Fréttablaðið - 11.01.2012, Page 8
11. janúar 2012 MIÐVIKUDAGUR8
1. Hversu hátt hlutfall fanga á
Litla-Hrauni og Bitru fær aldrei
heimsóknir?
2. Hversu mörg tilfelli af riðuveiki í
fé komu upp hér á landi 2011?
3. Hvaða norski leikari mun leika
Georg Bjarnfreðarson í norskri út-
gáfu Næturvaktarinnar?
SVÖR:
FRÉTTASKÝRING
Hvers vegna var sett reglugerð um
erfðabreytt matvæli?
Reglugerð um merkingar erfða-
breyttra matvæla tók gildi á
Íslandi nú um áramótin, níu árum
eftir að slík reglugerð tók gildi
innan Evrópusambandsins. Heil-
brigðisnefndir sveitarfélaga eiga,
undir yfirumsjón Matvælastofn-
unar, að hafa eftirlit með því að
ákvæðum reglugerðarinnar sé
fylgt.
Hörð andstaða evrópskra neyt-
enda gegn erfðabreyttum mat-
vælum leiddi til þess að sett var
reglugerð í Evrópu um merking-
ar slíkra matvæla árið 2003. Neyt-
endur hafa ekki bara haft áhyggj-
ur af heilsufarslegum áhrifum af
neyslu erfðabreyttra matvæla,
heldur einnig af mögulegum
óaftur kræfum umhverfisáhrifum
erfðabreyttrar ræktunar.
Athygli vakti þegar gildistöku
íslensku reglugerðarinnar um
merkingar erfðabreyttra matvæla
var frestað síðastliðið haust. Þá
tók aðeins gildi sá hluti reglugerð-
arinnar sem tók til erfðabreytts
fóðurs. Neytendasamtökin mót-
mæltu frestuninni harðlega.
Samtök lífrænna neytenda og
Slow Food Reykjavík voru einn-
ig meðal þeirra sem mótmæltu
en formaður Slow Food, Domin-
ique Plédel Jónsson, var meðal
umsagnaraðila varðandi vinnslu
reglugerðarinnar.
Í bréfi sem Dominique og
Oddný Anna Björnsdóttir,
fulltrúi framkvæmdanefndar
Samtaka lífrænna neytenda,
skrifuðu fyrir hönd sinna sam-
taka í september til Jóns Bjarna-
sonar, þáverandi landbúnaðar-
ráðherra, sögðu þær frestunina
sýna fyrirlitningu gagnvart
íslenskum neytendum.
Í bréfinu var meðal annars
bent á að í íslensku reglugerðina
vantaði gagnagrunn yfir þær teg-
undir af erfðabreyttum lífverum
sem má markaðssetja.
„Með slíkum gagnagrunni
væri íslenskum innflytjendum
sniðinn enn þrengri stakkur, því
margar af þeim erfðabreyttu
afurðum sem eru í matvælum
sem þeir flytja til Íslands eru
ekki í gagnagrunni þeim sem
Evrópugerðir kveða á um og
mætti þar af leiðandi ekki flytja
inn til landsins.“
Telja bréfritarar að ráðuneyt-
ið hafi verið að verja hagsmuni
örfárra fyrirtækja sem flytja inn
matvæli frá landi þar sem neyt-
endavernd er fórnað fyrir hags-
muni fjölþjóðafyrirtækja.
Framleiðendur og innflytjend-
ur eiga að afla sér upplýsinga um
hvort þeir séu með undir höndum
erfðabreytt hráefni og vörur, að
því er Helga Pálsdóttir, sérfræð-
ingur á Matvælastofnun, greinir
frá. Hún telur að neytendur eigi
að vera nokkuð öruggir um að
vörur frá Evrópusambandslönd-
um séu ekki erfðabreyttar vegna
strangs eftirlits þar.
