Bændablaðið - 24.03.2011, Page 34
34 Bændablaðið | fimmtudagur 24. mars 2011
Núverandi ábúendur tóku
við ábúð á jörðinni árið 1988.
Fyrstu árin var rekinn blandaður
búskapur með sauðfé, geldneyti
og garðyrkju. Árið 2003 var
eyðijörðin Fjós keypt. Í kjölfarið
var byggt nýtt fjárhús. Með betri
aðstöðu til allra verka fjölgaði
fénu og er enn að fjölga.
Býli? Giljur.
Staðsett í sveit? Mýrdal í Vestur
Skaftafellssýslu.
Ábúendur? Ólafur Þorsteinn
Gunnarsson og Birna Kristín
Pétursdóttir.
Fjölskyldustærð (og gæludýra)?
Við eigum þrjú börn, Maríu, bif-
vélavirkja hjá Öskju í Reykjavík,
Gunnar, nema í Borgarholtsskóla,
og Kristínu sem er í 3. bekk
Víkur skóla.
Tveir Border Collie hundar,
Skuggi og Lubbi.
Stærð jarðar? Giljur 220 ha og
Fjós 600 ha.
Tegund býlis? Sauðfjárbú.
Fjöldi búfjár og tegundir?
Tæplega 700 fjár, 50 holdablend-
ingar Aberdeen Angus og þrjú
hross.
Hvernig gengur hefðbundinn
vinnudagur fyrir sig á bænum?
Enginn dagur eins. Gengið í það
sem þarf að gera og þá ekki alltaf
unnið eftir klukku.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu
bústörfin? Oftar en ekki
skemmtilegt á sauðburði og í
heyskap en allra skemmtilegast er
í smalamennskum í hrikalegum
heiðarlöndum Mýrdalsins.
Leiðinlegast er að sinna sífellt
vaxandi skrifræði í búskapnum.
Þá eru vélaviðgerðir ekki á
óskalista.
Hvernig sjáið þið búskapinn
fyrir ykkur á jörðinni eftir 5
ár? Vonandi stærri í sniðum og
fjölbreyttari.
Hvaða skoðun hafið þið á
félagsmálum bænda? Viðhorf
almennings til bænda er að okkar
mati mun jákvæðara en það var
fyrir nokkrum árum síðan. Það
hlýtur að einhverju leyti að vera
mælikvarði á frammistöðu for-
svarsmanna bænda. Þar hefur
ungt og drífandi fólk oftar en ekki
verið áberandi.
Hvernig mun íslenskum land-
búnaði vegna í framtíðinni?
Íslenskum landbúnaði mun vegna
vel vegna þess að Íslendingar
munu hafa þá skynsemi til að bera
að fella aðild að ESB.
Hvar teljið þið að helstu tæki-
færin séu í útflutningi íslenskra
búvara? Tvímælalaust í lamba-
kjöti.
Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Mjólk, smjör, ostur, egg og AB
mjólk.
Hver er vinsælasti maturinn á
heimilinu? Súrmatur eða skata hjá
húsbóndanum en pizza hjá hinum
en Hamborgarahryggur með brún-
uðum kartöflum er alltaf bestur.
Eftirminnilegasta atvikið við
bústörfin? Það er nú svo margt og
oft tengt ýmsu broslegu í eigin fari
eða annara. Þó líður seint úr minni
eltingaleikur við útigöngufé er
hljóp á jökul og faldi sig þar undir
klakafossi. Örstuttu eftir að fénu
var snúið við hrundi jökulstálið.
Ískaldur gusturinn var „ofurlítið
frískandi“.
5 6
4 8 5
2 3
6 5 9 7
9 1 2 4
1 5
7 2 3
4 7
8 7 1
1 6 3 4
3 2
6 9
9 7 8 5
5 3 4
3 5
2 9 8
1
7 2 5
5 9
6 4 7 8
9 4 1 5
9
1 6 8
4 1 9 8 7
3 6
7 5
Sudoku
Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er
að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar.
Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar
í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki
innan hvers reits sem afmarkaður er
af sverari lín um.
Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem
er lengst til vinstri er léttust og sú
til hægri þyngst en sú í miðjunni
þar á milli.
Hægt er að fræðast nánar um
Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni
www.sudoku2.com og þar er einnig
að finna fleiri þrautir ef þessi
skammtur nægir ekki.
Líf og lyst
Holl brauð
við hendina
Það þarf ekki að ráðast í bakstur
brauða sem búin eru til upp úr
flóknum uppskriftum. Oftast nær
er þó hráefnalistinn nokkuð lang-
ur en hér eru tvær uppskriftir að
hollum brauðum sem eru einföld
í lögun og sem gott er að eiga til í
brauðboxinu.
Hrökkbrauð
Aðferð:
Setjið allt hráefnið í skál og hrærið
með sleif. Ef deigið er þunnt er gott
að láta það standa aðeins því þá
drekka fræin í sig vökvann. Setjið
helminginn af deiginu á bökunar-
pappír og annað blað af pappír yfir
og rúllið með kökukefli. Þessi upp-
skrift passar á tvær plötur. Bakið í
15 – 20 mínútur á 200°C.
Hollustubrauð
Aðferð:
Blandið öllu hráefninu vel saman í
skál og látið standa í örlitla stund.
Hægt er að setja allt deigið í ílangt
form (brauðform) og þá skal baka
það í eina klukkustund við 200°C
en ef búnar eru til litlar bollur úr
deiginu er það bakað í 40 mínútur
við 200°C. /ehg
MATARKRÓKURINN
Þetta hrökkbrauð er dásamlegt
að eiga í skál í eldhúsinu og
grípa í þegar hungrið segir til sín.
7
Bærinn okkar
Giljur
Gunnar, María og Kristín Ólafsbörn ásamt Ólafi Péturssyni afa sínum, fyrrum
bónda á Giljum. Ólafur er 101 árs gamall og býr enn í eigin húsi á Giljum.