Bændablaðið - 24.03.2011, Page 16

Bændablaðið - 24.03.2011, Page 16
16 - Jarðrækt og vorverk BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 24. MARS 2011 Ræktun repju Repja hefur síðustu tvö ár verið notuð sem samheiti yfir tvær skyldar tegundir, sem ræktaðar eru til að vinna olíu eða jurta- feiti. Báðar tegundirnar eru gamalkunnugar hér á landi og eiga sér langa ræktunarsögu, þó ræktaðar í allt öðrum tilgangi en til olíuframleiðslu. Fyrri tegundin hefur gengið undir nafninu repja hérlendis í hálfa öld. Hún heitir raps á norður- landamálunum og er sama teg- undin og gulrófa. Hún lætur hjá líða að safna forðanæringu í rótina, en hefur verið kynbætt til þess að bera sem allra mest fræ. Tvíæra afbrigðið af repju hefur verið notað hér sem fóðurkál í nærri fimmtíu ár og oft í stórum stíl. Síðari teg- undin hefur fengið nafnið nepja, en heitir rybs á norðurlandamálunum. Það er sama tegundin og næpa, en án undirvaxtar. Til eru svo bæði vorafbrigði og vetrarafbrigði af hvorri tegund fyrir sig, þannig að um fjórar gerðir er að ræða alls. Tilraunir voru gerðar með vetr- arafbrigðin á níu stöðum hérlendis 2008-09. Þar sem best tókst til, á Þorvaldseyri og Möðruvöllum, fékkst uppskera sambærileg við það sem sést í töflunni hér að ofan. Í töflunni er eingöngu nefnd olíu- uppskera, en ekki má gleyma, að sá hluti fræsins, sem af gengur þegar olían hefur verið pressuð, er verð- mætt próteinfóður. Einæru afbrigðin eru yfirleitt auðveld í ræktun og fylla akur- inn bara eitt ár. Í samanburði við tvíæru afbrigðin eru uppskeru- vonir þó ekki miklar. Þær þurfa líka langt og hlýtt sumar, nepjan jafnmikinn hita og fljótþroska vor- hveiti og repjan svipað og sein- þroska hveiti. Sú síðarnefnda er því alveg fyrir utan kortið hér á landi. Hugsanlegt er að rækta megi einæra nepju á bestu stöðum hér- lendis. Hún hefur verið í tilraunum á Korpu þrjú ár án þess að náðst hafi viðunandi árangur, en þó ekki fjarri því. Einn galli hefur fylgt þessum tegundum hér á Korpu og hann er sá, að þær verða varanlegt illgresi í ökrum, þar sem þær hafa verið ræktaðar. Þær ná sér að vísu ekki á strik, sé akurinn gerður að túni, en setja óræktarsvip á kornakur, sem á eftir þeim kemur, jafnvel þótt mörg ár séu liðin frá repjusáningu. Við horfum því fyrst og fremst til tvíæru afbrigðanna. Þau gera svipaðar kröfur til hita síðara árið og bygg, nepjan þarf ámóta hita og fljótþroska bygg og repjan ámóta og seinþroska bygg. Þessi afbrigði fylla akurinn að vísu tvö ár eða réttara sagt eitt og hálft, því að taka má fyrri slátt af túni áður en það er plægt fyrir repjusáningu. En ræktun tvíæru afbrigðanna fylgir nýr áhættuþáttur, það er hvort þau lifa veturinn eða ekki. Það verður aðalvandi og aðalviðfangsefni þeirra, sem hyggja á ræktun af þessu tagi. Þar er nepjan til muna öruggari og þolnari en repjan. Hér verða settar fram stuttorðar leiðbeinigar um það sem hafa þarf í huga við ræktun repju og nepju. Land Tvíæru afbrigðunum líður best þar sem annað hvort eru mildir vetur og lítið um jarðklaka eða þá þar sem snjóalög eru stöðug. Tíð skipti á frosti og þíðu þola þau