Eftirlit hér verður á vegum
heilbrigðisnefnda sveitarfélaga
undir yfirumsjón Matvælastofn-
unar. Að sögn Helgu verða teknar
stikkprufur og sjónum beint að
þeim vörum sem líklegt þykir að
innihaldi breyttar lífverur. „Það
er langmest um erfðabreytingar
í maís og soja sem er í afar mörg-
um vörum.“ ibs@frettabladid.is
Erfðabreytt matvæli
merkt frá áramótum
Umsagnaraðilar segja mikilvægan gagnagrunn vanta í íslensku reglugerðina
um erfðabreytt matvæli. Sjónum beint að vörum sem líklegt þykir að innihaldi
breyttar lífverur. Sambærileg reglugerð tók gildi innan ESB fyrir níu árum.
1. Um 40 prósent. 2. Ekkert tilvik kom
upp. 3. Otto Jespersen.
Merkingar erfðabreyttra matvæla
Í reglugerðinni um merkingar erfðabreyttra matvæla segir meðal annars að
séu matvælin erfðabreytt skuli orðið „erfðabreytt“ koma fram innan sviga
strax á eftir vöruheiti.
Jafnframt að samanstandi matvælin af fleiri en einu innihaldsefni skuli
orðin „erfðabreytt“ eða „framleitt úr erfðabreyttu (nafn innihaldsefnisins)“
koma fram innan sviga strax á eftir viðkomandi innihaldsefni í innihalds-
lýsingu.
Einnig segir í reglugerðinni að þegar matvælum sé dreift án umbúða eða
þau seld í litlum neytendaumbúðum þar sem yfirborðið er minna en 10
fersentimetrar þar sem það er stærst skuli upplýsingar sem gerð er krafa um
ávallt vera sýnilegar þar sem matvælunum er stillt upp eða þar við hliðina á
umbúðunum sjálfum í leturstærð sem er auðlæsileg.
ERFÐABREYTT Merkja á matvæli sem eru erfðabreytt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Sími: 528 5050
James Bond-veisla
fimmtudagur 19.01. » 20:00 uppselt
föstudagur 20.01. » 20:00 uppselt
laugardagur 21.01. » 22:00 aukatónleikar
Einsöngvarar
Valgerður Guðnadóttir
Sigríður Thorlacius
Eyþór Ingi Gunnlaugsson
Sigríður Beinteinsdóttir
Inga Stefánsdóttir
Páll Óskar Hjálmtýsson
Jóhanna Vigdís Arnardóttir
Kynnir
Jóhanna Vigdís Arnardóttir
Stjórnandi
Carl Davis
Fluttir verða allir helstu smellirnir
úr Bond-myndunum, meðal
annars You Only Live Twice,
Nobody Does It Better, og
A View To a Kill.
Miðasala á aukatónleikana
laugardaginn 21.01. hefst
kl. 12 í dag.
Tryggðu þér miða á sinfonia.is
eða harpa.is.
KRÓATÍA Þrátt fyrir fjármála-
kreppu meðal ríkja Evrópusam-
bandsins (ESB) segjast tæplega
58 prósent Króata styðja aðild
landsins að sambandinu sam-
kvæmt nýrri skoðanakönnun
samkvæmt frétt á fréttavefnum
EUobserver.
Þjóðaratkvæðagreiðsla verður
haldin um ESB-aðild í Kró atíu 22.
janúar næstkomandi. Niðurstaða
hennar er ekki bindandi fyrir
stjórnvöld, en verði aðild sam-
þykkt er áformað að Króatía verði
28. aðildarríki
ESB hinn 1. júlí
á næsta ári.
Stuðning-
ur við aðild að
ESB hefur auk-
ist verulega frá
því í apríl á síð-
asta ári, þegar
skoðanakönn-
un sýndi að um
26 prósent vildu að Króatía gengi í
ESB. Sú könnun var gerð skömmu
eftir að Sameinuðu þjóðirnar sak-
felldu tvo króatíska hershöfð-
ingja fyrir stríðsglæpi, sem talið
er hafa haft áhrif á afstöðu Króata
til alþjóðasamfélagsins, að því er
segir í frétt EUobserver.
