Fréttablaðið - 11.01.2012, Síða 22
KYNNING − AUGLÝSINGNýir bílar MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 20122
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is s. 512 5429 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
GERUM GOTT ENN BETRA, ÖLLUM TIL GÓÐA
Bjarni Benediktsson er nýr aðstoðarframkvæmdastjóri þjónustusviðs hjá
Ingvari Helgasyni og B&L. Hann segir fyrirmyndarþjónustu vera í brennidepli
hjá fyrirtækinu sem aldrei fyrr.
„Þjónusta er einn af lykilþáttunum þegar kemur að vali á nýjum bíl, ekki síst til
atvinnureksturs. Rekstraröryggi þarf að vera tryggt og þjónustan stöðug og
fyrirsjáanleg,“ útskýrir Bjarni á einu fullkomnasta fólksbílaverkstæði landsins,
sem búið er öllum þeim tæknibúnaði sem nýjustu bílarnir krefjast.
„Við rekum í raun hátæknisjúkrahús bílaviðgerða. Neyðarþjónusta er starfrækt
allan sólarhringinn árið um kring og einnig rekum við litla bílaleigu sem getur
gripið inn í ef bílar eru stopp hjá viðskiptavinum,“ upplýsir Bjarni sem þekkir
vel til í bílabransanum, því áður var hann framkvæmdastjóri þjónustusviðs
Bifreiða & landbúnaðarvéla.
Hann segir bílaflota landsins hafa elst hratt frá árinu 2008 og slíkt kalli á nýjar
áherslur og lausnir.
„Í dag kemur til okkar í þjónustu mun hærra hlutfall bíla sem ekki eru lengur
í ábyrgð. Þannig höfum við sótt fram í varahlutum sem koma ekki beint frá
bílaframleiðendum og náð að lækka varahlutaverð umtalsvert, þótt ávallt sé
hugað vel að gæðum. Til að tryggja góða þjónustu koma varahlutir til okkar frá
birgjum um allan heim á lágmarkstíma, enda okkar markmið að gera gott enn
betra og fylgja þannig eftir metnaði okkar, öllum til góða.“
Bjarni Benediktsson er nýr aðstoðarframkvæmdastjóri þjónustusviðs Ingvars Helgasonar
og B&L, þar sem rekið er eitt fullkomnusta fólksbílaverkstæði landsins. MYND/GVA
Þótt Jóhann Berg Þorgeirsson, söluráðgjafi hjá
fyrirtækjaþjónustu Ingvars Helgasonar og B&L,
hafi bæst í hóp afbragðs starfsmanna fyrirtækis-
ins um nýliðin áramót, er hann þó langt í frá nýr
í faginu.
„Ég hef 35 ára reynslu í sölu á nýjum bílum og
tækjum, og starfaði lengst af hjá Ingvari Helgasyni
og Bifreiðum og landbúnaðarvélum,“ útskýrir Jó-
hann sem miðlar atvinnurekendum sem leita til
IH og B&L af sannri reynslu þegar kemur að nýjum
farkosti.
„Á árunum fyrir hrun bílamarkaðsins var B&L
með afar öfluga atvinnubíladeild og hefur bíla-
framleiðandinn Renault verið árum saman með
söluhæstu sendibíla landsins. Mitt aðalstarf er að
þjónusta jafnt stór sem smá fyrirtæki við endurnýj-
un bíla og skipulagningu flotans. Það mikla fram-
boð bíla sem umboðið hefur að bjóða gerir okkur
að einum besta valkosti sem fyrirtækjum stendur
til boða í dag,“ útskýrir Jóhann.
Eftir sameiningu fyrirtækjanna árið 2009 voru
kraftar sameinaðir í fyrirtækja- og flotasölu.
„Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og í
fyrra varð fyrirtækið næststærst á flotamarkaði,
með tæplega 500 bíla selda. Við ætlum að efla at-
vinnu- og fyrirtækjaþjónustu okkar í takt við vænt-
anlegan vöxt á markaði með því að efla þjónustu
við smærri sem stærri fyrirtæki,“ segir Jóhann sem
sinnir af alúð þjónustu við fyrirtæki og þeirra óskir.
„Á næstunni kynnum við til sögunnar nýja
rekstrarleigu, og bjóðum fyrirtækjum nú þegar
þjónustuna Léttskoðun sem er endurgjaldslaust,
reglubundið eftirlit sem léttir undir með rekstri
fyrirtækjabíla.“
Atvinnubíla- og fyrirtækjaþjónusta
Jóhann Berg Þorsteinsson býr yfir 35 ára reynslu í sölu nýrra
bíla og tækja hjá Ingvari Helgasyni og Bifreiðum & landbún-
aðarvélum. MYND/GVA
Það eru alltaf stórtíðindi þegar BMW kynnir til sögunnar nýjan Þrist, enda hefur BMW 3 verið í vörulínu bíla-
framleiðandans frá því snemma á áttunda
áratugnum og jafnan mikill spenningur
fyrir nýrri kynslóð hans á markaði,“ upp-
lýsir Karl S. Óskarsson, sölustjóri BMW og
Land Rover hjá Ingvari Helgasyni og B&L.
