Bændablaðið - 11.02.2010, Side 2
2 Bændablaðið | fimmtudagur 11. febrúar 2010
Fréttir
Annað skinnauppboð sölutíma-
bilsins 2009 til 2010 hjá Kopen-
hagen Fur var haldið dagana
5.-9. febrúar. Á uppboðinu voru
seld rúmlega 4 milljónir minka-
skinna. Á uppboðið mættu um
500 kaupendur, rúmlega helm-
ingur þeirra frá Kína. Að sögn
Einars E. Einarssonar ráðunaut-
ar hjá Bændasamtökunum gekk
uppboðið vel. Öll skinn sem boð-
inn voru fram seldust og hækk-
uðu minkaskinnin að meðaltali
um 13% frá desember síðastliðn-
um en þá hækkuðu skinnaverð
verulega frá meðalverði uppboð-
anna þar á undan. Meðalverð
allra minkaskinna sem seld voru
á þessu uppboði var 324 dansk-
ar krónur sem verður að teljast
mjög gott. Rétt er hinsvegar að
hafa í huga að það voru einkum
fyrsta flokks skinn sem seld voru
á uppboðinu. Enginn vafi leikur
þó á að markaðurinn er góður og
margt bendir til þess að svo verði
áfram. Skilaverðið í íslensk-
um krónum er síðan annað mál
að sögn Einars en óhætt er að
segja að á genginu í dag sé það
verulega gott. Rétt er þó að hafa
í huga að þeir sem selja vöru
á hinum frjálsa markaði lifa á
meðaltalinu og ekki hafa öll ár í
sögu minkaræktar verið góð en
engu að síður er útlitið mjög gott
núna að sögn Einars.
Bændablaðið heyrði í Birni
Halldórssyni á Akri í Vopnafirði,
formanni Sambands íslenskra
loðdýrabænda til að fá viðbrögð
hans. Björn var úti í minkahúsum
að skoða holdafarið á minkunum.
Beinast lá þá við að spyrja hann
hvernig honum litist á holdafarið.
„Bara vel, mér líst vel á flest það
sem snýr að loðdýraræktinni núna.
Þessi hækkun núna ofan á hækk-
unina sem varð í desember síðast-
liðnum kemur mönnum nokkuð á
óvart, hvað hún er mikil. Ég hugsa
nú að flestir hafi búist við að í best
falli héldist verðið frá því síðast en
við erum að tala um 10 prósenta
hækkun og allt upp í 35 prósenta
hækkun á þessum algengustu
litum.“
– Þetta eru allt aðrar tölur en
hafa sést á síðustu árum, ekki satt?
„Þetta eru í raun aðstæður sem
við höfum aldrei séð áður. Við
erum að tala um meðalverð eitt-
hvað yfir sjö þúsund krónur og
framleiðslukostnað á milli 3.600
og 3.900 krónur, með öllu. Við
höfum aldrei séð afkomutölur eins
og þessar.“
– Ertu bjartsýnn á að þetta
haldist?
„Auðvitað á maður að vera gæt-
inn í fullyrðingum, þetta er auðvit-
að heimsmarkaðsverð. Það er hins
vegar ekkert í spilunum sem bend-
ir til annars en að þetta geti hald-
ist í einhver ár. Hversu mörg þau
eru er erfitt um að spá. Eins og
staðan er þá er eftirspurnin borin
uppi af Kínverjum að mestum
hluta á meðan að Vesturlöndin og
Rússland eru nánast óvirk vegna
kreppunnar. Þeir markaðir munu
hins vegar jafna sig og þegar að
þeir verða orðnir virkir aftur þá
verður þetta mjög gott.“
Bændur hugsa um að borga upp
skuldir
Eitt af því sem vinnur með loð-
dýraræktinni núna er staða íslensku
krónunnar. Lágt gengi hennar
hjálpar loðdýrabændum verulega
mikið eins og öðrum útflutnings-
greinum. Björn segist hins vegar
þeirrar skoðunar, og deili því með
flestum þeim sem stundi útflutning,
að gengið sé nú ekki mjög langt frá
því sem eðlilegt sé. „Ef að krónan
styrkist eitthvað að verulega væri
það áfall fyrir þjóðarbúið. Við
lifum núna algjörlega á útflutn-
ingi og ferðamannaiðnaðinum og
ef möguleikar þessara greina til að
afla gjaldeyris skerðast verulega
með mikilli styrkingu krónunnar
þá verður ástandið verulega erfitt.
Þeir fjármunir sem þjóðin þarf á að
halda núna verða til í útflutnings-
greinunum. Í fimm ár bjuggum við
loðdýrabændur við gengisvístölur á
bilinu 100 til 120 og það var alveg
vonlaus staða. Menn brugðu búi og
voru við það að bregða búi á þeim
tíma þannig að við erum í sjálfu sér
ekki að fá annað en leiðréttingu á
þeirri stöðu nú.“
– Hvað heyrir þú á þínum
félagsmönnum í þessu ljósi? Huga
menn að uppbyggingu og fram-
kvæmdum?
