Bændablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 25
25Þriðjudagur 11. apríl 2006
Landssamband eldri borgara
hefur sent Sambandi íslenskra
sveitarfélaga (SÍS), bréf þar sem
fram kemur að landssambandið
er tilbúið til samstarfs við SÍS
um að leita fleiri leiða í búsetu-
formi eldri borgara.
Borgþór Kjærnested, fram-
kvæmdastjóri Landssambands
eldri borgara, sagði í samtali við
Bændablaðið að það sem fyrir
eldri borgurum vekti væri að þegar
fólk er orðið sjötugt og býr í eigin
húsnæði losni það við fasteigna-
gjöldin. Það væri mikill sparnaður
fyrir sveitarfélögin að þurfa ekki
að búa þessu fólki aðra búsetu með
tilheyrandi kostnaði upp á 5 til 6
milljónir króna á ári á hvern ein-
stakling. Ef byggja eigi stofnanir
þá kosti það 15 milljónir króna á
hvern einstakling auk rekstursins.
Borgþór bendir á að hugmyndin
um að byggja klasaíbúðir með
þjónustuaðstöðu og öðru slíku
væri að verða að veruleika. Hann
segir að það sé að koma inn ný
hugsun í þessum málum. Ná-
grannalöndin væru fyrir löngu
hætt að byggja steinsteypublokkir
eða elliheimili fyrir fólk sem er
fullfrískt fram yfir áttrætt. Nú vildi
fólk vera heima hjá sér sem lengst
en fá aukna heimilisaðstoð. Þetta
myndi spara sveitarfélögunum
stórfé.
Varðandi sveitirnar sagði Borg-
þór að þar sé sama upp á teningn-
um. Fólk vilji vera heima hjá sér
eins lengi og mögulegt er.
Borgþór sagði að ýmis sveitar-
félög væru með í vinnu hjúkrunar-
fræðinga sem færu á milli bæja í
stað þess að reisa dýrar stofnanir.
Leita fleiri leiða í bú-
setuformi eldri borgara
Verð kr. 957.000 m/vsk
Burðargeta 14 tonn
Stærð palls = 2,50x9,0m
H. Hauksson ehf.
Suðurlandsbraut 48
Sími: 588-1130. Fax. 588-1131.
FLATVAGNAR
2500
2040
!"#! $#%&'()*)
+
,$!-