Bændablaðið - 22.04.2009, Qupperneq 16
16 KOSNINGAR 2009 BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 22. APRÍL 2009
Sjálfstæðisflokkurinn
Í kosningastefnuskrá Sjálfstæðis-
flokksins er ekki vikið sérstaklega
að landbúnaðarmálum. Hins vegar
samþykkti landsfundur flokksins
sérstaka ályktun um landbúnaðar-
mál sem inniheldur stefnu flokksins
í málaflokknum.
Sú ályktun er viðamikil og vikið
að mjög mörgum þáttum í íslenskum
landbúnaði. Þar er lögð áhersla á að
stundaður sé fjölbreyttur landbúnað-
ur á Íslandi á grundvelli einkafram-
taks og frelsis til athafna. Flokkurinn
vill jafnframt að fæðuöryggi þjóð-
arinnar sé ávallt tryggt. Stuðla þarf
að áframhaldandi þróun landbún-
aðarins, sem byggist á frjálsum við-
skiptum, hugviti, kjarki og framsýni
einstaklinga um land allt.
Standa þurfi vörð um sjálfstæði
bænda á sínum eignarjörðum, þar
sem rétt þinglýstar eignarheim-
ildir til lands og sjávar séu varðar.
Meðferð þjóðlendumála í fram-
kvæmd ríkisins er átalin í álykt-
uninni.
Hagsmunum landbúnaðarins
betur borgið utan ESB
Við þær aðstæður sem landbún-
aðurinn stendur nú frammi fyrir,
þarf að huga að ýmsum mögu-
leikum til að tryggja næga mat-
vælaframleiðslu í landinu að mati
Sjálfstæðisflokksins.
Létta þarf greiðslubyrði lána
og tryggja eðlilega bankafyrir-
greiðslu fyrir landbúnaðinn,
sem og aðrar atvinnugreinar.
Sjálfstæðismenn telja að hagsmun-
um íslensks landbúnaðar sé betur
borgið utan ESB en innan enda sé
landbúnaðarstefna sambandsins and-
stæð hagsmunum íslensks landbún-
aðar. Innganga í ESB myndi hafa
þær afleiðingar að bændum myndi
fækka og afleiddum störfum einn-
ig, sem myndi bitna með afgerandi
neikvæðum hætti á landsbyggðinni.
Komi til aðildarviðræðna verður
að skilgreina skýr samningsskil-
yrði fyrir hverja búgrein, þannig að
tryggt sé að á Íslandi verði áfram
hægt að stunda öflugan landbúnað
og að fæðuöryggi þjóðarinnar verði
ávallt tryggt. Sjálfstæðisflokkurinn
hvetur til þess að þegar verði haf-
inn undirbúningur að heildstæðum
samningi við bændur um fæðu- og
matvælaöryggi þjóðarinnar. Stefnt
verði að því að kvótakerfið verði
lagt af í áföngum. Sérstaklega þarf
að huga að nýliðun í landbúnaði.
Til að mæta aukinni erlendri sam-
keppni vegna alþjóðasamninga og
væntanlegra áhrifa af nýrri matvæla-
löggjöf, telur Sjálfstæðisflokkurinn
nauðsynlegt að leitað verði nýrra
leiða til verðmætasköpunar í land-
búnaði. Hvergi verði slakað á heil-
brigðiskröfum til að koma í veg
fyrir smitsjúkdóma sem ella kynnu
að berast erlendis frá. Nýta þarf enn
frekar tækifæri á erlendum mörk-
uðum fyrir íslenskar búafurðir á
grundvelli gæða og hreinleika. Veita
þarf búgreinunum lagaheimild til
stjórnunar á útflutningi afurða sinna.
Áhersla verði lögð á rekjanleika
afurða og öruggar upprunamerk-
ingar, jafnframt því að gerð verði
jafn afdráttarlaus krafa til merkinga
og upprunavottunar á innfluttum
matvælum og fóðri.
Landbúnaðurinn verði rekinn í
sátt við náttúruna
Sjálfstæðisflokkurinn leggur jafn-
framt áherslu á öfluga menntun og
hagnýtar rannsóknir og vill þann-
ig stuðla að auknum framförum
í landbúnaði. Flokkurinn leggur
sem fyrr áherslu á að landbúnaður-
inn sé rekinn í sátt við náttúruna..
Til þess að þessi markmið náist
leggur Sjálfstæðisflokkurinn til
eftirfarandi aðgerðir:
Létta þarf greiðslubyrði lána
og tryggja eðlilega bankafyrir-
greiðslu fyrir landbúnaðinn
sem og aðrar atvinnugreinar.
