Bændablaðið - 22.04.2009, Page 6

Bændablaðið - 22.04.2009, Page 6
6 Bændablaðið | miðvikudagur 22. apríl 2009 Málgagn bænda og landsbyggðar LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 5.400 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.400. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 – Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. th@bondi.is – Sími: 563 0375 – Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is – Matthías Eggertsson me@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621 Dagur sumars og dagur lýðræðis Í lok þessarar viku renna upp tveir dagar sem alla jafna eru tilhlökkunarefni hér á landi. Á       ardagurinn fyrsti, almennur hátíðis- og frídagur. Þótt sumir segi að hann sé allt of snemma á ferðinni, það sér ekki komið neitt það veður sem hægt sé að tengja sumrinu, þá ber dagurinn í sér fyrirheit um að framundan sé betri tíð með blóm í haga. Það kann einhverjum að þykja hjóm eitt, nú á dögum járnbentrar stein- steypu og hitaveitu, en þannig hefur það ekki alltaf verið. Þess vegna vekur dagurinn gleði í brjóstum landsmanna. Hinn dagurinn er laugardagur- inn 25. apríl þegar þjóðin gengur að kjörborðinu og velur sér nýtt fólk til að stjórna landinu. Sá dag- ur er alltaf gleðilegur, þótt úrslitin leggist misjafnlega í menn. Þetta er dagur þjóðarinnar, nú ræður hún og kveður upp sinn dóm. Í öllu því umróti sem orðið hefur í íslensku þjóðfélagi á umliðnum vetri hefur ýmislegt gerst sem ætti að skerpa skilning okkar á mikilvægi lýðræðisins. Svo sem það að þátttaka almenn- ings í lýðræðinu er ekki og má ekki verða einskorðuð við það að mæta á kjörstað á fjögurra ára fresti. Lýðræðið krefst þess að allir taki þátt í því allan tímann. Það versta sem gerist er þegar fólk, af einhverjum ástæðum, felur kjörnum fulltrúum allt vald í hendur og hættir að fylgjast með því sem þeir eru að gera. Að loknum kosningunum hefst framtíðin og því bráðabirgða- ástandi sem ríkt hefur í hálft ár lýkur. Þá hlýtur að verða hægt að segja okkur hver staðan er og hvað þarf að gera. Það hefur orð- ið dálítið útundan í kosningabar- áttunni hingað til. –ÞH SAMKOMULAG UM breytingar á gildandi samn- ingum um starfskilyrði sauðfjárræktar og mjólkurframleiðslu var undirritað sl. laugardag. Frá efni samkomulagsins er sagt í blaðinu. Samkomulagið er mikilvægt og gert í kjölfarið á skerðingu sem gerð var í fjárlögum ársins 2009. Sú skerðing var áætluð 800 milljónir króna en nú bendir allt til að hún verði minni vegna verð- lagsþróunar síðustu mánuði. Broti á samningum við bændur, sem hlýst af þeirri skerðingu, hefur verið mótmælt kröftuglega. En við þær aðstæður sem nú eru eiga bændur tvo kosti; að leita samn- inga á nýjan leik og freista þess að ná sátt, eða hefja málaferli og stefna ríkinu fyrir dómstóla. Málaferli eru tímafrek og ætíð ósvissa um nið- urstöðu. Réttarstaða bænda er sterk og gjörning- ur Alþingis frekar vafasamur. Það er í því ljósi sem nú hefur verið gengið frá samkomulagi, líkt og búnaðarþing ályktaði um. Þegar ljóst varð að ekki yrði dregin til baka ákvörðun um skerðingu fyrir árið í ár og útlit í fjárlagagerð dökkt á næstu árum hlaut að koma til endurskoðunar. Ella gæti orðið um algjöran brest í forendum samninga. Í því ljósi er samkomulagið gert til að hefja uppbygging- arstarf. Augljóst er að taka verður hraustlega á í fjármálum ríksins og bændur verða þar aldrei stikkfrí. Samkomulagið er gert til að treysta og tryggja til lengri tíma forsendur í rekstri búa. Landbúnaður hefur langan framleiðsluferil og því er sýn til lengri tíma nauðsynleg. Eins þarf með öllum ráðum að tryggja að framleiðsla búanna stöðvist ekki vegna óvissu og hratt versnandi rekstrarskilyrða. Samkomulagið er ekki síst