Bændablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 17
17Þriðjudagur 11. apríl 2006 Vorið 2005 hófst þriggja ára verkefni sem hefur það mark- mið að auka möguleika bænda til að framleiða og selja heima- unnin matvæli á býlunum. Verk- efnisstjórn skipuðu aðilar frá Ferðaþjónustu bænda, Lifandi landbúnaði, Hólaskóla, háskól- anum á Hólum, Landbúnaðar- háskóla Íslands, Bændasamtök- um Íslands og IMPRA á Akur- eyri. Marteinn Njálsson, formaður Félags ferðaþjónustubænda, sagði að verkefnið væri styrkt af Fram- leiðnisjóði, Iðntæknisjóði og Landbúnaðarráðuneytinu. Hann segir að fyrsta árið af verkefninu sé um það bil liðið en það hefur mest farið í að safna fræðilegum upplýsingum. Þær upplýsingar verða settar í handbók sem gefin verður út í byrjun maí. ,,Það næsta sem gerist er að virkja þá bændur sem hafa tilkynnt sig inn í verkefnið og eru með ein- hverjar vörur sem þeir vilja fram- leiða og selja undir merkinu Beint frá býli. Við þurfum að ná þessum hópi saman en um er að ræða 15 bændur. Þær vörur sem þeir hyggj- ast framleiða heima á býlunum eru mjög spennandi. Það er allt frá því að vera einfaldar vörur upp í mjög þróaðar vörur. Þarna skiptir þekk- ing og fagmennska öllu máli og við munum vinna þetta á þeim nót- um,“ sagði Marteinn Njálsson. Heimavinnsla og sala afurða beint frá býli er nánast óþekkt fyr- irbrigði hérlendis. Þetta er hinsvegar algengt í flestum ná- grannalöndunum þar sem þetta hefur verið tengt við menningar- tengda ferðaþjónustu, við matar- ferðaþjónustu, við ferðaþjónustu sem afþreyingu, sem liður í þjón- ustustigi landssvæða og sem liður í nauðsynlegri tekjuöflun bænda. Hérlendis er nær engin hefð fyrir að bændur sinni markaðsmál- um sjálfir sem einstaklingar og því verður um nokkuð átak að ræða fyrstu metrana í verkefninu. Nú- verandi lög og reglur eru einnig óþarflega flókinar því engar und- antekningar hafa verið byggðar inn í kröfugerðir með tilliti til smárra rekstraraðila, enda hafa engir slíkir verið til. Staða mála nú í verkefninu er að í undirbúningi er útgáfa hand- bókar sem mun taka á túlkun á þeim reglugerðum sem gilda um þessa starfsemi og verður að því loknu leitað til þeirra bænda sem sýndu málinu áhuga vorið 2005 um að taka þátt í þróunarverkefn- um undir merkjum „Beint frá býli“. Verkefnið Beint frá býli er komið vel af stað Bændablaðið kemur næst út: þriðjudaginn 2. maí

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.