Bændablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | fimmtudagur 24. mars 2011 Reynir Barðdal, bústjóri Loðfelds ehf. á Sauðárkróki, segir að loð- dýrarækt eigi gríðarlega mikla framtíð fyrir sér á Íslandi og geti orðið stóriðja ef rétt sé haldið á málunum. Uppbyggingin eigi að fara fram sem næst þeim stöðum þar sem hráefnið til fóðurgerðar- innar fellur til, en ekki í afdölum utan alfaraleiðar. Hann talar þar af mikilli reynslu sem einn af frumkvöðlum loðdýraræktar á Íslandi. Í janúar voru 40 ár liðin frá því hann kom til Sauðárkróks með fyrstu minkana frá Noregi. Reynir segir að innflutningur á kynbótadýrum frá Danmörku sé lykillinn að þeim góða árangri sem náðst hafi í loðdýrarækt á undaförnum árum. Það hafi leitt til þess að íslenskir loðdýrabændur séu nú að fá næsthæsta skinnaverð á Norðurlöndum. Skinnaframleiðsla sem stóriðja „Við erum að fá yfir sjö þúsund krón- ur fyrir bestu skinnin og erum þarna með mikla auðlind. Við eigum alla möguleika á að stórefla þessa grein þannig að hún skili milljarða króna tekjum fyrir þjóðarbúið á hverju ári.“ Bendir Reynir á að Danir séu að framleiða um 13 til 14 milljónir minkaskinna á ári. Ef hæsta verð fengist fyrir öll þau skinn gæti það skilað Dönum hátt í 100 milljörðum íslenskra króna. Í Danmörku er pláss- leysi hinsvegar farið að há frekari þróun í minkaræktinni og þess vegna hafa menn m.a. litið til Íslands sem mögulegs framleiðslulands í stórum stíl. Á Íslandi er verið að framleiða í heild um eða innan við 200 þús- und skinn á ári. Reynir segir að Íslendingar eigi vel að geta stóraukið framleiðsluna. Ekki þurfi að flytja inn danska bændur til þess. Þekkingin sé til staðar og nægt hráefni til fóður- gerðar, en samt sé nauðsynlegt að gera margvíslegar endurbætur. „Við gætum sett okkur það mark- mið að framleiða eftir tíu ár kannski um 10% af því sem Danir framleiða í dag. Til að það sé hægt þarf þó að leggja í ákveðna grunnvinnu; hugsa okkar framleiðslu og fóðurgerð upp á nýtt og horfa þar á landið sem eina heild.“ Hráefnið vannýtt auðlind „Hráefni sem fallið getur til fóður- gerðar hérlendis er mikið og er vannýtt auðlind. Þarna er prótein sem allur heimurinn er að leita að í vaxandi mæli. Í dag erum við að urða stærstan hlutann af þessu með ærnum kostnaði í stað þess að skapa úr því verðmæti. Eitthvað er þó flutt út til fóðurgerðar fyrir danska loðdýra- rækt, sem við gætum auðveldlega nýtt sjálf. Við eigum að byrja á að kort- leggja hversu mikið af próteini fellur til í landinu í margvíslegu formi og nýta það síðan eins og hægt er. Þeim mun betur sem farið er með þetta hráefni, þeim mun meira er greitt fyrir það til framleiðslu á fóðri eða öðrum verðmætum.“ Nefnir Reynir sem dæmi afskurð, fitu, hausa og innmat úr kjúklingum, svínahausa og annað sem að mestu leyti er urðað í dag. Úr öllu þessu megi gera verðmætt fóður. Úr seglagerð í minkarækt Hvað kom til að þú ákvaðst að leggja loðdýraræktina fyrir þig? „Ég fór í Iðnskólann og það lá beinast við að læra seglasaum þar sem pabbi átti Seglagerðina Ægi í Reykjavík. Hann taldi ekkert óeðli- legt að ég gæti saumað segl eins og hann. Hafberg Þórisson vinur minn, sem rekur