Fréttablaðið - 11.01.2012, Qupperneq 41
MIÐVIKUDAGUR 11. janúar 2012 21
Nýir sjónvarpsþættir byggðir á
kvikmyndunum Star Wars hafa
fengið vinnuheitið Star Wars:
Underworld. Ekki hefur verið
ákveðið hvenær þættirnir verða
framleiddir en handritið er engu
að síður tilbúið.
Star Wars: Underworld gerist
á tímabilinu á milli Episode III
og Episode IV, á þeim tuttugu
árum þegar Luke er að vaxa
úr grasi. Að sögn framleiðand-
ans Rick McCallum fjalla þætt-
irnir þó ekki um Luke sjálfan
heldur tímabilið þegar heims-
veldið er að reyna að taka við
stjórnartaumunum.
Stjörnustríð í
undirheimum
STAR WARS Nýju sjónvarpsþættirnir
gerast í undirheimunum.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Miðvikudagur 11. janúar
➜ Fræðsla
20.00 Íslenska vita-
félagið, félag um
íslenska strandmenn-
ingu, heldur fræðslu-
kvöld undir yfirskrift-
inni Spegill fortíðar
- silfur framtíðar.
Steinar J. Lúð-
víksson rithöf-
undur mun
þar fjalla um
síldina og
Dr. Sigrún
Klara Hann-
esdóttir segir
frá áhrifum
síldarvinnslu.
Fræðslukvöldið
verður haldið í
Víkinni, sjóminja-
safni í Granda-
garði Reykjavík.
➜ Dans
14.00 Félag eldri borgara stendur
fyrir síðdegisdansi í félagsheimili sínu,
Stangarhyl 4. Álfasöngur og vikivakar.
Aðgangseyrir er kr. 600.
➜ Tónlist
20.00 Fyrsta Extreme Chill kvöld
ársins verður haldið á Kaffibarnum í
kvöld. Fram koma Sigtryggur Berg Sig-
marsson, Prince Valium, Ahma og Dj
AnDre & Beatmakin Troopa. Aðgangur
er ókeypis.
20.45 Hljómsveitin White Signal
heldur tónleika á Kaffi Rósenberg.
Aðgangseyrir er kr. 1.000.
➜ Fyrirlestrar
12.15 Hádegisfyrirlestur í erindaröð-
inni Góssið hans Árna um valin hand-
rit úr safni Árna Magnússonar verður
haldinn í Þjóðmenningarhúsinu. Már
Jónsson flytur, en erindið að þessu
sinni er Jónsbókarhandrit frá 14. öld
sem Árni eignaðist ungur.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is.
GP! er listamannsnafn Guðmund-
ar Péturssonar gítarleikara sem
hefur verið einn af flinkustu og
afkastamestu gítarleikurum
Íslands síðustu áratugi. Elabórat
er hans þriðja sólóplata og fylgir
eftir plötunni Ologies sem kom út
árið 2008 og hlaut góðar viðtökur.
Á Elabórat eru átta lög, samin
af Guðmundi sem einnig sá um
upptökustjórn og útsetningar.
Með honum spila þeir Styrmir
Hauksson, Davíð Þór Jónsson,
Hrafnkell Orri Egilsson, Eyþór
Gunnarsson og Kristinn Snær
Agnarsson.
Guðmundur er afar fjölhæfur
gítaristi og hefur víða komið við
í tónlistarheiminum. Það heyr-
ist á Elabórat. Tónlistin fer víða,
jafnvel innan sama lagsins. Þetta
er instrúmental tónlist. Á köfl-
um minnir hún á gamlan djass-
rokkbræðing, en annars staðar
er allt önnur stemning í gangi.
Það kemur ekki á óvart að blús-
inn laumi sér inn hér og þar og
ekki heldur að áhrifa gæti frá
heimstónlist, en í sumum lag-
anna er einhver óskilgreind til-
raunamennska sem ég, a.m.k. átti
ekki von á. Í einu laganna komu
til dæmis samstarfsplötur þeirra
Roberts Fripp og Brians Eno upp
í hugann og í öðrum lögum minnir
tónlistin á Tortoise- og Chicago-
senuna sem blómstraði upp úr síð-
ustu aldamótum.
