Fréttablaðið - 11.01.2012, Page 28
KYNNING − AUGLÝSINGNýir bílar MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 20128
Dakar-rallið fer fram þessa dag-
ana í Suður-Ameríku. Það hófst
á nýársdag og lýkur nú á sunnu-
daginn.
Dakar-rallið var uppruna-
lega þekkt sem París-Dakar rall-
ið. Það var fyrst haldið árið 1978,
ári eftir að kappaksturskappinn
Thierry Sabine villtist í Sahara-
eyðimörkinni og ákvað að hún
væri afar góður vettvangur fyrir
rall. Rallið hófst í París í Frakk-
landi og endaði í Dakar í Senegal í
Afríku með siglingu yfir Miðjarð-
arhafið. Af ýmsum ástæðum bæði
pólitískum og öðrum hefur leiðin
breyst í gegnum tíðina.
Árið 2008 var hætt við rall-
ið sem fram átti að fara í janú-
ar vegna ótta við hryðjuverk. Þá
fóru menn að hugsa mótið upp á
nýtt og hefur það ekki verið hald-
ið í Afríku síðan. Dakar-rallið árið
2008 var haldið í apríl, hófst í Ung-
verjalandi og lauk í Rúmeníu. Árið
eftir var það haldið í Suður-Amer-
íku og þar hefur það verið hald-
ið síðan. Í ár hefst þetta 33. rall í
Mar del Plata í Argentínu. Farið
er gegnum Copiapó í Síle og loks
lýkur því í Lima í Perú
Keppendur aka á sérútbún-
um jeppum og torfærumótor-
hjólum. Farið er yfir mjög erfitt
landsvæði, yfir sandöldur, gegn-
um drullupytti, ósléttar heiðar og
grjótmulning. Vegalengdirnar eru
ekki litlar eða um 800 til 900 kíló-
metrar á dag.
Dakar-rallið í fullum gangi
Hummer-bifreið ekið yfir sandöldu í Síle. NORDICPHOTOS/AFP
UMFERÐARLÖG
ÍSLANDS
Eigi má stökkva
af eða upp í
ökutæki á ferð
eða vera utan á
ökutæki á ferð.
Eigi má hanga í
ökutæki á ferð
eða draga með
ökutæki á vegi
þann, sem er á
skíðum, hjóla-
skíðum, skautum
eða svipuðum
tækjum.
Eigi má vera að
leik á vegi, þannig
að til óþæginda
verði fyrir umferð.
Heimild/Umferðarlög, kafli II, 6. grein.
SAAB LÆKKAR Í
VERÐI
Eftir að bílaframleiðandinn
Saab í Svíþjóð var lýstur gjald-
þrota hefur endursöluverð Saab
bíla farið lækkandi á Norður-
löndunum. Frá þessu greinir á
vefsíðu Félags íslenskra bifreiða-
eigenda www.fib.is
Notaðir Saab bílar seljast hægar
en áður og ekki fyrr en búið er
að veita að meðaltali um 10,4
prósenta afslátt af ásettu verði.
Dönsk leitarvél fyrir notaða
bíla, autouncle.com, tók saman
upplýsingar um verðbreytingar
á Saab fyrstu viku ársins og
bar saman við verðið fyrir
gjaldþrotið skömmu fyrir jól. Í
ljós kom að búið er að lækka
verðið á nánast öðrum hverjum
Saab sem leitarvélin finnur á
dönskum bílasölum.
Þeir bílar sem helst lækka í verði
eru nýlegir bílar sem enn eru í
verksmiðjuábyrgð. Þá er talið
nokkuð sérstakt að verðlækkun
á Saab-bílum virðist hafa
smitast yfir á aðrar bílategundir
í svipuðum verð- og gæðaflokki
og Saab. Þegar um 54 prósent
nýlegra Saab-bíla höfðu verið
lækkuð í verði á bílasölunum
fylgdu um 44 prósent Audi-bíla
í kjölfarið og lækkuðu svipað.
Þar á eftir lækkuðu líka 43
prósent bíla af tegundunum
Volvo, Honda og Skoda o.fl.
Aukin afköst með framúrskarandi tækni.
VIÐ BJÓÐUM ÞÉR AÐ ÞIGGJA
OKKAR BESTA ELDSNEYTI TIL ÞESSA.
Eldsneyti sem hefur verið þróað í samvinnu við Formúlu 1 keppnislið
Ferrari en hentar öllum bensínbílum. Þessi einstaka eldsneytisblanda
hefur þann tilgang að hreinsa vélina að innan, vernda mikilvæga
hluta hennar og auka afköstin.
Vö
ru
m
er
ki
S
he
ll
er
u
no
tu
ð
af
S
ke
lju
ng
i m
eð
le
yf
i S
he
ll
Br
an
ds
In
te
rn
at
io
na
l A
G
.