nú Garðyrkjustöðina Lambhaga í Reykjavík, var þá far- inn út til Noregs í garðyrkjunám. Á þessum tíma höfðu þingmenn- irnir Ásberg Sigurðsson og Pétur Sigurðsson flutt tillögu á Alþingi um að leyfa loðdýrarækt hérlendis. Í framhaldi af þeirri umræðu spurði ég Hafberg hvernig þessu væri háttað í Noregi. Hann fór og skoðaði þetta og sagði það bara mjög sniðugt og hvatti mig til að koma til Noregs og skoða það sjálfur. Ævintýraþráin var sterk hjá mér og sjálfsagt hjálpaði það til að mér leiddist seglagerðin. Ég fór því út til Noregs 1969 og fór að vinna þar á loðdýrabúi. Í framhaldinu fór ég í landbúnaðarskóla þar ytra sem bauð upp á nám í loðdýrarækt. Þar lærði ég fóðurfræði, erfðafræði og allt sem nauðsynlegt var talið til að geta rekið loðdýrabú. Ég fékk þar undirstöðuna og hafði því forgjöf umfram aðra sem voru að hugsa um að setja á fót loðdýrabú á Íslandi á þeim tíma. Þessi undirstaða reyndist mér mjög mikilvæg. Sérstaklega hvað fóðrið varðar, því það hefur alltaf verið Akkilesarhæll þessarar greinar frá fyrstu tíð hérlendis. Þar þurfum við að byggja upp gagna- og þekkingar- banka.“ Kom með fulla flugvél af minkum „Í framhaldi af þessu var haft sam- band við mig frá Sauðárkróki af áhugahópi um að byggja þar upp loðdýrarækt. Var ég beðinn um að kaupa dýr fyrir þá í Noregi. Ég fékk ekki verri mann mér til aðstoðar en Eyjólf Konráð Jónsson alþingis- mann. Niðurstaðan var að við komum heim með 1.224 dýr þann 15. janúar árið 1971.“ Reynir segir að Sólfaxi, fjögurra Fjörutíu ár eru liðin frá því fyrstu minkarnir komu með flugi frá Noregi til Sauðarkróks: „Loðdýrarækt gæti orðið stóriðja á Íslandi“ – segir Reynir Barðdal, sem telur þó nauðsynlegt að gjörbreyta uppbyggingu í greininni Reynir Barðdal, bústjóri Loðfelds ehf. á Sauðárkróki, hætti við að gerast seglasaumari og varð loðdýrabóndi. Nú hefur hann staðið vaktina í 40 ár og engan bilbug er á honum að finna. Reynir sér fyrir sér að Íslendingar geti gert loðdýrarækt að stóriðju ef rétt er á málum haldið. Mynd | HKr. Dýrin hafa gjörbreyst með ræktun Frá því búið á Sauðárkróki hóf starfsemi fyrir fjórum áratugum hafa átt sér stað miklar kynbætur með ræktun á mink, sem gefur mun stærri skinn en áður. Í upphafi var algengt að læðurnar væru um 700 grömm að þyngd og högnarnir um 1.800 grömm. Í dag þykir ekki gott nema læðurnar séu 1.800 til 2.000 grömm og högnarnir 3.000 til 4.000 grömm. Reynir Barðdal segir að högnar undir þrem kílóum séu hreinlega ekki settir á í dag. Eðlileg viðkoma hjá minkum í dag þykir vera á bilinu 5 til 5,5 hvolpar á ári. Á Suðurlandi voru minkabændur jafnvel að ná enn betri árangri en þetta í fyrra. Þá hefur einnig verið lagt upp úr því að rækta dýr sem gefa stutt og þétt hár og þunnt skinn þannig að léttleikinn verði sem mestur. Áferðinni má því líkja við flauel. Það eykur notagildi skinn- anna til mikilla muna. Er því jafn- vel farið að brúka þau í tískuhúsum Parísar í kjóla og flíkur, sem nota má jafn sumar sem vetur. Sólfaxi, fjögurra hreyfla vél frá Flugfélagi Íslands, lenti á Sauðárkróksflugvelli þann 15. janúar 1971 með 1.224 minka innanborðs.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.