Fréttablaðið - 11.01.2012, Page 15

Fréttablaðið - 11.01.2012, Page 15
www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 11. janúar 2011 | 1. tölublað | 8. árgangur Dress Up Games malar gull Dress Up Games ehf. hagnaðist um 88,3 millj- ónir króna á árinu 2010. Á árunum 2008 og 2009 nam hagnaður félagsins samtals um 213 milljón- um króna. Það hefur því hagnast um rúmlega 300 milljónir króna á þriggja ára tímabili. Þetta kemur fram í síðustu ársreikningum Dress Up Games ehf. Félagið á og rekur vefsíðuna www.dressup games. com og hefur á undanförnum árum verið á meðal arðbærustu fyrirtækja á Vestfjörðum. Eigandi félagsins er Inga María Guðmundsdóttir. Á vefsíðunni er tenglum á tölvuleiki þar sem dúkkulísur eru klæddar í föt safnað saman. Dress Up Games er síðan með auglýsingasamning við stórfyrirtækið Google sem tryggir því tekjur. Samningurinn virkar þannig að Google AdWords selur auglýsingar inn á síðuna og Dress Up Games ehf. fær síðan greitt fyrir hvert skipti sem einhver skoðar þá auglýsingu. Vefsíðan fær milljónir inn- lita, og er með tugmilljónir flettinga, í hverjum mánuði og því eru tekjurnar miklar. Eignir Dress Up Games nema 259 milljónum króna. Um 95% þeirra eru í handbæru fé. Félagið greiddi sér auk þess út 128 milljónir króna í arð á árunum 2009 og 2010. - ÞSJ Hraði! Skilvirkni! Sveigjanleiki! Minnkandi fjárþörf ríkissjóðs veldur lífeyrissjóðunum vanda ➜ Ríkisbréf líklega áfram fyrirferðarmikil í fjár- festingum lífeyrissjóð- anna árið 2012 ➜ Lífeyrissjóðirnir binda vonir við fjölgun fjár- festingarmöguleika Fékk fi mm prósenta hlut í Skýrr fyrir 140 milljónir Fjárfestingafélagið Títan, sem er í eigu Skúla Mogensen, greiddi alls um 140 milljónir króna fyrir 5,17% hlut sem félagið eignaðist í Skýrr í síðustu viku. Kaupverðið var greitt með reiðufé. Miðað við það verð sem Títan greiddi fyrir hlutinn er heild- arvirði hlutabréfa Skýrr tæplega 2,8 milljarðar króna. Spurður um hvort til greina komi að auka við eignar hlut sinn í Skýrr segist Skúli alls ekki vilja útiloka það. Títan var einn stærsti eigandi gagnaversins Thor Data Center þar til nú í nóvember þegar allt hlutafé þess var selt til Skýrr. Skýrr er stærsta upplýsingatæknifyrirtæki lands- ins og á meðal þeirra tíu stærstu á Norðurlöndun- um. Hjá fyrirtækinu starfa um 1.100 manns, þar af um 600 á Íslandi og um 500 í Noregi, Svíþjóð og Lettlandi. Velta Skýrr á árinu 2011 var um 24 millj- arðar króna. Til stendur að skrá Skýrr á markað í haust en stærsti einstaki eigandi félagsins er Fram- takssjóður Íslands með um 75% hlut. -ÞSJ/SÍÐA 4

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.