Bændablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 40
40 Þriðjudagur 11. apríl 2006
Landmesta
sveitarfélag landsins
Þetta embætti í stjórnsýslunni varð
til um leið og sveitarfélagið Fljóts-
dalshérað, við sameiningu Austur-
Héraðs, Norður-Héraðs og Fella-
hrepps fyrir einu og hálfu ári. Ekki
var síst þörf á þessu embætti vegna
þess að sveitarfélagið sameinar
nokkuð sterkt þéttbýli og umfangs-
mikið dreifbýli, enda er Fljótsdals-
hérað landmesta sveitarfélag lands-
ins og nær yfir um 10.000 ferkíló-
metra. Ennþá hafa önnur sveitarfé-
lög ekki komið sér upp sams konar
embætti en vitað er að sum þeirra
eru farin að horfa til reynslu Hér-
aðsmanna af þessu.
Viðamikið starf
Í starfslýsingu héraðsfulltrúa er
hann sagður framkvæmdastjóri
sveitarfélagsins varðandi dreifbýl-
is- og hálendismál. Hann eigi að
annast framkvæmd aðgerða í sam-
ræmi við samþykktir sveitarfélags-
ins hverju sinni og sjái um ráðn-
ingu starfsmanna til þeirra starfa,
sem undir hann heyri. Þá segir þar
meðal annars að hann geri tillögur
til fjárhagsáætlunar í samráði við
dreifbýlis- og hálendisnefnd og í
samræmi við samþykkta stefnu-
mótun geri hann verk-, fram-
kvæmda- og rekstraráætlanir þann-
ig að þær liggi til grundvallar við
undirbúning og gerð fjárhagsáætl-
unar.
Héraðsfulltrúi á meðal annars
að hafa umsjón með verkefnum er
snerta vega- og slóðagerð utan
þéttbýlis í samráði við skipulags-
fulltrúa og umhverfisfulltrúa. Þá á
hann að hafa yfirumsjón með mál-
efnum á sviði landbúnaðar, svo
sem beitarstýringu, girðingamál-
um, skógrækt, lausagöngu, varnar-
línum, fjallskilum og réttum, bú-
fjáreftirliti, forðagæslu, veiðimál-
um, meindýraeyðingu, dýravernd
og málefnum gæludýra. Héraðs-
fulltrúanum ber líka að hafa um-
sjón með rekstri fráveitna og vatn-
sveitna í dreifbýli, vera tengiliður
ásamt bæjarstjóra vegna fram-
kvæmda við Kárahnjúkavirkjun,
hafa umsjón með snjómokstri í
dreifbýli og líta til með jarðeignum
sveitarfélagsins, ábúðarmálum og
fjallaskálum. Þá er honum ætlað að
vera tengiliður vegna málefna er
varða þjóðgarð og verndarsvæði
norðan Vatnajökuls og í samstarfi
við bæjarstjóra að fylgjast með
málefnum óbyggðanefndar. Hann á
að hafa yfirumsjón með þjónustu-
miðstöð sveitarfélagsins að Brúar-
ási í Jökulsárhlíð og skipuleggja
þar allt starf auk þess sem hann er
tengiliður sveitarfélagsins vegna
Fjárafls, sem er nýlega stofnaður
fjárfestinga- og þróunarsjóður fyrir
dreifbýli Fljótsdalshéraðs.
Margvísleg erindi
-En hver svo reynslan, hvaða
verkefni og erindi eru það sem
helst berast inn á borð héraðsfull-
trúans?
