Bændablaðið - 22.04.2009, Side 12

Bændablaðið - 22.04.2009, Side 12
12 Bændablaðið | miðvikudagur 22. apríl 2009 „Við erum raunsæir og við vitum að Finnland er ekki á leiðinni út úr Evrópusambandinu. Ég var, eins og nánast allir bændur í Finnlandi, harður andstæðing- ur aðildar en við neyðumst til að lifa með sambandinu í dag. Það er ekki gallalaust og papp- írsvinnan er yfirgengileg en það má ekki gleyma því að þetta var lýðræðisleg niðurstaða og við hana verðum við að una, hvort sem okkur líkar betur eða verr“ segir Henrik Strandberg mjólk- urbóndi í Nykarleby. Fækkun bænda það versta við aðildina Henrik segist hafa verið gallharð- ur andstæðingur aðildar að sam- bandinu á sínum tíma. Hann segist þó ekki á því að allt illt sem gerst hafi í finnskum landbúnaði megi rekja til aðildarinnar. „Bændum hefur fækkað gríðarlega eftir aðild en það er vissulega þróun sem hefði líklega átt sér stað ef við hefðum staðið utan sambandsins. Ég held hins vegar að það hefði gerst á miklu lengri tíma, sennilega tvöföldum tíma að mínu mati. Þessi fækkun bænda hefur orðið finnskum land- búnaði bæði erfið og að mínu mati einnig dýr. Það er í mínum huga eitt það versta sem aðildin hefur haft í för með sér, þessi hraða fækkun í landbúnaði. Finnskur landbúnaður réð einfaldlega ekki við þessa þróun á mínu mati. Vissulega má segja að hagræðing í kerfinu hafi verið nauðsynleg en hún varð svo hröð að félagslegt kerfi bænda réð ekki við breytingarnar.“ Styrkir til uppbyggingar frá Evrópusambandinu mikilvægir Býli Henriks hefur verið í eigu fjölskyldu hans frá 1911 og tók Henrik að fullu við búskapnum árið 1989. Þá var búið 20 kýr og sykurrófur voru ræktaðar á níu hekturum lands. Við inngönguna í Evrópusambandið var Finnum gert að loka annarri af tveimur syk- urverksmiðjum sínum enda voru þær að hluta í eigu ríkisins. Við lokun verksmiðjunnar hættu margir bændur sykurrófuframleiðslu sinni, einkum þeir sem voru með smærri framleiðslueiningar. Henrik segir að hann hafi þráast við fram eftir tíunda áratugnum en á endanum hafi hann valið mjólkurframleiðsl- una fram yfir sykurframleiðsl- una. „Ég hefði þurft að endurnýja tækjakost og auka framleiðsluna verulega enda voru gerðar miklar hagræðingarkröfur til okkar sem vorum í þessari framleiðslu. Þær voru svo sem eðlilegar en þessar breytingar gengu ansa hratt fyrir sig, eins og svo margt annað á þess- um tíma. Ég sé þó alls ekki eftir þessari ákvörðun. Þó ég sé á því að það hafi verið bændum óhag- stætt að ganga í sambandið á sínum tíma þá má ekki gleyma því að það er ekki allt slæmt sem aðildin hefur haft í för með sér. Áður en Finnland gekk í sambandið var verulega erfitt að fá aðgengi að fjármagni til fjárfestinga í landbúnaði. Það skýrist auðvitað að hluta til af því að Finnland glímdi við efnahags- kreppu í lok níunda áratugarins og í upphafi þess tíunda. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að eftir að við gengum í sambandið opn- uðust mjög mikil tækifæri á því að fá styrki til hagræðingar og uppbyggingar. Það hjálpaði okkur mjög mikið. Við byggðum upp nýtt fjós fyrir ríflega fjörutíu kýr árið 2000. Ég veit ekki hvort að það hefði verið mögulegt ef við hefðum staðið utan við sambandið. Það er alla vega ljóst í mínum huga að það hefði ekki verið hægt að byggja jafn hratt upp í finnskum landbúnaði og raunin hefur verið ef við hefðum staðið utan sam- bandsins.“ Sem dæmi um hversu mikil uppbygging hefur átt sér stað nefnir Henrik að árið 1991 hafi verið eitt hundrað mjólkurbændur í Nykarleby. Nú séu þeir einungis 36 eftir. Samt sem áður sé ennþá sama framleiðsla á svæðinu. Finnskur landbúnaður öðruvísi en almennt í Evrópusambandinu Henrik segir að það sé ljóst í hans huga að það þjóni engum tilgangi að sitja og barma sér. „Við verð- um að nýta tækifærin sem felast í aðildinni. Það þarf ekkert að draga strik yfir það að þau eru mýmörg. Ekki síst felast þau í stuðningi við náttúruvernd. Það er alveg rétt að það tekur mikinn tíma að vinna pappírsvinnuna en það er auðvit- að bara eins og hver önnur vinna. Gallinn við aðildina tel ég vera að finnskur landbúnaður er í meg- inatriðum öðruvísi en sá landbún- aður sem rekinn er víðast hvar í Evrópu. Finnland þarf því að berjast fyrir því að menn skilji þær aðstæður sem við er að etja hér. Hollendingar til dæmis hafa kannski ekki fullan skilning á því að það geti snjóað í maímánuði í Finnlandi. Að því leytinu væri það finnskum bændum stuðning- ur ef Íslendingar og Norðmenn myndu ganga í Evrópusambandið. Ég hef hins vegar fullan skilning á því að íslenskir bændur skuli vilja standa fyrir utan. