu ekki til framdrátt-
ar og ef bændur eiga í framtíðinni
að koma til samstarfs í baráttunni
gegn riðuveiki, þarf hið opinbera
að standa öðruvísi og betur að mál-
um en hér hefur verið gert.“
Ályktun þessi er send:
Embætti yfirdýralæknis,
Landbúnaðarráðuneytinu,
Landbúnaðarstofnun,
Bændasamtökum Íslands,
Landssamtökum sauðfjárbænda,
Héraðsdýralækni Suðurlands.
Sjaldan veldur einn þá tveir deila
-Athugasemd yfirdýralæknis varð-
andi ályktun aðalfundar Félags
sauðfjárbænda í Árnessýslu 27.
mars 2006.
Yfirdýralæknir harmar að til
þessarar ályktunar hafi þurft að
koma, en minnir á hið fornkveðna
„að sjaldan veldur einn þá tveir
deila.“
Því hefði verið eðlilegra að
stjórn Félags sauðfjárbænda í Ár-
nessýslu hefði haft samband við
Landbúnaðarstofnun, sem nú fer
með þessi mál, áður en til þessarar
ályktunar kom.
Landbúnaðarstofnun er að taka
saman yfirlit um stöðu um 70
samninga, sem gerðir hafa verið
við sauðfjáreigendur á undanförn-
um þremur árum vegna riðuniður-
skurðar. Að loknu stöðumati verður
kappkostað að ljúka útistandandi
málum sem allra fyrst. Jafnframt er
unnið að endurskoðun vinnuferla
varðandi samningagerðir til að
tryggja eins og unnt er að mál sem
þessi geti gengið hratt og vel fyrir
sig í framtíðinni.
F. h. Landbúnaðarstofnunar,
Halldór Runólfsson
yfirdýralæknir
Sunnlenskir sauðfjárbændur finna að
vinnubrögðum Embættis yfirdýralæknis
Aðalfundur Mjólkurbús Borg-
firðinga var haldinn 27. mars
sl. Á fundinum gekk Guð-
mundur Þorsteinsson úr stjórn
eftir formennsku frá stofnun
félagsins árið 1994. Fundurinn
færði honum þakkir fyrir
heilladrjúg störf. Nýr í stjórn í
hans stað var kosinn Sigbjörn
Björnsson, en aðrir stjórnar-
menn eru Guðrún Sigurjóns-
dóttir, Ásbjörn Pálsson, Pétur
Diðriksson og Jón Gíslason.
Aðalfunduinn mótmælti
„harðlega þeirri kjaraskerðingu
sem Verðlagsnefnd búvara gerir
mjólkurframleiðendum að þola
með því að ákveða lágmarks-
verð mjólkur lægra en sagt er
fyrir um í skýrum verðlags-
ákvæðum búvörulaga.
Fundurinn skorar því á
Landssamband Kúabænda að
herða baráttuna fyrir lögmætum
rétti okkar til mannsæmandi
launa.
Aðalfundur MBB haldinn að
Breiðabliki 27. mars 2006 mót-
mælir harðlega þeirri aðferð sem
viðhöfð var við atkvæðagreiðslu
um sölu hóteleigna Bændasam-
taka Íslands á aukabúnaðarþingi
30. janúar 2006. Fundurinn telur
að hinn almenni félagsmaður
hafi sjálfsagðan rétt til að vita
hvernig fulltrúar hans á Búnað-
arþingi verja atkvæði sínu. Því
hafi tvímælalaust átt að viðhafa
nafnakall við afgreiðslu málsins.
Þá krefst fundurinn þess að
stjórn færi rök fyrir þeirri tillögu
sinni að atkvæðagreiðslan skyldi
vera leynileg.
Aðalfundur MBB haldinn að
Breiðabliki 27. mars 2006 telur
rétt að áfram verði unnið að því
að losa það fjármagn, sem liggur
í hús- og hóteleignum Bænda-
samtakanna, enda renni nettó
söluhagnaður í Lífeyrissjóð
bænda, en með því móti verður
komist næst því að skila því til
þeirra sem lögðu það upphaflega
fram.
Fundurinn beinir því til
Landssambands kúabænda að
vinna að málinu á þeim forsend-
um.“
Aðalfundur Mjólkurbús Borgfirðinga
Þessi ágæti Landcruiser er
til sölu, ekinn 373.000 km.
Verð kr. 450.0000.
Sumar og vetrardekk.
Er í fínu standi.
Uppl. í síma 896-1191.
Bíll til sölu