Fréttablaðið - 11.01.2012, Síða 1
veðrið í dag
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup júlí - september 2011
Miðvikudagur
skoðun 12
3 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Allt
Nýir bílar
Markaðurinn
veðrið í dag
11. janúar 2012
9. tölublað 12. árgangur
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457
K eppni í sleðahundadrætti er nýtt sport hér á landi. Ein slík verður haldin um aðra helgi í Kjarna-skógi við Akureyri á vegum Draghundasports og Icehusky.is. Barnakeppni verður föstudag-inn 20. janúar við Skautahöllina á Akureyri þar sem börn keppa með einn til tvo hunda. Birgir Hólm Þórhallsson verð-ur meðal keppenda í Kjarnaskógi. Hann á tvo Siberian Huskyhunda
ásamt kærustunni, og fær fleiri
lánaða til að beita fyrir sleða.
„Huskyhundar eru mjög sterkar
skepnur. Þeir eru um 20-30 kíló að
þyngd að meðaltali og eiga að geta
dregið þrefalda þyngd sína,“ segir
Birgir. Hann telur allar hunda-
tegundir geta dregið og segir
þær allar jafngildar í keppnum.
Hann reynir að þjálfa sína hunda
á hverjum degi og segir bæði umsumar- og vetrarspÞ
arnir fólk á reiðhjólum, hlaupa-
hjólum eða fjórhjólum. En þá þarf
að þræða göngustíga og aðra slóða.
Það er meira frelsi við að bruna á
sleðum yfir snjóbreiður og hjarn.“
Áhugi Birgis á dráttarhundum
vaknaði fyrir þremur árum. „Ég
var ekkert að pæla í þessu sporti
en kynntist fólki sem var með
svona hunda og lét þá draKær
Brunað á sleðum yfir snjóbreiður og hjarn
MYND/HELGI STEINAR
Upplýsingar er varða umferðaröryggi er að finna
undir flipanum umferðarfréttir á vef Umferðarstofu,
us.is, en þangað er gott að líta inn þegar veðrið er
eins og verið hefur og kynna sér hugsanlegar lokanir
og ófærð. Síðan er uppfærð með reglulegu millibili.
Sleðahundakeppni Íslands verður í Kjarnaskógi 21. og 22. janúar. Fleira er fram undan í þeirri íþrótt.
Bonito ehf. Friendtex
Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870
Opnunartími:mánud.-föstud. kl. 11:00 - 18:00 laugardaga 11.00-14.00
ÚTSALA
ALLT AÐ 70 %AFSLÁTTUR
SOO.DK BARNAFÖTINSELD MEÐ 40%
N
Ú
E
R
B
A
R
A
H
Æ
G
T
A
Ð
G
ER
A
G
Ó
Ð
K
A
U
P
NÝIR BÍLAR KynningarblaðHugmyndabílarTryggingarBílasölurBílalánGlæsileiki
Nýjungar
boðar ný tækifæri í hans huga.
Hann segir 2011 hafa verið ár við-
snúnings þar sem stöðug aukn-
ing hafi verið í sölu. Land Cruiser
150 hafi selst jafnt og þétt og farið
í 213 eintökum á síðasta ári. „Fólk
sem á pening sér góða fjárfestingu
í þeim bíl enda reynist hann mjög
vel,“ segir hann. Það var þó Yarisinn sem topp-
aði Toyotasöluna á Íslandi á síð-
asta ári með 214 eintökum eða
einu fram yfir Land Cruiser-
inn. „Nýi Yarisinn kom til okkar
í nóvember. Þá gerðist það að
smærri bílar fóru að seljast í ein-
hverju magni til einstaklinga.
Það var eins og hefði verið tekinn
tappi úr flösku og hátt í hundrað
bílar hafa selst á tveimur mánuð-
um,“ upplýsir Páll. Páll segir nýja Yarisinn óvenju
vel búinn af smærri bíl að vera og
lýsir því nánar. „Það er nýtt kerfi
í honum sem heitir Touch & Go.