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta samt um fleira hjá ykkur. Þið eruð eyja sem þarf að taka tillit til þess að það þarf að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar. Ég er ekki viss um að Evrópusambandsaðild myndi tryggja það öryggi.“ „Þú ert að tala um gömlu góðu tímana fyrir inngöng- una í sambandið, er það ekki?“ segir Kjell-Göran Paxal svína- bóndi í Solf þegar blaðamaður Bændablaðsins er sestur með kaffibolla hjá honum og spyr hvort Kjell-Göran hafi verið byrjaður að búa fyrir 1995. „Já, ég tók við búinu af pabba árið 1993 en hafði reyndar unnið hér heima talsvert fyrir það. Ég þekki þess vegna bæði til fyrir og eftir inngöngu. Ég greiddi atkvæði gegn því að Finnland gegni í Evrópusambandið og ég er alveg viss um að það hefur ekki orðið bændum til góða að inngangan var samþykkt. Við verðum hins vegar að lifa með þessu, þó mér líki það djöfullega.“ „Betra eftirlit með grísunum í Finnlandi en börnunum í Afríku“ Kjell-Göran færist allur í aukana þegar hann lýsir því hvernig þróun- in hefur orðið síðustu 14 ár. „Það er liggur við að maður þurfi að fylla út eyðublað til að fara á fætur, hvað þá annað. Það er betra eftirlit með grísunum í Finnlandi heldur en með börnunum í Afríku. Það hræðir mig upp að vissu marki.“ Kjell-Göran dregur upp bókahaldið sitt og sýnir blaðamanni hvernig afurðaverð til hans hefur þróast frá árinu 1994 til dagsins í dag. Árið 1994 fékk hann sem samsvarar 3 evrum fyrir kílóið af svínakjöti en í dag er upphæðin helmingi lægri. Hvernig fara menn að því að kljúfa slíkt tekjufall? „Vissulega koma einhverj- ir styrkir til mín en meginatriðið hefur verið að hagræða og auka við framleiðsluna. Svínabú hafa stækkað verulega í Finnlandi síðasta rúman áratug en það hefur líka haft í för með sér að fjöldi bænda hefur brugðið búi. Hérna í Solf voru 13 svínabú árið 1994. Nú eru bara tvö eftir. Sömu sögu má segja um flestar aðrar búgreinar. Bændum fækkar og þeim hefur fækkað mjög hratt eftir inngönguna í Evrópusambandið. Það sem mér finnst líka mjög eftir- tektarvert er það að þrátt fyrir þessa fækkun hefur framleiðsla á svína- kjöti aukist lítillega í Finnlandi eftir að gengið var í Evrópusambandið. Veistu hvað það hefur haft í för með sér? Jú, það er notað sem rök fyrir því að það eigi að draga úr stuðningi við greinina. Mér er þetta algjörlega óskiljanlegt.“ Verða að lifa með Evrópusambandsaðildinni Þrátt fyrir að vel megi greina á tali Kjell-Görans að hann sé almennt verulega mótfallinn Evr- ópusambandsaðild Finna hristir hann hausinn glottandi þegar að blaðamaður spyr hvort hann vilji að Finnland gangi úr sambandinu. „Nei, við verðum bara að lifa með þessu. Ég sé ekki fyrir mér að Finnland geti gengið úr sam- bandinu. Það er svo margt sem mælir á móti því, meðal annars gjaldmiðillinn. Við erum ekki að fara að taka aftur upp finnskt mark, það held ég að sé alveg ljóst. Það má svo auðvitað velta fyrir sér á hvaða leið Evrópusambandið er. Mun það þróast áfram í æ nánara ríkjasam- band eða mun það færast aftur í það horf að verða byggt upp á viðskipta- legum þáttum? Það er eitthvað sem maður ekki veit. Ég held bara áfram að basla við að ala mína grísi og sé til hvert það leiðir mig.