illa og frostlyftingu ekki. Illa hefur líka reynst, ef vatn stendur uppi á akri vetrartíma. Reynslan sýnir, að forðast ber leirmó og leirborinn sand eða aur. Þar eru líkur á að frosthreyfingar jarðvegs lyfti plönt- unum alveg upp úr jörðu. Sáðtími Samkvæmt tilraunum, sem gerðar hafa verið á Korpu, er æskilegasti sáðtími tvíæru afbrigðanna milli 10. og 25. júlí. Varhugavert er að vera seinna á ferðinni en það. Einæru afbrigð- unum verður að sá eins snemma vors og mögulegt er. Sáning og sáðmagn Best er að raðsá með a.m.k. 12 sm bili milli raða, dreifsáning getur þó gengið líka. Ráðlagt sáðmagn af repju er 4-6 kg af fræi á ha, en 6-8 kg á ha af nepju. Munurinn er vegna þess að nepjan greinist minna en repjan. Ef sáð er meira en þetta getur það komið niður á vetrarþoli, því að í þéttri sáningu verða plönturnar allt- af smáar. Fyrir veturinn þurfa þær að ná 6-8 blöðum, fingurgildum rótarhálsi og djúpri rót. Áburður við sáningu Við sán- ingu er borið á nálægt 50 kg N á ha í sæmilega frjósömu landi, en í sandi eða á mel þyrfti að fara upp í 70-80 kg N á ha. Við höfum ráð- lagt Garðáburð eða Blákorn til þess að gefa stóra skammta af steinefn- um. Óvíst er, hvort þörf er á því og samkvæmt erlendum ráðleggingum mætti allt eins nota einhverja teg- und af svokölluðum flagáburði. Áburður að vori Að vori verður að bera á eins snemma og hægt er. Rétt er þá að bera á svipaðan skammt og borinn er á korn á sams konar landi, það þýðir svona 60 kg N á ha á frjósömu landi og allt að 100 kg N á ha á sandi. Það sama á við um einæru afbrigðin. Menn eru ekki sammála um það, hvort þörf er á því að bera bór á. Engin hefð er fyrir bóráburði á repju, þegar hún er notuð sem fóðurkál, en bórskortur getur valdið skaða í garðrækt, einkum ef sýrustig er hátt. Skurður Þegar repjan hefur blómgast, sett skálpa og gerst gul- brún, þá þarf að fylgjast með henni daglega. Til að ná sem mestri og bestri uppskeru verður repjan að standa sem lengst. En hún getur allt í einu tekið upp á því að sprengja skálpana. Sé veður þar að auki hvasst, getur stór hluti upp- skerunnar tapast á einu dægri. Því ríður á að hafa skurðarvélar tilbúnar. Uppskeruna þarf svo að þurrka við blástur. Geymsluþurrt er fræið ekki fyrr en rakainnihald er komið niður í 8%. Fljótlegra er að þurrka repjufræ en bygg vegna þess hve fræið er smátt. Kálæxlaveiki Repja og nepja eru næmar fyrir kálæxlaveiki. Það er alvarlegur rótarsjúkdómur í káli og getur borist milli bæja og akra með moldugum jarðvinnslutækjum. Sýkillinn lifir í jarðveginum árum saman og ef veikin berst á bæ, verð- ur ekki hægt að hafa repju þar í sama landi nema með margra ára millibili. Kálæxlaveiki hefur þegar fundist á nokkrum bæjum sunnanlands. Gera verður allt sem unnt er til að koma í veg fyrir að veikin breiðist út. Í lokin vil ég enn ítreka, að rækt- un þessara tegunda er áhættusöm og bið menn um að fara varlega að minnsta kosti á meðan við erum að læra á ræktunina og finna takmörk hennar. Vetrarþol tvíæru afbrigð- anna er brigðult og þar að auki er alls ekki gefið að síðara sumarið verði nógu hlýtt til þess að þau nái þroska. Ég