„Ég veit það nú svo sem ekki.
Flestir eru auðvitað með gamlar
skuldir á herðunum og munu leggja
áherslu á að klára þau mál áður en
farið verður í annað. Versti tím-
inn til að stækka við sig í greininni
er í raun þegar að verð eru há því
þá er verð á lífdýrum einnig hátt.
Besti tíminn til þess hefði verið
fyrir svona tveimur árum en þá
vissu menn ekkert hver staðan yrði
nú. Það eina sem menn sáu var að
framleiðslan í heiminum var að
dragast saman í heiminum. Fjöldi
minkaskinna hefur dregist saman
úr 57 eða 58 milljónum og niður
í 47 milljónir í dag. Samkvæmt
öllum lögmálum kapítalismans
ætti það að hækka verð en það sem
hefur í raun riðið baggamuninn er
þetta gríðarlega markaðsátak í Kína
sem Copenhagen Fur hefur leitt.“
Raunhæft að kynna Ísland sem
ákjósanlegt fyrir loðdýrarækt
Útflutningsráð Íslands hefur
ýtt úr vör markaðsátaki erlendis
til að vekja athygli erlendra fjár-
festa á Íslandi sem ákjósanlegum
stað til að ala loðdýr. Samband
íslenskra loðdýrbænda, tvö sveitar-
félög, fóðurstöðvar auk fleiri aðila
koma að verkefninu. Björn segir
það mál í vinnslu. „Það er verið að
vinna kynningarefni og við munum
fara á stóra sýningu í Danmörku
nú í byrjun næsta mánaðar. Þessi
kynning er lítillega farin af stað
úti í Danmörku og við reynum að
kynna möguleika og aðstöðu hér á
landi, bæði fjárhagslega og félags-
lega. Fyrsta kastið horfum við til
Danmerkur og Hollands.“
– Er ekki Ísland að sumu leiti
mjög ákjósanlegt land til loðdýra-
ræktar?
„Jú, það er fullkomlega raun-
hæft að kynna landið sem slíkt.
Hollendingar og Danir hafa til
að mynda verið að setja upp bú í
Austur Evrópu og það má segja að
umhverfið þar sé annað en þeir eiga
að venjast á meðan að hér á landi
líkjast allar aðstæður því sem þekkt
er í þessum löndum. Það á við um
regluverk, kúltur og þjóðfélags-
gerð, þjónustu og eftirlit og við
eigum jafnframt aðkomu að upp-
boðshúsum. Það myndi efla grein-
ina að stækka hana og bændur hér
eru jákvæðir fyrir því. Við munum
hins vegar ekki gefa neinn afslátt á
gæðakröfur og reglur. Við höfum
þegar fengið viðbrögð, menn hafa
leitað frekari upplýsinga frá okkur.
Góðir hlutir gerast hins vegar hægt
og þetta tekur tíma.“
– Hverju myndi það breyta fyrir
íslenska loðdýrabændur ef hér yrðu
sett á laggirnar ný bú með erlendu
fjármagni?
„Það myndi í fyrsta lagi gera
rekstur fóðurstöðva hagkvæmari.
Félagslega myndum við styrkj-
ast enda myndi uppbyggingin fara
fram á þeim svæðum þar sem bú
eru fyrir. Sömuleiðis myndum við
fá sterkari rödd í samskiptum við
ríkisvaldið og aðra aðila í hags-
munabaráttu fyrir greinina. Ég held
að það sé enginn loðdýrabóndi á
landinu sem ekki myndi fagna því
að hingað kæmu erlendir aðilar inn
í greinina.“
Áhyggjur dýralækna byggðar á
misskilningi
– Dýralæknar hafa lýst áhyggj-
um vegna þessara áforma, meðal
annars vegna þess að erfitt sé að
búa loðdýrum gott umhverfi með
tilliti til eðlisþarfa og dýravernd-
ar. Sömuleiðis sé ræktun loðdýra
umdeild. Hverju svarar þú þeirra
áhyggjum?
„Mín viðbrögð eru þau að eftir
að hafa rætt við forsvarsmenn
Dýralæknafélagsins kemur í ljós að
verulegur hluti þessara efasemda
þeirra er byggður á misskilningi.
Þeim auðnaðist ekki að hafa sam-
band hvorki við okkur loðdýra-
bændur, ráðunaut eða útflutnings-
skrifstofu áður en þessi ályktun var
samin og samþykkt. Það hefði því
verið hægt að leiðrétta ýmsa hluti
sem eru byggðir á misskilningi.