Aksturstölva, bakkmyndavél og
þráðlaus búnaður fyrir síma er
staðalbúnaður í þessu kerfi en
leiðsögukerfi m ðk
Land Cruiser 150 við útfall Jökulsár á Br iðamerkursandi. Jeppi sem hentar Íslendingum vel enda er hann vinsæll
HUGARFÓSTUR FORSTJÓRANSNýr sportbíll sem nefnist GT 86 er væntanlegur í sumar. Hann er hugarfóstur hins nýja forstjóra Toyota sem hefur ástríðu fyrir bílum, enda er einn þeirra sem stofnaði Toyota forfaðir hans. Páll Þorsteinsson, upplýsinga-fulltrúi Toyota, segir um skemmti-legan akstursbíl að ræða. „GT 86 er fallegur bíll og skemmtilegur. Svona sportbíl hefur vantað hjá Toyota undanfarin ár enda finn ég að bílaáhugamenn eru spenntir fyrir honum,“ s gir hann. Spurður hvort GT 86 sé sparneytn ari en aðrir sportbílar svarar Páll: „Ég hef ekki heyrt eyðslutölur fyrir hann. „En me n eru alltaf með þá pressu á sér að bú til sparneytna bíla og umhverfisvæna, meira að segja í sportbílunum,“ segir Páll Þ ðmikl k
Bílamarkaðurinn heful
www.visir.is
Sími: 512 5000 |
Miðvikudagur 11. janúar 2011 | 1. tölublað | 8. árgangur
Dress Up Games malar gull
Dress Up Games ehf. hagnaðist um 88,3 millj-ónir króna á árinu 2010. Á árunum 2008 og 2009 nam hagnaður félagsins samtals um 213 milljón-um króna. Það hefur því hagnast um rúmlega 300 milljónir króna á þriggja ára tímab li. Þetta kemur fram í síðustu ársreikningum Dress U Games ehf. Félagið á og rekur vefsíðuna www.dressup games.com og hefur á undanförnum árum verið á meðal arðbærustu fyrirtækja á Vestfjörðum. Eigandi félagsins er Inga María Guðmundsdóttir.Á vefsíðunni er tenglum á tölvuleiki þar sem dúkkulísur eru klæddar í föt safnað saman. Dress Up Games er síðan með auglýsingasamning við stórfyrirtækið Google sem t yggir því tekjur. Samningurinn virkar þannig að Google AdWords selur auglýsingar inn á síðuna og D ess Up Games ehf. fær síðan greitt fyrir hve t ki i
Minnkandi fjárþörf ríkissjóðs
veldur lífeyrissjóðunum vanda➜ Ríkisbréf líklega áfram
fyrirferðarmikil í fj ár-
festingum lífeyrissjóð-
anna árið 2012
➜ Lífeyrissjóðirnir binda
vonir við fj ölgun fj ár-
festingarmöguleika
VÍTAMÍND
Fæst í verslunum um allt land.
Nánar á www.yggdrasill.is
frá NOW fyrir börn og fullorðna
Nýr tilboðsbæklingur í dag
www.ms.is
Nú í nýjum
umbúðum
með
skrúftapp
a
Get dregið vagninn
Alexander Petersson um
aukna ábyrgð í íslenska
handboltalandsliðinu.
sport 22
Skýrr 2,8 milljarða virði
Skúli Mogensen keypti
fimm prósent í Skýrr fyrir
um 140 milljónir króna.
Tréskrúfur undir skóm
Guðmundur Guðnason
setti tréskrúfur undir
hlaupaskóna sína og
hleypur í öllum veðrum.
fólk 26
LÖGGÆSLA Þynging refsinga við ólöglegum
vopnaburði, aukin fjárframlög til lögreglu
og aukin samvinna stjórnvalda við íslensk
og alþjóðleg lögregluyfirvöld eru kostir
sem Ögmundur Jónasson innanríkisráð-
herra sér í stöðunni eftir að nýtt hættu-
mat greiningardeildar ríkislögreglustjóra
var gert opinbert. Þar er dregin upp svört
mynd af glæpastarfsemi hér, þar sem um
er að ræða skipulagða starfsemi bæði inn-
lendra og erlendra glæpahópa.
Innanríkisráðherra lagði nýja hættu-
matið fram á fundi ríkisstjórnarinnar í
gær.
„Ég vakti athygli á því að við fengum
sérstaka fjárveitingu á síðasta ári til að
efla forvarnir og baráttu gegn skipulagðri
glæpastarfsemi. Við teljum að þeir fjár-
munir hafi komið að góðum notum og
erum með frekari tillögur í þeim efnum
til skoðunar núna,“ segir ráðherra. „Þá er
horft til breytinga á vopnalögum, eftir að
í ljós kemur að aukin brögð eru að því að
menn beri skotvopn. Ég mun eftir um það
bil hálfan mánuð leggja frumvarp fyrir
ríkisstjórnina um breytingu á umræddum
lögum sem felur meðal annars í sér bann
við eign og vörslu á hálfsjálfvirkum skot-
vopnum. Brot á slíku banni varði allt að
átta ára fangelsi í stað sex eins og nú er,“
útskýrir ráðherra, sem segir vopnaburð
lögreglu ekki kost að sínu skapi og hugnist
lögreglu heldur ekki almennt.
Hann segir enn fremur að lögð verði
áhersla á aukið samstarf við alþjóðlega
löggæslu. Í næstu viku komi að frumkvæði
ráðuneytisins fulltrúar frá Evrópulögregl-
unni til viðræðna, auk þess sem viðræður
séu hafnar um að efla enn frekar samstarf
innanríkisráðuneytisins og Alþingis um
málefni löggæslunnar og hafi formaður
allsherjarnefndar, Björgvin G. Sigurðsson,
lýst vilja í þá veru.