Þar á bæ verður blásið til stórsýning-
ar á nýja Þristinum í marsmánuði, sem og
annarri kynslóð af 1-línunni sem fyrst var
kynnt til sögunnar 2004 .
„Í Ás og Þristi leggjum við áherslu á dís-
ilvélar því þótt olía sé nú dýrara eldsneyti
en bensín hafa breytingar á vörugjöldum
gert dísilvélar að mun fýsilegri kosti. Þá
hefur BMW náð ótrúlegum árangri í dís-
ilvélum og eyðslutölur orðnar hlægilega
lágar, með allt niður í 4,4 lítra í blönduð-
um akstri.“
Karl segist finna greinileg batamerki
á sölumarkaði nýrra bifreiða. Hann segir
BMW-jepplingana X3 og X5, sem kynnt-
ir voru landsmönnum í fyrra, hafa fengið
afbragðs viðtökur og nú bindi hann vonir
við að fólksbílamarkaður hressist með
hækkandi sól, enda sterk undiralda í sölu á
vönduðum, nýjum fólksbílum frá mánuði
til mánaðar.
„Eftir svimandi verðhækkanir á nýjum
bílum í kjölfar bankahrunsins 2008 höfum
við mætt miklum skilningi bílaframleið-
anda okkar ytra og þeir komið til móts við
okkur með mun hagstæðara verð sem við
skilum að sjálfsögðu beint til kaupenda,“
upplýsir Karl.
Um aðra helgi, laugardaginn 14. janú-
ar, stendur Ingvar Helgason og B&L fyrir
stórsýningu á Land Rover Discovery ,
Land Rover Defender og Range Rover Evo-
que, sem snobbkryddið Victoria Beckham
hannaði innréttinguna í.
„Evoque er gríðarfallegur bíll og al-
gjörlega ferskur og framandi í útliti. Hann
er hlaðinn íburði og lúxus, með mjúku
hanskaleðri í sætum og mælaborði, og
LED-lýsingu þar sem velja má bláa, rauða,
bleika eða fjólubláa innilýsingu. Evoque er
einn örfárra á borði hugmyndabíla heims-
ins sem orðið hafa að veruleika og er nú
kominn á markað,“ segir Karl um lúxusj-
eppann Evoque sem vafalaust mun höfða
til margra fagurkera.
Hann segir að sýndar verði nýju S, SE og
HSE-gerðirnar af Land Rover Discovery.
„Við höfum við einnig náð afar góðum
samningum á jeppum sem njóta æ meiri
athygli þeirra sem horfa til þess að kaupa
sér dýrari og vandaðri jeppa. Discovery-
línan er gríðarlega vel búin og má nefna
að S-gerðin, sú ódýrasta, er 210 hestöfl og
6 strokka, með 8 gíra sjálfskiptingu, háu
og lágu drifi, loftpúðafjöðrun og á kosta-
verði miðað við öflugan búnað,“ upplýsir
Karl sem einnig sýnir nýjustu útgáfu Land
Rover Defender sem fyrst kom á mark-
að fyrir 64 árum og hefur lítið breyst í tím-
ans rás.
„Nú hefur Land Rover tilkynnt að
Defender fái nýtt útlit innan tveggja ára,
og verður mikil eftirsjá að þessum vinsæla
farkosti björgunarsveita og bílaleiga lands-
ins. Þetta er enda einstakur jeppi, byggð-
ur á gömlum gildum og afar traustur far-
kostur, sem skýrir látlausar vinsældir hans
meðal íslenskra jeppaeigenda.“
Spennandi, vandaðir fararskjótar
Það eru spennandi tímar fram undan hjá aðdáendum BMW, Land Rover og Range Rover á Íslandi. Ekki skemmir fyrir að framleiðendur þessa
heimsþekktu bifreiða hafa mætt landsmönnum á miðri leið þegar kemur að buddunni. Á næstunni verða stórsýningar hjá Ingvari Helgasyni og B&L.
Hér hallar Karl S. Óskarsson, sölustjóri BMW og Land Rover, sér að Land Rover Defender, en við hlið hans stendur Range Rover Evoque, sem var hannaður að hluta til af
snobbkryddinu Victoriu Beckham. MYND/GVA