mikilvægt þeim þúsundum sem hafa atvinnu af landbúnaði. Bændur taka áhættu með þessu samkomu- lagi. Verðlagsþróun næstu mánaða og ára ræður miklu um hve mikinn samdrátt verður að ræða. Gangi spár eftir verður hann þó ekki verulegur. Hins vegar eru áfram opnar leiðir til að endurskoða samningana ef verðlagsþróun verður algjörlega óásættanleg. Meginmálið er að samningarnir verða að hluta aftur komnir að mestu í gildi 2011 og 2012. Framlenging um tvö gildisár gefur bændum lengri tíma til að takast á við þau áföll sem nú dynja yfir. Samningurinn er gerður með fyrirvara um atkvæðagreiðslu á meðal bænda. Stefnt er að kynningarfundum um mánaðamótin. Það skal viðukennt að sá tími er afleitur til fundarhalda fyrir bændur, en samt nauðsynlegur í jafnmik- ilvægu máli. Ekki er unnt í þessu blaði að aug- lýsa fundarstaði og tíma. GARÐYRKJUBÆNDUR HAFA vakið athygli á gríð- arhækkun á rafmagni. Dreifingarkostnaður rafmagns er hluti þeirrar ósanngjörnu byrði sem dreifbýlið þarf að bera. Við setningu búnaðarþings var hvatt til þess að rafmagn til framleiðslu á grænmeti fengi sérstakan sess í raforkusölumálum landsins. Kerfi raforkusölu er viðamikið og flókið. Vissulega þarf einhver að greiða meira ef annar á að fá orku á lægra verði. En það er ekkert sem segir að það þurfi endilega að vera bændabýli og dreifbýli. Það er heldur ekkert sem segir að ekki sé hægt að fara rækilega yfir forsendur og uppbyggingu á því kerfi sem raforkudreifing byggir á. Það þarf engum að segja að ekki sé hag- kvæmara að afhenda rafmagn garðyrkjubónda sem kaupir rafmagn á við heilt byggðarlag. Hann hlýtur að hafa forskot umfram marga smákaupendur. Er þetta þá ekki spurning um að finna úrlausn? Við þessi sjónarmið er mikill stuðningur hjá þjóðinni. BÆNDASAMTÖKIN HAFA haldið velheppnaða fundi í kosningabaráttunni um landbúnaðarmál. Sjónarhorn á landbúnað og mikilvægi hans hefur verið áberandi. Eftir kosningar blasir við að taka þarf miklar og erfiðar ákvarðanir. Þá skiptir þjóð- ina miklu máli að koma með raunhæfar lausnir, líkt og bændur hafa fært fram og náð sátt um í framangreindum breytingum á samningum sínum. Að öðru leyti er það ekki jafnjákvætt sem má ráða af framgangi kosningarbaráttunar að aðildarumsókn að ESB verði gerð strax í sumar. Aðildarsinnar eru farnir að ókyrrast og kalla málefnaleg rök þeirra, sem ekki styðja aðild, hræðsluáróður. Ekki veit ég þá hvað það kallast að telja enga aðra lausn fyrir þjóðina mögulega en að ganga í ESB. Bændum og öðrum lesendum Bændablaðs- ins er óskað gleðilegs sumars. HB Búvöru- samningar, raforkuverð og kosningar LEIÐARINN Ný lög um Bjargráðasjóð voru samþykkt á Alþingi 15. apríl síð- astliðinn. Í lögunum er meðal annars að finna bráðabirgða- ákvæði sem heimilar stjórn að veita fé úr almennri deild sjóðs- ins á árinu 2009 til að draga úr hættu á uppskerubresti sem gæti leitt af sér samdrátt í búvöru- framleiðslu. Er þar fyrst og fremst horft til þess að bændur verði styrktir til áburðarkaupa. Stjórn sjóðsins mun setja nánari reglur um slíka úthlutun. Nokkur breyting verður á eðli Bjargráðasjóðs með nýju lögunum. Stærsta breytingin er sú að sveitar- félögin á landinu verða ekki lengur eignaraðilar að sjóðnum og verður eignarhlutur þeirra greiddur út úr honum. Sömuleiðis flyst umsýsla sjóðsins á hendur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis frá sam- gönguráðuneyti. Sjóðurinn skiptist í tvær deild- ir, almenna deild og búnaðardeild. Almenn deild skal veita einstakling- um og félögum fjárhagsaðstoð til að bæta meiriháttar tjón af völdum náttúruhamfara. Er þar tiltekið tjón á fasteignum, túnum, girðingum og raflínum auk tjóns á heyi og tjóns vegna uppskerubrests. Búnaðardeild sjóðsins bætir tjón á búfé og búfjár- afurðum