Það eru þarna hins vegar hlutir
sem Dýralæknafélagið er að drepa
á eins og dýravernd sem við erum
algjörlega sammála þeim um. Við
munum ekki samþykkja að það
verði gefinn neinn afsláttur á neinu
slíku. Við höfum byggt upp gott
orðspor á seinni árum og við höfum
engan áhuga á að sú þróun snúi til
baka. Ég vil í sjálfu sér ekki vera að
ræða mikið um þessa ályktun dýra-
læknafélagsins frekar, það er búið
að leiðrétta ákveðinn misskilning
og það stendur til að við sendum
frá okkur sameiginlega yfirlýsingu
um málið. Dýralæknar eru stétt sem
við ætlum og þurfum að eiga góð
samskipti við og við höfum engan
áhuga á deilum við þá.“
– Eitt af því sem menn hafa viðr-
að áhyggjur yfir varðandi þessi
áform er að eldri loðdýrahús sem
ekki standist kröfur nútímans verði
tekin í notkun á nýjan leik. Eru ein-
hverjar líkur á því?
„Eitt af því sem hefur valdið
misskilningi í þessari umræðu er að
eldri loðdýrahús uppfylli ekki regl-
ur. Það er ekki rétt því í reglugerð-
um er ákvæði um notkun á eldri
húsum og þar er leyfilegt að nota
aðeins styttri búr til að nýta húsin.
Þetta er það sama og á við í Noregi
til að mynda. Fullyrðingar um að
eldri hús uppfylli ekki reglugerðir
eru því ekki réttar. Hins vegar tel ég
útilokað að erlendir aðilar færu að
nýta eldri hús, þau standast einfald-
lega fæst nútímakröfur fólks um
vinnuaðstöðu. Við höfum ekki einu
sinni velt því fyrir okkur að benda á
þessi hús sem einhvern kost, menn
færu bara í uppbyggingu.“
Guðbjörg Þorvarðardóttir for-
maður Dýralæknafélagsins segir
að ekki sé búið að slá á áhyggjur
dýralækna vegna áformanna. „Við
höfum áhyggjur af því að ekki sé
gengið frá því að nægjanlega virkt
eftirlit muni koma til ef af þessum
áformum verður. Auk þess er loð-
dýrarækt umdeild ræktun og gagn-
rýnisraddir hafa verið háværar í
Evrópu. Við munum ræða betur við
Samband loðdýrabænda og MAST
og það verður gert á næstunni.“ fr
Enn hækkar skinnaverðið
Flest bendir til að áframhald geti orðið á
Hópur frá Bændsamtökunum fór í síðustu viku til
Noregs og Finnlands til þess að ræða um ESB og
landbúnað við ýmsa aðila. Ferðin er liður í þeirri
upplýsingaöflun sem samtökin hafa unnið að um
árabil vegna áhrifa mögulegrar aðildar að ESB á
íslenskan landbúnað.
Efni fundanna var m.a. að ræða um aðildar ferl-
ið framundan, landbúnaðarstefnu ESB og fá svör við
ýmsum spurningum sem snúa að landbún aðar hluta
aðildarsamninga við sambandið. Á vegum Bænda-
samtakanna var með í för Stefán Már Stefánsson, pró-
fessor í lögum við Háskóla Íslands, sem hefur víðtæka
reynslu af Evrópurétti. Hann hefur sinnt ráðgjafarstörf-
um fyrir BÍ og verið þeim innan handar við túlkun
ýmissa lagalegra þátta sem snúa að aðildarferlinu.
Nánar verður greint frá niðurstöðum ferðarinnar í
skýrslu sem lögð verður fyrir Búnaðarþing í lok mán-
aðarins þar sem fjallað verður ítarlega um stöðu ESB-
mála og afstöðu bænda.
Myndin hér að ofan er tekin í höfuðstöðvum Norges
bondelag í Osló en þar hitti hópurinn m.a. fyrrum fram-
kvæmdastjóra norsku bændasamtakanna og sérfræð-
inga í málefnum ESB. Frá vinstri: Harald Milli, fyrrv.
framkvæmdastjóri Norges bondelag, Nils T. Björke,
formaður Norges bondelag, Ragnheiður Snorradóttir,
Stefán Már Stefánsson prófessor við HÍ, Sigurbjartur
Pálsson stjórnarmaður í BÍ, Erna Bjarnadóttir, hag-
fræðingur BÍ, Eiríkur Blöndal framkvæmdastjóri BÍ,
Christian Anton Smedshaug, sérfræðingur hjá Norges
bondelag og Svein Guldal stjórnarmaður í Norges
bondelag.
Íslenskir bændur safna upplýsingum um ESB
Björn Halldórsson að störfum í minkabúinu á Akri í Vopnafirði.
Þann 28. janúar sl. gerðu Bændasamtök Íslands (BÍ) og Samband
Garðyrkjubænda (SG) með sér samstarfssamning þar sem markmiðið er að
verkaskipting sé skýr og saman fari ábyrgð og forræði í þeim málaflokkum
sem undir hvorn aðila heyra. Í samningnum kemur fram að með því móti
sé stefnt að því að sinnt sé brýnum hagsmunamálum er búgreinina varða,
auk þess sem koma megi í veg fyrir tvíverknað og ómarkviss vinnubrögð.
Myndin er tekin þegar þeir Haraldur Benediktsson, formaður BÍ, og Þórhallur
Bjarnason, formaður SG, undirrituðu samninginn. mynd | TB
Samningur BÍ og SG um samstarf og verkaskiptingu