Bændablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 47
47Þriðjudagur 11. apríl 2006
5. - 13. maí
Vorferð sem á eftir að leiða ykkur í gegnum 3 áhugaverð lönd. Flogið
verður til menningarborgarinnar Parísar, sem er sérstaklega falleg að
vori. Gist í 4 nætur í Rouen og farið í fleiri áhugaverðar
skoðunarferðir þaðan. Áfram haldið til Belgíu þar sem Brussel er
einn áfangastaðanna. Síðustu dögunum eyðum við síðan saman í
gleðiborginni Amsterdam.
Fararstjóri: Örlygur Atli Guðmundsson
s: 570 2790 www.baendaferdir.is
A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R
Verð: 109.800 kr. á mann í tvíbýli. Mikið innifalið.
Vor 3
París - Brussel - Amsterdam
Nú í sumar mun bændum bjóðast
rúlluplast á hagstæðari kjörum en
áður hefur hefur þekkst. Frjó ehf.
sem er m.a. leiðandi fyrirtæki í
sölu á rekstrarvörum til Garð-
yrkju- og skógarbænda, hefur náð
afar hagstæðum samningum við
framleiðanda á rúlluplasti. Um er
að vöru frá hinum þekkta fram-
leiðanda The Barbier Group en
fyrirtækið er með 20 ára reynslu af
þróun og framleiðslu á rúlluplasti.
Plastið sem um ræðir heitir Bel
Ensil og er sterk þriggja laga
plastfilma með mikla samloðun og
afar góða þéttnieiginleika. Heild-
arframleiðsla The Barbier Group
er um 120,000 tonn af plasti á ári í
12 verksmiðjum fyrirtækisins.
Frjó ehf. hefur ákveðið að
plastið verði ekki selt í smálsölu
heldur verði bændum gefinn kost-
ur á að kaupa það beint úr heild-
sölunni hjá Frjó og spara sér með
því kostnaðinn af milliliðum. Frjó
ehf hyggst bjóða bændum upp á
sveigjanleg greiðslukjör og hægt
verður að fá plastið sent hvert á
land sem er samdægurs.
Frjó ehf. er farið að taka við
pöntunum fyrir sumarið og þeir
sem vilja fá frekari upplýsingar
um verð, gæði og greiðslukjör er
bent á að hafa Samband við Frjó
ehf í síma 567-7860 eða senda
tölvupóst á frjo@frjo.is
Fyrir hönd Frjó ehf.
Hjalti Garðar Lúðvíksson
Lægra verð á
rúlluplasti til
bænda í sumar
Búsæld ehf.
Fundarboð
Aðalfundur Búsældar ehf sem halda átti 5. apríl sl. verður haldinn í
Hótel Héraði Egilsstöðum fimmtudaginn 27. apríl nk. og hefst
kl. 13.30.
Dagskrá:
Fundarsetning.
Skýrsla stjórnar um rekstur og hag félagsins á liðnu starfsári.
Lagður fram rekstrar- og efnahagsreikningur félagsins fyrir
árið 2005.
Kosning stjórnar og endurskoðenda.
Ákvörðun um arðgreiðslur og meðferð hagnaðar.
Ákvörðun um þóknun til stjórnar og endurskoðenda.
Önnur mál.
Minnt er á heimild til umboða, skráning á fundarstað.
Stjórn Búsældar