Fréttablaðið - 11.01.2012, Side 6

Fréttablaðið - 11.01.2012, Side 6
11. janúar 2012 MIÐVIKUDAGUR6 SAMGÖNGUR Fyrirhuguð lánveiting ríkisins vegna Vaðlaheiðarganga ber í sér umtalsverða áhættu fyrir ríkissjóð og kallar á endurmat á fjármögnun framkvæmdanna. Þetta kemur fram í skýrslu sem IFS Greining vann fyrir fjármála- ráðuneytið. Skýrslan, sem var kynnt á ríkis- stjórnarfundi í gær, er þó ekki eins svört og sú sem Pálmi Kristins- son verkfræðingur kynnti í síðustu viku. Að mati IFS Greiningar eru helstu forsendur varðandi stofn- kostnað og rekstur Vaðlaheiðar- ganga innan raunhæfra marka. Á móti er bent á að óvissa ríkir um endurfjármögnunarkjör Vaðlaheið- arganga hf., félagsins sem mun ann- ast gerð ganganna. Ríkið mun fjármagna verkefnið með láni til félagsins en gert er ráð fyrir að það lán verði endurgreitt eftir þrjú ár. Ómögulegt er að segja hvaða vaxtakjör verða þá í boði og að mati IFS Greiningar felur þetta í sér umtalsverða áhættu fyrir rík- issjóð. „Ef allar líkur eru á því að verk- efnið standi undir sér þá er mjög mikilvægt að fara í þetta verk. Bæði út af því að það skapar vinnu og auk þess er það mikilvægt fyrir samfélagið fyrir norðan, fyrir atvinnusvæðið og iðnaðarfram- kvæmdir á Bakka, þó að það sé ekki tekið inn í þessa greiningu,“ segir Oddný Harðardóttir fjármálaráð- herra. - hks Ef allar líkur eru á því að verkefnið standi undir sér þá er mjög mikil- vægt að fara í þetta verk. ODDNÝ HARÐARDÓTTIR FJÁRMÁLARÁÐHERRA KAUPMANNAHÖFN, FRÉTTABLAÐIÐ Danska ríkisstjórnin stefnir að því að taka þátt í nýjum sáttmála 26 ríkja Evrópusambandsins um aðhald í ríkisfjármálum, að svo miklu leyti sem undanþága Dana frá myntsamstarfi ESB leyfir. Nicolai Wammen, Evrópumála- ráðherra Dana, segist ekki telja þörf á þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Danmerkur að samn- ingnum og að hann feli ekki í sér fullveldisafsal, en stjórnarand- stöðuflokkar á hægri vængnum eru honum ósammála. Texti sáttmálans er ekki full- frágenginn. Wammen sagði á fundi með blaðamönnum í Kaup- mannahöfn að Danir hefðu feng- ið fullvissu fyrir að undanþág- an yrði að fullu virt. „Við viljum taka þátt að eins miklu leyti og við getum og gerum ráð fyrir að meirihluti á danska þinginu styðji þá afstöðu,“ segir Wam- men. Hann segir að gera verði lögfræðilega úttekt á endan- legum texta samningsins áður en ákveðið verður hvort halda á þjóðaratkvæðagreiðslu um hann. „Ef niðurstaðan er sú að Danmörk gefi frá sér fullveldi þá verður atkvæðagreiðsla, en miðað við það sem við höfum séð hingað til verður ekki þörf á því.“ Í samningsdrögunum er ákvæði um að aðildarríkin setji í stjórnarskrá ákvæði sem setja hömlur á fjárlagahalla. Það telja danskir ráðamenn vandkvæð- um háð, vegna þess hversu flók- ið er að breyta dönsku stjórn- arskránni. Tvö þing þarf til og kosningar á milli auk þess sem halda þarf þjóðaratkvæða- greiðslu, enda hefur stjórnar- skránni ekki verið breytt í nærri 60 ár. Bjarne Corydon fjármála- ráðherra segir að ekki sé raun- hæft að breyta dönsku stjórnar- skránni, fremur þurfi að setja almenna löggjöf um fjárlagagerð sem hafi sama trúverðugleika. „Við viljum aðild að þessum sátt- mála, ekki Evrópusambandsins vegna heldur Danmerkur vegna, til að efla trú á dönsku efnahags- lífi,“ segir fjármálaráðherrann. Mette Riisager, fulltrúi hægri- flokksins Frjálslynda banda- lagsins í Evrópunefnd danska þingsins, er ekki á sama máli. Hún segir að það væri vissulega slæmt fyrir Danmörku ef evr- usamstarfið færi út um þúfur, en það sé hlutverk evruríkjanna að koma skikki á sín ríkisfjár- mál, ekki ríkja sem standi utan evrunnar. „Danmörk getur ekki bjargað evrunni,“ segir hún. Sama sinnis er Pia Adelsteen, þingmaður Þjóðarflokksins, sem vill halda þjóðaratkvæðagreiðslu, jafnvel þótt lögfræðingar telji þes ekki þörf. Hún er sannfærð um að meirihluti danskra kjós- enda myndi hafna samningnum. olafur@frettabladid.is Ekki fullveldisframsal í fjárlagasáttmála Danir hyggjast taka þátt í fjárlagasáttmála ESB þrátt fyrir undanþágu sína frá evrusamstarfinu. Evrópumálaráðherrann telur ekki þörf á þjóðarat- kvæðagreiðslu um samninginn en flokkarnir lengst til hægri eru ósammála. E N N E M M / S ÍA / N M 4 7 7 0 0 Hjá Pennanum færðu allar vörur sem þarf fyrir gott skipulag skrifstofunnar. Hafðu samband við söluráðgjafa okkar í síma 540 2050 eða penninn@penninn.is og fáðu frekari upplýsingar. www.penninn.is | sími 540 2050 | pontun@penninn.is Ti lb oð in g ild a til 15 . j an úa r eð a á m eð an b irg ði r en da st . Allir kjölmiðar frá Apli með 35% afslætti. 