“ Skipting Finnlands í tvö styrkjasvæði algalin Þó Kjell-Göran segist sætta sig við Evrópusambandsaðildina þá er ljóst að það er stutt í þræðinum hjá honum þegar að hann ræðir þá hluti sem að eru honum mest til ama varðandi aðildina. „Það er í raun óþolandi að Finnlandi skuli veri skipt upp í tvennt varðandi styrkja- kerfið í landbúnaði. Hvaða munur er á bónda sem býr hundrað metr- um sunnan við markalínu svæðisins og þeim sem býr hundrað metrum norðan línunnar. Þetta er algalið fyr- irkomulag. Í mínum huga átti aldrei að sætta sig við neitt annað en það að Finnland yrði allt skilgreint sem svæði sem mætti veita norðurslóð- astuðning. Þessi skipting veldur líka því að þegar dregið er úr stuðningi við syðri hlutann eins og hefur verið að gerast þá verða kröfurnar um að slíkt hið sama verði gert í norður- hlutanum enn háværari. Neytendur virðast alls ekki skilja að það þjón- ar líka þeirra hagsmunum að styrk- ir til bænda haldi sér. Með því er verðlag lægra og Finnum jafnframt tryggð innlend gæðamatvara, mat- vara sem þeir vilja kaupa og neyta. Ef Ísland fer í aðildarviðræður við Evrópusambandið, sem ég mæli ekki með, þá skuluð þið alls ekki sætta ykkur við annað en að landið ykkar verði allt skilgreint sem eitt svæði þar sem veita megi norður- slóðastuðning. Annað fyrirkomulag elur bara á sundrungu og kippir fyrr eða síðar fótunum undan íslenskum landbúnaði, eins og ég óttast að sé að gerast hér í Finnlandi.“ Landbúnaðarstefnan er pólitísk… Framhald af bls. 10 sé af hinu illa. „Það er alveg ljóst að uppbyggingarstuðningur sam- bandsins hefur komið mörgum bændum mjög til góða. Án hans hefðu finnskir bændur átt í erf- iðleikum með að nálgast fjármagn til að byggja bú sín upp með þeim hætti sem hefur verið að gerast síðasta áratug. Hvað mig sjálfan varðar þá hefur stuðningur tengdur umhverfi og náttúru orðið mér til hagsbóta. Sömuleiðis má segja að menningartengdur stuðningur sé af hinu góða. Ég get nefnt sem dæmi að ég á eyju hér úti í Österbotten sem ég flyt fé út í og fæ stuðning frá Evrópusambandinu af þeim sökum. Eyjabeit tíðkaðist hér áður fyrr og það er stutt við að menn haldi áfram að stunda landbúnað af þessu tagi. Gallinn er hins vegar sá að það fylgir öllum stuðningi af þessu tagi gríðarleg skriffinska. Reglugerðarflóðið sem hellist yfir okkur árlega er gríðarlegt.“ Bændum finnst þeir sviknir Við inngöngu Finnlands í Evrópu- sambandið var landinu skipt upp í tvö svæði hvað varðar landbún- að. Evrópusambandið féllst á rök Finna fyrir því að í norðurhluta landsins væru aðstæður með þeim hætti að nauðsynlegt væri að styðja þar sérstaklega við landbúnað. Reyndar vildu Finnar að allt landið félli undir þessa skilgreiningu og lá við að upp úr samningaviðræðum um aðild landsins slitnaði þegar það fékkst ekki fram. Til að ná sátt- um fékkst leyfi fyrir því að Finnar styrktu landbúnað í suðurhluta landsins sérstaklega. Sá stuðning- ur kemur frá finnska ríkinu, líkt og hluti af stuðningnum í norðurhlut- anum. Þróunin hefur hins vegar verið sú að þessi stuðningur hefur farið hríðlækkandi á undanförn- um árum. Christer segir að bænd- um finnist eins og það sé verið að svíkja loforð sem þeim voru gefin fyrir inngönguna. „Ég óttast mjög að ef stuðningur ríkisins í suður- hluta landsins lækkar enn frekar, ég tala nú ekki um ef hann verður sleginn af eins og ýmsir vilja, þá muni hið sama óhjákvæmilega ger- ast hér í norðurhlutanum. Það mun sennilega ekki bitna verulega illa á mér en getur farið afar illa með svínakjötsframleiðendur og kjúk- lingabændur. Það verður hreinlega að taka pólitíska ákvörðun um að viðhalda þessum styrkjum, ann- ars verður stoðunum kippt undan finnskum landbúnaði.“ Félagskerfi bænda beið skaða af inngöngunni #$$&     ' *    + ' " Finnskur kúabóndi telur að ESB-aðild gæti ógnað fæðuöryggi Íslands Henrik Strandberg kúabóndi í Nykarleby í Finnlandi segist telja að félags- kerfi bænda í Finnlandi hafi borið skaða af inngöngunni í Evrópusam- bandið. Bændum hafi fækkað gríðarlega og með því hafi samtakamáttur stéttarinnar veikst. Hann er þó alls ekki á því að aðildin hafi eingöngu verið bændum til tjóns. „Liggur við að fylla þurfi út eyðublað til að fara á fætur“ <  '   =   '= + að um helming frá 1994. Finnskur bóndi varar við því að Íslandi yrði skipt upp í mismunandi stuðningssvæði kæmi til ESB-aðildar Kjell-Göran Paxal svínabóndi í Solf er tólfti ættliðurinn sem stundar búskap á býlinu. Forfaðir hans keypyi býlið árið 1744 af krúnunni og á Kjell-Göran það skjalfest.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.