Á heildina litið er Elabórat
fjandi góð plata. Hún er fjölbreytt
og blæbrigðarík og full af spenn-
andi útúrdúrum sem maður ánetj-
ast við frekari hlustun. Framsæk-
ið og flott verk. Trausti Júlíusson
Niðurstaða: Guðmundur Pétursson
gítarleikari fer um víðan völl á
frábærri sólóplötu.
Framsækin og blæbrigðarík
Bandaríska rokkhljómsveitin At
the Drive-In ætlar að snúa aftur
eftir ellefu ára fjarveru. Hljóm-
sveitin hefur verið bókuð á tón-
listarhátíðina Coachella sem
verður haldin í Kaliforníu í apríl.
Þar koma einnig fram Radiohead,
Pulp, Bon Iver og Snoop Dogg.
At the Drive-In hætti störfum
2001 þegar forsprakkinn Cedric
Bixler-Zavala sagði hljómsveit-
ina halda aftur af sköpunargáfu
sinni. Stuttu síðar stofnaði hann
The Mars Volta ásamt Omar
Rodriguez-Lopez úr At the Drive-
In á meðan hinir meðlimirnir
stofnuðu Sparta.
Ellefu ára
hlé á enda
Tónlist ★★★★
Elabórat
GP!
Velkomin í okkar hóp!
Barnagæsla - Leikland JSB
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
R
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Stundatafla Dansræktar JSB
Opna kerfið og námskeið
mán þri mið fim fös lau
06:10 SS lok SS lok SS lok SS lok SS lok
06:15 TT lok a RY lok TT lok RY lok TT lok
06:30 Opna Kerfið Opna Kerfið Opna Kerfið Opna Kerfið Opna Kerfið
06:40 SS lok SS lok SS lok SS lok SS lok
07:05 SS lok SS lok SS lok SS lok SS lok
07:20 TT lok C TT lok C TT lok C
07:30 Opna Kerfið Opna Kerfið Opna Kerfið Opna Kerfið Opna Kerfið
08:30 Opna Kerfið Opna Kerfið Opna Kerfið Opna Kerfið Opna Kerfið
09:15 Opna Kerfið
09:30 60+ lok 60+ lok 60+ lok 60+ lok 60+ lok
10:15 TT lok D TT lok D TT lok D
10:30 Stott lok Mótun lok Stott lok Mótun lok Opna Kerfið
10:30 RY lok RY lok
10:30 Opna Kerfið Opna Kerfið Opna Kerfið
12:00 Yoga opið RY lok Yoga opið RY lok
12:10 Extra lok Extra lok Extra lok Extra lok
12:15 Opna Kerfið Opna Kerfið Opna Kerfið Opna Kerfið Opna Kerfið
14:20 TT lok G TT lok G TT lok G
14:30 Opna Kerfið Opna Kerfið
16:30 RY lok RY lok
16:30 Opna Kerfið Opna Kerfið Opna Kerfið Opna Kerfið Opna Kerfið
16:30 SS lok SS lok SS lok SS lok SS lok
16:40 TT lok H TT lok H TT lok H
16:40 Mótun lok Stott lok Mótun lok Stott lok
17:00 SS lok SS lok SS lok SS lok SS lok
17:30 Opna Kerfið Opna Kerfið Opna Kerfið HotY lok
17:40 TT lok I TT lok I TT lok I
17:45 Opna Kerfið
18:25 TT3 lok TT lok J TT lok J
18:30 HotY lok
18:40 TT lok J
19:25 TT3 lok Áskiljum okkur rétt til að breyta stundaskrá
Opið hús hjá JSB 9. - 20. janúar
Staðurinn - Ræktin
S&S
stutt og strangt
TOH
YOGAmiðjuþjálfun og lóð
Tilboð á kortum
í Opna kerfinu
Frír prufutími - taktu vinkonu með
Við bjóðum yfir 100 tíma á viku
fjölbreyttir tímar - eitthvað við allra hæfi
Vertu með
í vetur
www.jsb.is