„Þau eru nú margvísleg erindin
sem berast til mín,“ segir Skarp-
héðinn Smári. „Menn eru að biðja
um viðhald á ljósastaurum, spyrja
um snjóruðning, tæmingu rotþróa
og ýmislegt annað sem hingað
berst en ég leiði þá fólk áfram inn
á rétta staði í stjórnsýslunni.“
Hann segir það markmið sveit-
arfélagsins að hafa jafngóða þjón-
ustu í dreifbýli og þéttbýli, þótt
stundum sé erfitt að koma því fyr-
ir. „Eins og til dæmis með snjó-
moksturinn, við reynum að sinna
honum eins vel og hægt er. Að vísu
hefur ekki verið snjóþungt síðan
ég tók við þessu starfi en þó hafa
komið skot, eins og í fyrra og janú-
ar í ár og bara núna í lok mars og
byrjun apríl. Sveitarfélagið er með
samning við Héraðsverk um allan
snjóruðning, jafnt í þéttbýli sem
dreifbýli. Ég hef ekki orðið var við
mikla óánægju með snjómokstur
nema einstaka dag. Það er kannski
frekar að á vanti að fólk láti vita
um óánægju með þennan þátt og
aðra. Mér finnst verra að frétta
slíkt utan að mér. Ég vil frekar fá
kvartanir frá fyrstu hendi. Annars
held að snjómokstur sé í ágætu
lagi. Héraðsverk hefur mikið af
tækjum en sums staðar hefur fyrir-
tækið líka samið við bændur, sem
margir hverjir eiga ágætis vélar til
snjóruðnings, að sjá um heimreiðar
hjá sér og nágrönnum sínum. Það
hentar oft betur en að fara með stór
ruðningstæki langt út í sveitir.“
Stóru málin
taka mestan tíma
Skarphéðinn Smári segir hins veg-
ar að stóru málin hafi tekið mestan
sinn tíma það sem af er þessu ári.
„Mesta vinnan núna er varðandi
þjóðgarðsmálin. Væntanlegur
Vatnajökulsþjóðgarður er um-
fangsmikill og nær yfir stórt svæði
norðan jökulsins sem bæði heyrir
undir okkar sveitarfélag og Fljóts-
dalshrepp. Viðræður vegna þessa
máls hófust upp úr áramótum og
fulltrúi beggja sveitarfélaganna í
þessu er Skúli Björn Gunnarsson á
Skriðuklaustri. Síðan stofnuðu
sveitarfélögin Fljótsdalshérað og
Fljótsdalshreppur sameiginlegan
starfshóp vegna þessa máls til að
vinna með honum í þessu. Það eru
miklir fundir framundan og mikil
undirbúningsvinna því í haust á að
leggja frumvarpið fram á alþingi,“
segir Skarphéðinn Smári.
Hann segir að í raun snerti þetta
ekki margar jarðir, því jarðirnar
séu svo stórar. „Þetta eru Möðru-
dalur, sem er ríkisjörð, Brú á Jök-
uldal, sem er í einkaeigu og síðan
eru það kirkjujörðin Valþjófsstaður
og Glúmsstaðir tvö. Þetta eru þær
jarðir sem þjóðgarðshugmyndin
snertir beint en auðvitað getur
þetta snert fleiri jarðir vegna nytja,
þ.e.a.s ef til þess kemur að nytjar á
þjóðgarðslandinu verði að ein-
hverju leyti skertar. Við viljum að
jarðirnar megi nytja þetta land
áfram, þrátt fyrir þjóðgarð.“
Skarphéðinn Smári bendir á að
ekki sé verið að keyra eða reka fé
inn á þetta svæði. Það einfaldlega
fari þangað. „Svo eru þarna um-
talsverðar nytjar af hreindýraveið-
um, jafnvel gæs og rjúpu, þannig
að það er að mörgu að hyggja
varðandi þennan þjóðgarð og hve
verndaður hann á að verða.“
Kárahnjúkar og
vatnaflutningar
Annað stórmál, sem héraðsfulltrú-
inn hefur á sínu borði, eru fram-
kvæmdirnar umfangsmiklu við
Kárahnjúkavirkjun. Hann segist
þar hafa verið í góðu samband við
forsvarsmenn Landsvirkjunar
vegna virkjunarinnar og Landsnets
vegna línulagningarinnar. En er
búið að hnýta alla lausa enda í
þeim málum gagnvart landeigend-
um?