35% afsláttur Kúlutússpennar 35% afsláttur Öll blek- og dufthylki með 20% afslætti. 20% afsláttur 25% afsláttur Vottaður gæðapappír ALLT TIL REIÐU Á NÝJU ÁRI NÝÁRSTILBOÐ 637 kr. Verð áður: 849 kr. 339 kr. Verð áður: 519 kr. Allir 3M minnismiðar með 20% afslætti. 20% afsláttur Möppur Rauð, svört, blá. 30% afsláttur 630 kr. Verð áður: 899 kr. DANMÖRK Síðustu fjögur ár hafa 40 fjármálafyrirtæki horfið af mark- aði í Danmörku eða verið tekin yfir af danska Fjármálaeftirlitinu. Í umfjöllun Børsen kemur fram að bara í fyrra hafi þrír bankar farið á hausinn og sex sinnum hafi samruni átt sér stað. Eftir standa 110 sjálfstæðar fjármálastofnanir og eru þá ekki teknir með bankar sem Fjármála- eftirlitið hefur tekið yfir. Fækk- unin frá árinu 2001 nemur 76 fjár- málafyrirtækjum. - óká 40 horfin frá árinu 2008: Bönkum fækk- ar í Danmörku Við viljum aðild að þessum sáttmála, ekki Evrópusambandsins vegna heldur Danmerkur vegna... BJARNE CORYDON FJÁRMÁLARÁÐHERRA DANMERKUR BRETLAND, AP Breska ríkisstjórn- in heimilaði í gær umdeilda ofur- hraðlest milli Lundúna og Birm- ingham, tveggja stærstu borga landsins. 225 kílómetrar eru á milli borg- anna og á leiðinni, sem nefnist High Speed 2, verða lestir sem ná 360 kílómetra hraða á klukku- stund. Ferðatími milli borganna fer úr nærri 90 mínútum niður í 49 mínútur. Kostnaður við lagninguna er áætlaður 32 milljarðar punda, eða yfir 6.100 milljarðar króna og á henni að vera lokið árið 2026. - óká Háhraðalest fær samþykki: Lest fyrir 6.100 milljarða króna HRAÐLEST Nýrri lest milli Birmingham og Lundúna hefur verið mótmælt og hún sögð lýti í landslagi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SVÍÞJÓÐ 22 ára sænskur maður hefur verið ákærður fyrir að drepa 84 ára gamla ömmu sína, eftir að hún neitaði að lána honum bílinn sinn. Maðurinn er grunaður um að hafa stungið og lamið gömlu kon- una og loks orðið henni að bana með því að kæfa hana í teppi. Að því loknu tók hann farsíma henn- ar og keyrði burt á bílnum. Maðurinn hefur viðurkennt að hafa heimsótt ömmu sína en meira vill hann ekki segja. Lífs- ýni úr honum fundust á hnífnum sem var notaður auk blóðbletta. - þeb Maður í Svíþjóð ákærður: Myrti ömmu sína vegna bíls EKKI FULLVELDISAFSAL Nicolai Wammen, Evrópumálaráðherra Dana, telur ekki felast fullveldisafsal í fjárlagasáttmálanum og því sé ekki þörf á þjóðaratkvæðagreiðslu. MYND/RÁÐHERRARÁÐ ESB Forsendur um stofnkostnað og rekstur Vaðlaheiðarganga sagðar innan marka: Lánveiting ríkisins áhættusöm Ætlar þú að fara í leikhús í vetur? Já 49% Nei 51% SPURNING DAGSINS Í DAG: Stundar þú ólöglegt niðurhal? Segðu skoðun þína á Visir.is. ELDSVOÐI Eldur kom upp í íbúð á fyrstu hæð í fjölbýlishúsi á Grensásvegi á áttunda tímanum í gærkvjöld. Allt tiltækt slökkvilið var sent á vettvang. Reykkafarar fóru inn í íbúð- ina og réðu niðurlögum eldsins. Engin slys urðu á fólki. Reyk- ræsta þurfti íbúðina þar sem eld- urinn kom upp og auk þess íbúð- irnar í kring. Ekki lá fyrir í gærkvöld hversu miklar skemmdir urðu á íbúð- inni. Þá lá ekki fyrir hver voru upptök eldsins. Málið er í rann- sókn. Eldur kom upp í fjölbýlishúsi: Íbúarnir sluppu með skrekkinn SLÖKKVISTARF Reykkafarar slökktu eldinn í íbúðinni. FRÉTTABLAÐIÐ VALLI VERÐLAG Bensínlítrinn hefur hækkað um tólf krónur á einum mánuði. Verð á díselolíu er í fyrsta skipti komið yfir 252 krón- ur á lítrann en hækkunin nemur um tíu krónum á einum mánuði. Í ársbyrjun 2005 kostaði lítri af dísilolíu 45,7 krónur en síðan þá hefur verðið fimmfaldast. Á sama tíma fór bensínlítrinn úr tæpum 99 krónum í rúmar 240 krónur. Yfir 50% af hverjum lítra af eldsneyti eru skattar sem renna í ríkissjóð, segir Runólfur Ólafs- son, framkvæmdastjóri FÍB. - hks Dísellítri á 252 krónur: Verð á eldsneyti í hæstu hæðir KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.