Stjórnvöld í Króatíu standa nú
fyrir herferð til að auka stuðn-
ing við aðild að ESB. Ivo Josipo-
vic, forseti landsins, sagði frétta-
mönnum á laugardag að aðild
og aðlögun að ESB væri landinu
„algerlega nauðsynleg“, og tæki-
færi sem væri „óábyrgt“ að láta
sér úr greipum renna. - bj
Rúm vika í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild Króatíu:
Um 58 prósent styðja ESB-aðild
Hafís færist nær landi
Búist er við því að landsins forni
fjandi nálgist landið í einhverjum
mæli á næstunni. Ísjaðar var um þrjá-
tíu sjómílur norðvestur frá Straumnesi
á gervitunglamynd sem tekin var á
sunnudag, að því er fram kemur á vef
Veðurstofunnar, auk þess sem nokkru
vestar má finna þéttan ís.
NÁTTÚRA
Gistinóttum fjölgar um 13%
Gistinætur á hótelum í nóvember
síðastliðnum voru 79.500, um 13
prósentum fleiri en í nóvember
2010 þegar þær voru 70.400 talsins.
Þetta kemur fram í nýjum gögnum
Hagstofu Íslands. Gistinætur erlendra
ferðamanna voru samkvæmt mæl-
ingu Hagstofunnar um 73 prósent
af heildinni. Þeim fjölgaði um 19
prósent en fjöldi gistinátta Íslendinga
stóð í stað.
FERÐAÞJÓNUSTA
SVÍÞJÓÐ Fimm manna fjölskylda
lést í bílslysi nálægt Vara í vestur-
hluta Svíþjóðar á mánudagskvöld.
Bíll þeirra fór yfir á öfugan vegar-
helming og lenti á stórum flutn-
ingabíl.
Mikil snjókoma var þegar slysið
varð og hálka á vegum. Fólksbíll-
inn lenti framan á flutningabíln-
um á miklum hraða. Flutningabíll-
inn tók hann með sér um sextíu
metra áður en hann valt og lenti í
skurði.
Allir í fólksbílnum voru látnir
þegar sjúkraflutningamenn komu
á staðinn. Bílstjóri flutningabíls-
ins slasaðist ekki en var fluttur á
sjúkrahús í miklu áfalli. - þeb
Lenti framan á flutningabíl:
Fimm manna
fjölskylda fórst
í umferðarslysi
IVO JOSIPOVIC
PAKISTAN, AP Tuttugu og fimm létu lífið
þegar sprengja sprakk á markaði í Pakist-
an, nærri landamærum Afganistan, í gær.
Árásinni var beint að herliði sem berst
við talibana í Pakistan. Að sögn yfirvalda
er árásin sú mannskæðasta í nokkra mán-
uði.
Að sögn löggæslu á staðnum var líklega
um fjarstýrða sprengju að ræða, en skot-
markið var bílar sem herlið í Khyber-hér-
aði nota. Auk þeirra sem létust slösuðust
24. Haft er eftir verslunareigandanum
Sharif Gul að mikill eldur hafi gosið upp
við sprenginguna og sjá hafi mátt fólk í
ljósum logum. „Við höfðum ekkert til að
fást við eldinn,“ sagði hann á spítalanum
í Peshawar, stærsta bænum í norðvestan-
verðu landinu, þar sem gert var að sárum
hans.
Herinn í Pakistan hefur stutt við mynd-
un hersveita með óbreyttum borgurum í
þessum hluta Pakistan, en hlutverk þeirra
er að berjast við talibana. Uppreisnar-
menn hafa hins vegar staðið fyrir hörðum
árásum á þessi herlið síðustu tvö ár.
Mörgum af mannskæðustu árásunum í
Pakistan hefur verið beint gegn hermönn-
um þessara sveita eða fjölskyldum þeirra.
Síðasta stóra árásin var í september síð-
astliðnum. Þá var 31 drepinn í árás sjálfs-
morðsprengjumanns á útför héraðshöfð-
ingja sem var á móti talibönum. - óká
Mannskæðasta árás talíbana í norðvesturhluta Pakistans síðan í september á síðasta ári:
Eldur gaus upp og fólk stóð í ljósum logum
BÍLL Í TÆTLUM Á VETTVANGI Mannskæðustu sprengjuárásar
síðustu mánaða í Pakistan. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VEISTU SVARIÐ?