Bændablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 28
28 Þriðjudagur 11. apríl 2006
Anna Lilja Sigurðardóttir segir að
eitt hundrað barna skóli sé afar
skemmtileg námseining sem gefi
öllum, nemendum, starfsfólki og
foreldrum tækifæri til að þekkjast
vel. „Íslensk rannsókn hefur sýnt
að með því að kynni séu með þess-
um hætti gefi það betri námsmögu-
leika og betri samskipti. Nándin
skiptir því máli og er einn af kost-
um sveitaskólans.
Litlir sveitaskólar skipuleggja
svokallaða samkennslu árganga,
þá er tveimur og jafnvel þremur ár-
göngum kennt saman í námshópi.
Þetta fyrirkomulag kallar á vinnu-
brögð þar sem leitast er við að öll
börnin fá menntun á eigin forsend-
um og augljóst að ekki dugar að
kennslan sé alltaf kennarastýrð og
allir að fáist við sama viðfangsefn-
ið á sama hátt.“
Sjaldan þarf að taka
á erfiðum agamálum
Er „andinn“ í sveitaskóla öðru
vísi en í bæjarskóla? Er samheldn-
in meiri?
„Ég upplifi samkennd hér sem
ég tel að erfitt að ná upp í stærri
skólsamfélögunum. Ég get auðvit-
að ekki alhæft en hér finnst mér ég
upplifa jafnvægi og ró í skólastarf-
inu og þótt lífið og fjörið geti líka
verið mikið þá þarf afar sjaldan að
taka á erfiðum agavandamálum.
En auðvitað eru nemendur alltaf
nemendur, sjálfum sér líkir hvar
sem þeir eru, frábærar uppvaxandi
mannverur sem er ótrúlega gaman
að vinna með. Félagatengsl í skóla
af þessari stærð geta verið flókin
því færri eru úr að velja þegar þig
vantar vin eða félaga, en þá er bara
að vinna með það.
Ég álít að það hafi áhrif á sam-
kenndina að öllum er ekið til og frá
skóla á sama tíma. Allir borða síð-
an saman í mötuneytinu tvisvar á
dag, nemendur mæta fyrst í einn
tíma fá svo 20 mínútur til að snæða
fjölbreyttan morgunmat og síðan
alltaf heitur matur í hádeginu.
Þessi næring og þessar samveru-
stundir í mötuneytinu þar sem allir
eru með, hefur án efa áhrif á líðan
nemenda, sem er jú undirstaða
þess að þau læri og þroskist.“
Góð, samnings-
bundin þjónusta
Eru möguleikar sveitaskólans
aðrir en bæjarskólans?
„Kostir sveitaskólans eru marg-
ir, leiðirnar í stjórnsýslunni eru t.d.
stuttar en á móti saknar maður að
hafa ekki skólaskrifstofu á bak við
sig. Við búum þó við góða samn-
ingsbundna þjónustu frá Akureyr-
arbæ og Háskólanum á Akureyri
og sveitarfélög, sem eru afar vel-
viljuð í garð skólans.
Þelamerkurskóli er í reglu-
bundnu samstarfi við þrjá aðra
litla skóla. Þar er um að ræða
íþróttamót á öllum stigum, sem
haldin eru til skiptis í skólunum.
Sameiginleg böll eru haldin fyrir
unglingana einu sinni á vetri í öll-
um skólunum fjórum. Þá hafa
stjórnendur skólanna og kennarar
einnig með sér reglubundið sam-
starf, ásamt því að allt starfsfólk
skólanna, bílstjórar og aðrir, heldur
eitt sameiginlegt námskeið á
hverju hausti. Þetta er mjög nauð-
synlegt í svona litlum samfélög-
um. Samskólasamstarfið verður
líka til þess að við verðum hluti af
stærra skólasamfélagi.
Þú spyrð hvað ég hafi haft með
mér inn í skólastarfið. Ég tók auð-
vitað með mér reynslupakka sem
er dýrmætur, ég er svo heppin að
hafa starfað sem kennari, kennslu-
ráðgjafi, skólastjóri og sérkennslu-
fulltrúi, ég hafði stjórnað vett-
vangsnámi kennaranema í KHÍ,
auk þess að vinna að menntun
kennara, bæði við HA og KHÍ.
Einnig vil ég nefna að ég lauk ný-
lega mastersnámi í opinberri
stjórnsýslu frá HÍ sem var vel
skipulagt nám og frábærir kennar-
ar á hverju námskeiði. Námið
breytti sýn minni á stofnunina
grunnskóli og gaman að koma að
stjórnun skóla í framhaldi af því.
Nemandinn þarf að finna
sig öruggan í skólanum
Þú spyrð einnig um mínar
áherslur í skólastarfi. Ég lít svo á
að góður skólaandi sé grundvöllur
góðs árangurs í skólastarfi. Nem-
andinn þarf að finna sig öruggan í
skólanum, líða vel andlega og lík-
Kostir sveita-
skólans eru margir
Þelamerkurskóli er grunnskóli í um 12 kílómetra fjarlægð frá Akureyri. Hann er rekinn af tveimur sveitarfélögum, Hörgárbyggð og Arnarnes-
hreppi, sem bæði eru metnaðarfull fyrir hönd síns skóla. Í skólanum eru nú tæplega 100 nemendur og nálægt 20 starfsmönnum. Fimm bílstjór-
ar sjá um daglegan akstur nemenda í skólann, svo sjá má að skólaumdæmið er víðfeðmt. Allir nemendurnir eiga lögheimili innan sveitarfélag-
anna. Skólastjóri er Anna Lilja Sigurðardóttir.
Skólahald hófst í
Þelamerkurskóla 5.
desember 1963 og
því var haldið upp á
fertugsafmæli skól-
ans hinn 5. desember
2003 með pompi og
prakt. Til skólans var
stofnað af þremur
þáverandi sveitarfé-
lögum sem síðar
mynduðu sameinuð
Hörgárbyggð. Seinna
kom Arnarneshrepp-
ur einnig að rekstrin-
um. Fyrsta árið voru
nemendur skólans
84, en aldrei þó fleiri
en helmingur þeirra í
einu, helmingurinn
var viku og viku í
senn. Árin 1972-73
voru nýjar heimavist-
ir byggðar og þá
gátu allir nemendur
miðstigs og ung-
lingadeildar verið
samfleytt í skóla all-
an veturinn. Í lok 8.
áratugarins var skól-
inn fjölmennastur
með um 130 nemend-
ur, þá var skólinn
heimavistarskóli,
nemendur komu á
sunnudagskvöldum
og voru samfellt í
skólanum fram á
föstudagssíðdegi.
Heimavistin var svo
aflögð snemma á 9.
áratugnum. Nú eru
breyttir tímar og
börnum sem betur
fer gert kleift að eiga
fleiri stundir með
fjölskyldum sínum. Í
dag eru nemendur
skólans 91 og mun
enn fækka lítillega
næstu árin en síðan
má búast við aukn-
ingu aftur með fjölg-
un í sveitarfélögun-
um, en áberandi er
aukinn áhugi á bygg-
ingalóðum.
Anna Lilja Sigurðardóttir.
Ung og upprennandi.