Fréttablaðið - 11.01.2012, Side 21
NÝIR BÍLAR
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2012
Kynningarblað
Hugmyndabílar
Tryggingar
Bílasölur
Bílalán
Glæsileiki
Nýjungar
Við byrjum árið á stórri sýn-ingu eins og endranær. Þar leggjum við aðaláherslu á
breyttan Avensis sem er að koma
og svo Yarisinn og Land Cruiser-
inn,“ segir Páll Þorsteinsson upp-
lýsingafulltrúi Toyota. Nýtt ár
boðar ný tækifæri í hans huga.
Hann segir 2011 hafa verið ár við-
snúnings þar sem stöðug aukn-
ing hafi verið í sölu. Land Cruiser
150 hafi selst jafnt og þétt og farið
í 213 eintökum á síðasta ári. „Fólk
sem á pening sér góða fjárfestingu
í þeim bíl enda reynist hann mjög
vel,“ segir hann.
Það var þó Yarisinn sem topp-
aði Toyotasöluna á Íslandi á síð-
asta ári með 214 eintökum eða
einu fram yfir Land Cruiser-
inn. „Nýi Yarisinn kom til okkar
í nóvember. Þá gerðist það að
smærri bílar fóru að seljast í ein-
hverju magni til einstaklinga.
Það var eins og hefði verið tekinn
tappi úr flösku og hátt í hundrað
bílar hafa selst á tveimur mánuð-
um,“ upplýsir Páll.
Páll segir nýja Yarisinn óvenju
vel búinn af smærri bíl að vera og
lýsir því nánar. „Það er nýtt kerfi
í honum sem heitir Touch & Go.
Aksturstölva, bakkmyndavél og
þráðlaus búnaður fyrir síma er
staðalbúnaður í þessu kerfi en
leiðsögukerfi með íslenskum
kortum er valbúnaður. Þannig að
þetta er dálítið mikil græja,“ segir
Páll og bendir á að höfuðborgar-
svæðið sé orðið svo stórt að fólki
veiti ekkert af leiðsögukerfi til að
komast um það vafningalaust.
Toyota Touch & GO veiti sann-
arlega þann möguleika. „Toyota
kynnir þetta leiðsögukerfi fyrst í
Yarisnum svo er það að detta inn
í fleiri nýja bíla,“ segir hann.
Margt f leira er að gerast hjá
Toyota á árinu, að sögn Páls
sem drepur á nokkur atriði.
„Það er að koma endurbætt-
ur 200 Cruiser − stóri Cruiser-
inn, með auknum búnaði, leið-
sögukerfi með íslensku vega-
korti og nýrri bensínvél. Þá er ný
gerð af Prius væntanleg, nokk-
uð stærri og rúmbetri en sá Prius
sem við þekkjum best, enda ber
hann heitið Prius +. Báðar gerð-
irnar verða í sölu, sá hefðbundni
er fimm manna en Prius + er sjö
manna bíll, ekta fjölskyldubíll.
„Bílamarkaðurinn hefur verið
á uppleið hér á landi og sömu
þróun er spáð á þessu ári,“ segir
Páll. „Við finnum að það er að
losna um allt. Það er eins með
bílana og fasteignirnar. Það koma
4.000 manns nýir inn á hverju ári
og aðrir hafa þörf fyrir að endur-
nýja.“
Byrjum árið á stórri bíla-
sýningu eins og endranær
Bílasýning verður laugardaginn 14. janúar hjá öllum söluaðilum Toyota á Íslandi, á Nýbýlaveginum í Kópavogi, í
Reykjanesbæ, á Selfossi og á Akureyri. Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota, er bjartsýnn á nýju ári.
Land Cruiser 150 við útfall Jökulsár á Breiðamerkursandi. Jeppi sem hentar Íslendingum vel enda er hann vinsæll.
HUGARFÓSTUR
FORSTJÓRANS
Nýr sportbíll sem nefnist GT 86
er væntanlegur í sumar. Hann er
hugarfóstur hins nýja forstjóra
Toyota sem hefur ástríðu fyrir
bílum, enda er einn þeirra sem
stofnaði Toyota forfaðir hans.
Páll Þorsteinsson, upplýsinga-
fulltrúi Toyota, segir um skemmti-
legan akstursbíl að ræða. „GT 86
er fallegur bíll og skemmtilegur.
Svona sportbíl hefur vantað hjá
Toyota undanfarin ár enda finn ég
að bílaáhugamenn eru spenntir
fyrir honum,“ segir hann.
Spurður hvort GT 86 sé
sparneytn ari en aðrir sportbílar
svarar Páll: „Ég hef ekki heyrt
eyðslutölur fyrir hann. „En menn
eru alltaf með þá pressu á sér
að búa til sparneytna bíla og
umhverfisvæna, meira að segja í
sportbílunum,“ segir Páll. „Það eru
miklar kröfur um það.“
Toyota Avensis er að koma út
í nýrri og endurbættri útgáfu.
„Þetta er kannski ekki alveg ný
kynslóð af Avensis en hann er
talsvert breyttur,“ segir Páll Þor-
steinsson, upplýsingafulltrúi
Toyota, og nefnir endurbætta
fjöðrun og stýrisbúnað, aukna
hljóðeinangrun og endurhönn-
un á sætum og mælaborði. Hann
segir útlitsbreytingar hafa verið
gerðar, sérstaklega framan á bíln-
um og setji ný ljós sterkan svip
á hann. „Dísilvélin er líka um-
hverfisvænni en áður, án þess að
fórna krafti, þar sem dregið hefur
verið úr útblæstri koltvísýrings.“
Páll segir Toyota Avensis vin-
sælan fjölskyldubíl, enda sé hann
rúmgóður, þægilegur og sprækur.
Enn betri
Avensis
Fágun í hönnun, þægindi og
öryggi einkenna Avensis.
Bílamarkaðurinn hefur verið á uppleið hér á
landi og sömu þróun er spáð á þessu ár.