Veita þarf búgreinunum laga-
heimild til stjórnunar á
útflutningi afurða sinna.
Gerð verði afdráttarlaus krafa til
merkinga og upprunavottunar á
innfluttum matvælum og fóðri.
Hafinn verði undirbúningur
að heildstæðum samningi við
bændur um fæðu- og matvæla-
öryggi þjóðarinnar, sem hafi m.a.
að inntaki að núverandi kvóta-
kerfi verði lagt af í áföngum.
Öfluga menntun og hag-
nýtar rannsóknir stuðli að
framförum í landbúnaði.
Mótaðar verði reglur er varða
kolefnisbindingu með skóg-
rækt og landgræðslu til verð-
mætasköpunar í landbúnaði.
Stofnanir á sviði skógræktar og
landgræðslu verði sameinaðar.
Stefna flokkanna
í landbúnaðarmálum
Framsóknarflokkurinn
Í kosningastefnuskrá flokksins er
lögð áhersla á að efla og hlúa að
matvælaframleiðslu þjóðarinn-
ar í landbúnaði og sjávarútvegi
sem bæði skapa gjaldeyristekjur
og spara gjaldeyri. Fæðuöryggi
sé Íslendingum brýnt hagsmuna-
mál. Jafnframt kemur fram að vilji
Framsóknarflokksins stendur til
þess að Ísland hefji aðildarviðræð-
ur við Evrópusambandið á grund-
velli samningsumboðs frá Alþingi
sem tryggi hagsmuni almennings
og atvinnulífs og þá sérstaklega
sjávarútvegs og landbúnaðar
líkt og kveðið var á um á síðasta
flokksþingi flokksins.
Íslenskur landbúnaður verði
áfram sterkur atvinnuvegur
Á umræddu flokksþingi var sam-
þykkt ályktun um landbúnaðar-
mál og matvælaöryggi. Markmið
þeirrar ályktunar er að íslenskur
landbúnaður verði áfram sterkur
atvinnuvegur sem framleiðir holl
og góð matvæli, þannig að fram-
boð, matvælaöryggi og heilbrigði
þjóðarinnar verði tryggt. Til þess
vilja Framsóknarmenn meðal ann-
ars leggja áherslu á eftirfarandi:
@
Ræktun og nýting landsins
gæða sé ávallt sjálfbær.
@
Vinna skal að því með
öllum tiltækum ráðum að
hingað berist ekki neinir
búfjársjúkdómar.
@
Gerðar verði sömu kröf-
ur til innfluttra matvæla
og gerðar eru til íslenskrar
framleiðslu.
@
Hvatt skal til notkunar
endurnýjanlegra orkugjafa
í landbúnaði.
@
Tryggt verði, með hófleg-
um skilyrðum um búsetu
og með auknum skyldum
jarðareigenda gagnvart
samfélaginu, að bújarðir
verði setnar og nýttar til
verðmætasköpunar.
@
Allar búvörur verði upp-
runamerktar þar sem því
verður við komið þannig
að neytandinn viti hvaðan
varan er.
@
Tryggt verði að fjármagn
til landbúnaðarmenntunar
verði nægjanlegt svo efla
megi áfram háskólanám,
starfsmenntun og endur-
menntun í landbúnaði.
@
Heimavinnsla afurða úr
hráefnum landbúnaðarins
verði efld.
@
Leitað verði leiða til að
auðvelda nýliðun í bænda-
stétt og fagmenntuðum
bændum auðveldað að
hefja búskap.
@
Tryggja þarf áfram öflugt
kynbótastarf í landbúnaði
þannig að framfarir í rækt-
un leiði til áframhaldandi
hagræðingar í íslenskum
landbúnaði.
Til að þessi markmið náist
leggur Framsóknarflokkurinn til
að ákveðin fyrstu skref verði stig-
in. Flokkurinn vill að tryggt verði,
að ef ný matvælalöggjöf á Íslandi
verður samþykkt, opni það ekki
fyrir frjálst flæði ótryggra matvæla
til landsins. Það skal gert með því
að fara fram á viðbótartrygging-
ar varðandi fleira en salmonellu
í kjúklingum. Koma verður í veg
fyrir að innflutt hrávara geti verið
lakari að gæðum og heilnæmi en
íslenskar landbúnaðarafurðir. Sett
verði á stofn nefnd um hvernig
sé hægt að auka verðmætasköp-
un í landbúnaði á næstu 10 árum.