bendi á, að nepjan er til muna harðgerari en repjan og repjuræktendur ættu jafnan að hafa hana í hluta lands. Uppskera af olíujurtum við góðar aðstæður erlendis (Meðaltal tilrauna í Mið-Svíþjóð 2005-09). Sett hér til að sýna uppskeruvonir eftir afbrigðum og hitaþörf. Uppskera, fræ, kg þe./ha Feiti skv. efnagr. % af þe. Næst með pressu % af þe. Olía, l/ha eðlisþ.0,9 Hitaþörf fræárið, gráðudagar Tvíær nepja 2750 44 29 900 1200 Tvíær repja 3850 48 33 1400 1350 Einær nepja 1800 44 29 600 1450 Einær repja 2250 47 32 800 1600 Jónatan Hermannsson Landbúnaðarháskóla Íslands Ræktun repju Mælir þú með því að bændur hugi að því að fara í umfangsmikla repjuræktun? Sem kunnugt er hefur umræða um möguleika ræktunar repju til olíuframleiðslu verið nokkuð ofarlega á baugi síðustu misseri. Í síðustu viku bárust fréttir af því að N1 vildi kaupa repjufræ af þúsundum hektara lands og leitaði samstarfs við bændur. Siglingastofnun hefur frá 2008 staðið að rannsóknarverkefni í samstarfi við bændur og Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem ágætur árangur hefur náðst á vissum stöðum á landinu. En hvað segja jarðræktarráðunautar – mæla þeir með því að bændur hugi að því að fara í umfangsmikla ræktun? Já, en ekki einn tveir og þrír. Fara hægt af stað, en jafnframt að hefjast þegar handa, fremur en að gera ekki neitt. Hér passar vel fleyga setningin: „Ekki gera, ekki neitt“. Þar sem þessi ræktun hentar almennt best í besta landinu, þá vil ég benda á að gott væri að byrja með að sá í tún eftir slátt eða ónýtta góða akra. Vorafbrigði mætti setja strax t.d. í góða akra. Best er að vera í frjósömum jarðvegi sem er án frostlyftinga, t.d. í vel framræstri mýri og góðu valllendi. Færum út kvíarnar með tímanum. Varast skal að vera með þessa ræktun sem algjöra tilraun- aræktun því mikið er vitað um flesta þætti gagnvart henni. Hinu er ekki að neita, að það er nauð- synlegt að leggja út tilraunir m.a. gagnvart yrkjum (bæði vetrar- og sumarafbrigðum), sáningartíma og jafnvel sáðmagni, áburðarsam- setningu, magni og áburðartíma o.fl. ef hægt er, t.d. með að plægja niður mismikið af búfjáráburði. Einn mesti skaðvaldurinn í þessari rækt gæti orðið kálæxla- veikin. Má segja, að hún samsvari riðunni í sauðfé. Kálæxlaveikin hefur fundist á nokkrum stöðum á suðurlandi og þarf því að huga vel að því að fá ekki smit í ósýkta akra, t.d. með jarðvinnslutækjum. Til mikillar gleði hefur heyrst að komin eru yrki sem eru nokkuð ónæm fyrir kálæxlaveikinni. Gera þarf tilraunir með þau hér á landi. Mælt er með að sem flestir sem hafa aðstöðu til að fara út í þessa ræktun að einhverju ráði á næstu árum, sái í vor og sumar þannig að vitneskja fáist um sem flesta þætti hjá viðkomandi. Eftir eitt ár í ræktuninni, þó ekki sé farið að uppskera vetrarafbrigðin á næsta ári, þá er samt hægt að sjá hvern- ig ökrunum reiðir af fyrsta árið og sá þá eftir föngum. Athuga þarf m.a. hvort þreskivél sé til staðar á svæðinu næsta haust til að þreskja þá uppskeru sem sáð verður til. Með tímanum verður hægt að rækta mikið af olíurepju á Suðurlandi, gangi hagkvæmnin eftir. Kristján