- jss
Viðbrögð stjórnvalda við nýju hættumati greiningardeildar Ríkislögreglustjóra:
Þyngja refsingar við vopnaburði
-1
-2
-3
-3
-5
HVASST AUSTANTIL en lægir
þegar líður á daginn. Annars fremur
hæg vestanátt og bjart með köflum
en sums staðar stöku él. Frost að 9
stigum en um frostmark við suður-
ströndina.
VEÐUR 4
HEILBRIGÐISMÁL Líkamlegt ofbeldi
foreldra, eða annarra forráða-
manna, gegn börnum er dulinn
vandi á Íslandi, er mat sérfræð-
ings Barnaverndarstofu. Greining
á tilkynningum til barnaverndar-
nefnda sýnir að börn á aldrinum 6
til 10 ára eru líklegust til að vera
beitt ofbeldi, ekki síst börn með
skilgreinda fötlun eða greiningu.
Ofbeldið er mannskemmandi, er
niðurstaða allra sem til þekkja.
Þetta er meðal rannsóknarniður-
staðna sem Steinunn Bergmann,
félagsráðgjafi hjá Barnaverndar-
stofu, mun kynna á ráðstefnu
Barna- og unglingageðdeildar
(BUGL) á föstudag.
„Þessi tegund ofbeldis gegn börn-
um hefur ekki fengið mikla athygli
hér á landi. Samfélagið og barna-
verndin hefur verið sofandi gagn-
vart slíku enda almennt sú hug-
mynd uppi að líkamlegar refsingar
viðgangist ekki hér á landi,“ segir
Steinunn.
Rannsóknin náði til rúmlega
400 tilkynninga sem bárust barna-
verndarnefndum á Íslandi árið 2006
vegna barna að 18 ára aldri. Þar af
voru 189 tilkynningar sem vörðuðu
156 börn þar sem grunur lék á að
foreldrar beittu börn sín ofbeldi.
Tilkynningar vegna kynferðis-
ofbeldis eða andlegs ofbeldis eru
flokkaðar sérstaklega og eru ekki
hluti af þessum niðurstöðum.
Flest börnin bjuggu á heimili þar
sem til staðar voru báðir foreldrar.
Mun oftar var tilkynntur grunur um
ofbeldi af hálfu karla en kvenna en
í skýrslunni segir að ætla megi að
síður sé tilkynnt um ofbeldi af hálfu
mæðra. „Heilt yfir skilar sér aðeins
hluti tilfella, þar sem barn er beitt
líkamlegu ofbeldi, til yfirvalda,“
segir Steinunn en mál koma til kasta
lögreglu í undantekningartilfellum.
Steinunn sýnir fram á að í nær
helmingi tilfella var grunur um að
barn hefði verið barið, löðrungað
eða flengt. Í 29,5% tilvika var barni
hrint, gripið eða sparkað í það. Þá
var í um 14% tilvika grunur um að
barn hefði verið barið með kreppt-
um hnefa, belti, spaða, priki eða ein-
hverjum öðrum hlut. Dæmi fannst
þar sem barn var tekið hálstaki, eða
reynt að kæfa það eða drekkja því.
Tvö tilvik sýna að barni var refsað
með því að kremja fingur eða hendi
þess.
Börnum með skilgreinda fötlun,
eins og athyglisbrest með ofvirkni
(ADHD), einhverfu, Asperger eða
lesblindu, er sérstaklega hætt við
því að vera beitt ofbeldi. Alls voru
35 börn af þeim 156 sem rannsóknin
náði til með fyrrnefnda fötlun eða
greiningu.
Oftast var tilkynntur grunur um
einstakt tilvik en 23 tilkynningar
fjölluðu um fleiri en tíu tilvik. Þá
vekur athygli að börn fóru aðeins í
læknisskoðun í 15% tilvika. Þá ósk-
uðu barnaverndarnefndir sjaldan
eftir lögreglurannsókn eða einungis
vegna mála er vörðuðu fimm börn.
- shá
Ofbeldi foreldra dulinn vandi
Þrátt fyrir að líkamlegar refsingar á börnum séu bannaðar með lögum eru þær algengar hérlendis. Rann-
sókn sýnir að 6 til 10 ára börn eru líklegust til að verða fyrir ofbeldi. Fötluðum börnum er hætt við ofbeldi.
Heilt yfir skilar sér
aðeins hluti tilfella,
þar sem barn er beitt líkam-
legu ofbeldi, til yfirvalda.
STEINUNN BERGMANN
FÉLAGSRÁÐGJAFI Á BARNAVERNDARSTOFU
Á MÓTI VINDINUM Þótt flestir vegfarendur hafi eflaust hugsað hlýlega til upphitaðra bíla sinna í illviðrinu í gær var meira en að segja það
að aka í hálfblindu um götur borgarinnar. Margir kusu því að fara ferða sinna fótgangandi í rokinu og sóttist það býsna hægt. Sjá síðu 2 FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
Ég mun eftir
um það bil
hálfan mánuð
leggja frum-
varp fyrir
ríkisstjórnina
um breytingu
á umræddum
lögum
ÖGMUNDUR
JÓNASSON
INNANRÍKIS-
RÁÐHERRA