Samhliða verði Framleiðnisjóður
landbúnaðarins efldur. Halda þarf
áfram endurskipulagningu á stjórn-
sýslu- og eftirlitskerfi landbún-
aðarins, en gæta þarf þess að kostn-
aður bænda af eftirliti opinberra
aðila með starfsemi þeirra verði
lágmarkaður. Tollar á aðföng land-
búnaðar verði endurskoðaðir með
lækkun framleiðslukostnaðar að
markmiði.
Borgarahreyfingin
Ekkert er í stefnuskrá framboðsins
um landbúnað.
Samfylkingin
Í kosningastefnuskrá Sam-
fylkingarinnar kemur fram að stefnt
skuli að Evrópusambandsaðild
og þar ætli flokkurinn að tryggja
grundvallarhagsmuni atvinnu-
veganna, sérstaklega íslensks
sjávarútvegs og landbúnaðar, og
standa vörð um náttúruauðlind-
ir landsins. Í atvinnumálakafla
stefnuskrárinnar kemur fram að
Samfylkingin vilji móta nýja
sóknarstefnu í landbúnaði með
áherslu á fullvinnslu afurða og
nýsköpun í anda sjálfbærrar
þróunar. Einnig er lögð áhersla á
að auka frelsi bænda til heima-
framleiðslu og sölu gæðaafurða.
Kosningaáherslur flokksins eru
nánast samhljóða landbúnaðar-
ályktun flokksins sem samþykkt
var á síðasta landsfundi flokksins.
Lýðræðishreyfingin
Ekkert er í stefnuskrá framboðsins
um landbúnað.
Á Morastöðum í Kjós búa hjón-
in Orri Snorrason og María
Þórarinsdóttir með sauðfé og
hross. Þau sögðu að það sem
mestu skipti í þessum kosningum
væri að stjórnmálamenn störfuðu
í þágu almannaheilla.
„Atvinnumálin brenna á þjóð-
inni og þau skipta okkur bændur
líka máli. Þetta hangir allt saman
því atvinnulaust fólk hefur ekki
efni á því að kaupa sér mat.“
Það sem ræður því hvernig þau
verja atkvæðum sínum er hverj-
um hægt er að treysta best til þess
að stuðla að almannaheill. „Það
gæti reynst nokkuð snúið að finna
þann rétta því allir flokkarnir eru
stofnaðir utan um einhvers konar
hagsmunagæslu,“ sögðu þau Orri
og María og bættu því við að
fundurinn væri fínn og framsögu-
mennirnir skörulegir.
Blaðið lagði tvær spurningar fyrir
Jón Björnsson í Deildartungu eftir
framboðsfundinn í Borgarnesi.
Hann var fyrst spurður um það hvað
honum þætti mikilvægasta málið
fyrir bændur í komandi kosning-
um. „Stöðugleiki. Ekki verði grip-
ið til neinna örþrifaráða svo sem
inngöngu í ESB,“ sagði Jón. Þá
var hann spurður um hvað réði því
hvernig hann kysi þann 25. apríl
nk. Jón segir að það ráðist af því að
frambjóðendur hafi raunverulega
þekkingu á lífi og störfum bænda
og annarra sem búa í dreifbýlinu, en
þykist ekki bara hafa hana.
Koma þjóðfélaginu aftur í gang
Hjónin Ásta Sigrún Einarsdóttir
og Hreiðar Grímsson, Gríms-
stöðum í Kjós, búa með sauðfé
og hænsni og eru komin út í fram-
leiðslu stofneggja. Þau sátu fund-
inn í Hlégarði og þegar blaðamað-
ur spurði þau hvað þeim fyndist
mikilvægast í þessum kosningum
var það tvennt:
„Í fyrsta lagi þarf að byggja
upp atvinnustarfsemina í landinu
og koma þjóðfélaginu aftur í gang
og í öðru lagi þarf að koma í veg
fyrir aðild að ESB, hún myndi
drepa íslenskan landbúnað.“
Þegar spurt var hvað réði
mestu um það hvernig þau verja
atkvæðum sínum vísaði Ásta á
bónda sinn sem svaraði: „Ég hef
alltaf verið á móti haftastefnu
og er það enn. Ég man þá tíð
þegar menn þurftu að skríða fyrir
bankastjórum og vil ekki fá slíka
fyrirgreiðslupólitík aftur. Hins
vegar má svo sem segja að frjáls-
lyndið hafi gengið helst til of
langt hjá okkur.“
Hverjum er hægt
að treysta?
Jón Björnsson.
Engin örþrifaráð eins og innganga í ESB