„Ég kannski get ekki fullyrt al-
veg um það en að því er ég best
veit þá á þetta mest allt að vera
komið í gegn. Það eru þarna nokkr-
ir ásteytingarsteinar gagnvart sveit-
arfélaginu, sem ég voni að klárist
með vorinu. Landsnet fékk auðvit-
að vissar eignarnámsheimildir, sem
eru gengnar í gegn en annað er held
ég búið að semja um.“
Vatnaflutningarnir, það er flutn-
ingur Jökulsár á Dal yfir í Lagar-
fljót vegna virkjunarinnar eru svo
annað mál og um leið stækkun
Lagarfossvirkjunar vegna aukins
vatns í fljótinu. „Það kemur ekki
eins inn á mitt borð. Þar eru í far-
vegi samningaviðræður milli RA-
RIK og Félags landeigenda við
Lagarfljót, þótt ég og bæjarstjóri
hafi setið fundi vegna þessa máls.“
Samræming
fjallskilamála
Skarphéðinn Smári segir fjallskila-
mál hafa verið margs konar í
hreppunum sem voru fyrir samein-
ingu. „Við ætlum að reyna að sam-
ræma þessi mál og koma á einum
fjallskilasjóði.“ Hann segir áherslur
mismunandi í þessum málum eftir
því hvar er í sveitarfélaginu. Sauð-
fjárbúskapur sé mun meiri á Jökul-
dal, í Hlíð og Tungu en annars
staðar, þannig að samræming í eitt
kerfi sé svolítið flókin. Og svo er
eitt sem oft kemur til kasta Héraðs-
fulltrúans en það eru refa- og
minkaveiðar. „Það virðist mikið af
ref í sveitarfélaginu núna. Ég fæ
fregnir af þeim víða. Þetta er nokk-
uð sem þarf að taka á og kostnaður
sveitarfélagsins er talsverður af
þessu. Mitt álit er að ríkið þurfi að
taka mun meiri þátt í þessu og
borga til dæmis alfarið minkaveið-
ar, því sú skepna kom til landsins á
vegum ríkisins.“
Umboðsmaður
dreifbýlismanna
Skarphéðinn Smári segir samskipti
við sumarhúsaeigendur góð en
mikið er af þeim á Héraði og æ
fleiri jarðeigendur eru að skipu-
leggja sumarhúsabyggðir á landi
sínu. Þá segir hann almenna sátt til
sveita um sorphirðu en sorp er
hreinsað í dreifbýli tíunda hvern
dag og von er á nýjum sorpbíl með
pressu sem fara á heim að hverjum
bæ. Hann segist fá mikið af upp-
hringingum frá sveitafólki með
ýmsum fyrirspurnum og því er ekki
úr vegi að spyrja hvort hlutverkið
sé eitthvað í líkingu við embætti
umboðsmanns alþingis? „Ja, ég er
kannski umboðsmaður dreifbýlis-
manna í sveitarfélaginu en ég hef
hins vegar ekkert úrskurðarvald,“
segir Skarphéðinn Smári Þórhalls-
son, héraðsfulltrúi á Fljótsdalshér-
aði. hb
Skarphéðinn Smári Þórhallsson,
héraðsfulltrúi á Fljótsdalshéraði:
Sinnir smæstu og stærstu málum
dreifbýlisbúa í sveitarfélaginu
Mitt hlutverk er fyrst og fremst að aðstoða íbúa dreifbýlisins í sveitarfélag-inu á ýmsan hátt. Ég reyni að tryggja þeim aðgang að stjórnkerfinu meðleiðbeiningum hvar í stjórnsýslu sveitarfélagsins fyrirspurnir og athuga-
semdir íbúanna eiga heima. Það má kannski segja að þeir leiti til mín með þau
mál sem áður var leitað með til oddvita hreppanna og ég kem þeim svo áfram
rétta boðleið í stjórnsýslunni.“ Þetta segir Skarphéðinn Smári Þórhallsson sem er
héraðsfulltrúi sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs og um leið starfsmaður dreifbýlis-
og hálendisnefndar sveitarfélagsins.
Skarphéðinn Smári Þórhallsson, héraðsfulltrúi Fljótsdalshéraðs. /Bænda-
blaðið: hb
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs
og Arnór Benediktsson á Hvanná, formaður dreifbýlis-
og hálendisnefndar Fljótsdalshéraðs, í vettvangsferð á
virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka. /Bbl. Skarph. Smári
Snjómokstur á heimreiðum er eitt af því sem kemur
inn á borð héraðsfulltrúa. Hér er verið að ryðja snjó af
heimreið á Fljótsdalshéraði. /Bbl.hb.
Til sölu John Deere
fyrir metnaðarfulla bændur
Innflutningur og þjónusta frá LVB, sem er eitt stærsta John
Deere umboð Þýskalands
Tengiliðir á Íslandi eru
Þórarinn 869-2241 og Jónas Örn 864-5373