Bj. Jónsson - BSSL Það liggur fyrir íslenskum land-búnaði að auka hlutdeild inn- lendra hráefna í framleiðslunni. Til að raunverulegt matvælaöryggi sé tryggt verður einkum að huga að aukinni notkun innlendra nær- ingarefna og orku. Ræktun repju til olíuframleiðslu (og framleiðslu fóðurpróteins) er mjög áhugaverður kostur sem full ástæða er til að reyna. Ekki er þó hægt að mæla með því að bændur hefji stórræktun að svo komnu máli. Kemur þar tvennt til. Veigameiri er sá þáttur að það er ein- faldlega of áhættusamt meðan ekki er meira vitað um vaxtarkröfur, ræktun- artækni og ræktunaröryggi repjunnar en hinn er sá að ræktun repju hentar mun betur sem hluti sáðskiptaferlis á búi heldur en til stórræktunar. Hins vegar hvet ég bændur til að sá repju sem víðast í smáum stíl til að skapa mikilvæga ræktunarreynslu sem ekki er hægt að fá með tilraunum. Með því að rækta repju sem hluta af sáðskiptakerfi bús er áhættan með ræktuninni lágmörk- uð. Repju er sáð síðsumars og því má ná einum eða jafnvel tveimur sláttum af túnum og plægja svo upp og sá repju. Repjufræið er ódýrt og ekki þarf að bera mikinn áburð á við sáningu. Fari svo að repjan lifi ekki veturinn er flagið tilbúið til sáningar á korni eða grænfóðri með lágmarksvinnu vorið eftir og áburðurinn sem borinn var á repjuna nýtist að einhverju leyti. Ræktunarkostnaðurinn fellur því á vararæktunina. Stórræktun á repju er flóknari því repja hentar illa til síræktunar. Land nýtist illa því það er tekið tvö ár úr umferð og hætta er á að illgresi byggist upp. Þá er fjárhagslegur skaði einnig meiri ef repjan lifir ekki vetur. Vart verður því séð að skynsamlegt sé að rækta repju nema í einhverskonar skipti- ræktunarkerfi og þá helst með grasi. Þar sem nægt land er fyrir hendi sem ekki er nýtt í annað og öll önnur aðstaða til ræktunar fyrir hendi, svo sem tæki og mannafli, má vel íhuga þetta. Ég mun þó ekki ráðleggja neinum að fara í stórfellda repjuræktun til að byrja með. Gæta verður að því að þetta kostar vinnslu á jarðvegi, sáningu og áburð í tví- gang þannig að ekki er rétt að hvetja neinn út í umfangsmikla ræktun án þess að prófa þetta fyrst. Sigurður Jarlsson - Búnaðars. Vesturlands Það er mikilvægt varðandi þessa ræktun eins og aðra að fyrirsjáanlegt sé hvernig nýta skal uppskeruna og koma henni í verð. Ræktun repju til þroska hefur ekki verið mikið reynd hérlendis og því mörgum spurningum enn ósvarað sem kunna að hafa áhrif á hagkvæmni ræktunar á henni. Þær athuganir sem gerðar hafa verið benda til þess að besta landið til ræktunar á repju sé samskonar og til annarrar ræktunar s.s. tún-, grænfóð- ur- og kornræktar og því víða þegar í notkun. Ég tel að ekki sé að vænta ræktunar á repju til þroska í stórum stíl í Skagafirði á allra næstu árum. Það er hinsvegar mikilvægt að aflað verði reynslu í ræktun hennar. Við þurfum að vera opin fyrir að reyna ræktun á öllum tegundum sem aukið geta fjölbreytni í landbúnaði og styrkt stoðir hans. Eiríkur Loftsson - Leiðbeiningamiðstöðin Ingvar Björnsson - Búgarði Repja á Korpu í júní 2007.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.