auk uppskerutjóns sem verða vegna sjúkdóma, óvenjulegs veð- urfars eða slysa. Ekki er bætt tjón sem nýtur almennrar tryggingaverndar eða bæta má með örðum hætti samanber ákvæði um Viðlagatryggingu Íslands. Gott að óvissu um sjóðinn skuli eytt Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands fagnar því að óvissu um áframhaldandi starf- semi sjóðsins hafi verið eytt með nýju lögunum. „Nú liggur fyrir að tilnefna í stjórn sjóðsins og sú stjórn mun svo setja úthlutunarreglur vegna þessa bráðabirgðaákvæðis og auglýsa þær. Það er auðvitað alltaf umdeilanlegt að nota fjármuni með þessum hætti en það er von til þess að þetta geti orðið til að bændur dragi ekki úr áburðarnotkun sinni eins og kannski var útlit fyrir.“ Haraldur segist telja að sjóð- urinn muni lifa áfram en um tíma var rætt um að leggja sjóðinn niður að fullu. „Hann mun kannski ekki hafa sömu burði og áður var í þess- um almennu verkefnum sínum. Sjóðurinn mun hins vegar áfram sinna verkefnum búnaðardeild- arinnar og það er búgreinafélag- anna að marka nú stefnu um hvert það hlutverk á að vera og hversu mikið þau vilja greiða þangað inn. Sömuleiðis er sjóðurinn tæki til að bregðast við því ef hér verður veruleg óáran, hvort sem hann mun þá taka lán eða fá framlög úr rík- issjóði ef ekki verður unnt að kljúfa þá aðstoð með fjármunum sjóðs- ins. Eftir stendur kannski gagnrýni á sveitarfélögin vegna þess að þau skyldu ekki vilja taka þátt í þessu verkefni með okkur bændum. Það verða sveitarstjórnarmenn hins vegar að svara fyrir.“ Styrkurinn gæti numið 5000 krónum á tonn af áburði Eiríkur Blöndal framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir að sam- tökin muni gera tillögu að hvernig úthlutað verði úr sjóðnum sam- kvæmt bráðabirgðaákvæðinu. „Núverandi stjórn mun halda um- boði sínu þar til uppgjöri við sveit- arfélögin er lokið og samkvæmt lögunum á því að vera lokið fyrir næstu áramót. Stjórnin mun sjá um að setja reglur um úthlutunarregl- urnar og ég á von á því að horft verði til tillagna Bændasamtakanna þar um.“ Eiríkur segir að hug- myndir Bændasamtakanna gangi út á að leitað verði til leiðbeining- armiðstöðvanna um að gera úttekt á framlögðum reikningum vegna áburðarkaupa. Greitt verði til bænda á lögbýlum sem jafnframt séu greiðendur búnaðargjalds í Bjargráðasjóð. „Við erum að von- ast til að hægt verði að greiða þetta út fyrir haust. Það er gert ráð fyrir að þetta geti orðið um 250 milljónir í heildina, miðað við þær forsend- ur sem við höfum núna. Styrkurinn gæti þá numið allt að fimm þúsund krónum á tonn af áburði sem inni- heldur lágmarks efnainnihald sem eftir er að ákveða. Ég ítreka þó að þetta eru einungis drög að tillögum frá Bændasamtökunum og ekki úti- lokað að þær breytist auk þess sem stjórn sjóðsins á auðvitað eftir að samþykkja úthlutunarreglurnar.“ Eiríkur segir að í tillögu Bænda- samtakanna sé gert ráð fyrir að umsóknir um styrkina verð með sama sniði og umsóknir um aðra jarðabótastyrki. Steingrímur J. Sigfússon sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra segir það fagnaðarefni að lögin skuli hafa verið samþykkt. „Það er að mínu viti afar mikilvægt að samkomulag skuli hafa náðst um breytingar á lögum um sjóðinn og nú þarf bara vinda bráðan bug að því að klára að setja reglur um það með hvað hætti sjóðnum verður beitt. Ég vona að þetta bráðabirgða- ákvæði verði til þess að bændur muni eiga auðveldara með að kaupa áburð og það muni minnka hættuna á að við stöndum frammi fyrir uppskerubresti sem er það versta sem gæti gerst.“ fr Ný lög um Bjargráðasjóð samþykkt Bráðabirgðaákvæði heimilar styrkveitingu til áburðarkaupa Vonast er til að upphæðin geti numið 250 milljónum króna

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.