Fréttablaðið - 11.01.2012, Qupperneq 42
11. janúar 2012 MIÐVIKUDAGUR22
sport@frettabladid.is
HANDBOLTI Alexander Petersson
hefur farið á kostum með liði sínu,
Füchse Berlin, í þýsku úrvalsdeild-
inni sem og Meistaradeild Evrópu.
Þar spilar hann sem hægri skytta
og nú mun hann spila meira í því
hlutverki fyrir íslenska landsliðið
þar sem Ólafur Stefánsson mun
ekki vera með á EM í Serbíu.
„Þetta verður auðvitað erfitt án
Óla en það hlaut að koma að þessu.
Hann getur ekki verið alltaf með
okkur,“ segir hann og brosir. „En
við erum með góða leikmenn og
þetta þarf ekki að vera slæmt. Ein-
hvern tímann verðum við að venj-
ast því að spila án hans.“
Alexander hefur lengi verið
lykil maður í íslenska landslið-
inu, ekki síst í vörn þar sem hann
hefur haft gríðarlega mikilvægu
hlutverki að gegna. En hann segist
búinn undir aukna ábyrgð í sókn-
arleiknum. „Ég er alveg tilbúinn í
þetta – að draga vagninn eins og
Óli hefur gert í öll þessi ár,“ segir
Alexander sem hefur lengi sagt að
Ólafur væri sín fyrirmynd.
„Ég hef lært mikið af honum í
gegnum tíðina og er enn að læra
af honum. Hann er enn leikmaður
í hæsta gæðaflokki þrátt fyrir að
vera 38 ára gamall og hefur sýnt
að með því að leggja nógu mikið
á sig er hægt að lengja ferilinn.
Maður þarf að hafa meira fyrir
því að halda líkamanum góðum
eftir þrítugt en Ólafur hefur sýnt
að það er allt hægt. Hann er enn
fyrirmyndin mín.“
Öxlin er slæm
Alexander hefur verið að glíma
við meiðsli í öxl síðan á heims-
meistaramótinu í Svíþjóð fyrir ári.
Hann spilar mikið með liði sínu,
Füchse Berlin, en álagið verður
þó enn meira með íslenska lands-
liðinu á EM í Serbíu. Þar er spilað
annan hvern dag.
„Öxlin hefur ekki verið nógu góð
og ég er enn að drepast eftir HM í
fyrra. Ég vona að þetta muni ekki
há mér á mótinu en það er ómögu-
legt að segja eins og er. Þetta verð-
ur bara að koma í ljós,“ segir hann.
„Ég hef þurft að passa sérstak-
lega upp á öxlina með sérstökum
æfingum og gætt mín á því að
skjóta ekki of mikið á æfingum.
Þetta hefur gengið þokkalega hing-
að til og ég hef ekki fundið mikið
fyrir þessu í leikjum, svo lengi
sem ég hef fengið góða hvíld eftir
þá. Það var svo æft nokkuð stíft í
síðustu viku með landsliðinu og ég
var ekki nógu góður eftir það.“
Þjálfarinn hefur áhyggjur
Alexander spilaði með landslið-
inu á æfingamótinu í Danmörku
um helgina og er staðan á öxlinni
í raun óbreytt, að sögn þjálfar-
ans Guðmundar Guðmundsson-
ar. „Hann verður ekkert betri úr
þessu fyrir mótið og það er ákveð-
in þreyta í honum,“ sagði Guð-
mundur við Fréttablaðið. Alex-
ander skoraði samtals sex mörk í
fyrstu leikjunum tveimur en hvíldi
svo í lokaleiknum gegn Danmörku.
Guðmundur neitar því ekki að
hann hafi áhyggjur af öxlinni fyrir
EM. „Auðvitað hef ég áhyggjur –
en ég held að þetta verði bara í
lagi og að hann verði klár þegar
út í keppnina er komið. Það verða
hvíldardagar á milli leikja og von-
andi ná sjúkraþjálfarar okkar að
hugsa nógu vel um hann til að
þetta verði ekki til vandræða.“
Það er ekki annað að heyra á
Alexander sjálfum en að hann
ætli að hella sér af fullum krafti
út keppnina í Serbíu – það komi
ekki til greina að taka sér frí til að
freista þess að ná sér góðum á ný.
„Nei, það kom ekki til greina. Ég
tek mér bara frí seinna.“
eirikur@frettabladid.is
Ég er alveg tilbúinn
í þetta – að draga
vagninn eins og Óli hefur
gert í öll þessi ár.
ALEXANDER PETERSSON
LANDSLIÐSMAÐUR Í HANDBOLTA
Ólafur er enn fyrirmyndin mín
Alexander Petersson heldur nú í sitt fyrsta stórmót í handbolta án Ólafs Stefánssonar. Hann verður því
aðalskytta liðsins hægra megin þrátt fyrir að glíma við meiðsli í öxl sem hafa hrjáð hann undanfarið ár.
Á BEKKNUM Alexander er hér í nuddi hjá Elís Þór Rafnssyni sjúkraþjálfara. Ingibjörg Ragnarsdóttir sjúkranuddari og Brynjólfur
Jónsson læknir ræða málin við þá. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Síðustu fimm stórmót
Samanlagður árangur Alexanders
og Ólafs á síðustu fimm stórmótum
Íslands:
HM 2011 Samtals 75 mörk – 8,3 í leik
Alexander 5,9 m. í leik (53 mörk/9 leikir)
Ólafur 3,1 mark í leik (22/7)
EM 2010 61 mark – 7,6 í leik
Alexander 3,6 mörk í leik (29/8)
Ólafur 4,0 mark í leik (32/8)
ÓL 2008 60 mörk - 7,5 í leik
Alexander 3,9 mörk í leik (31/8)
Ólafur 3,6 mörk í leik (29/8)
EM 2008 39 mörk - 6,5 í leik
Alexander 3,3 mörk í leik (20/6)
Ólafur 4,8 mörk í leik (19/4)
HM 2007 101 mark - 10,1 í leik
Alexander 4,8 mörk í leik (48/10)
Ólafur 5,3 mörk í leik (53/10)
KRÓATÍA verður fyrsti mótherji Íslands á EM. Króatar hafa aldrei orðið Evrópumeistararar en þeir
hafa tapað úrslitaleiknum á síðustu tveimur Evrópumótunum – fyrir Dönum 2008 og Frökkum 2010.
Króatar unnu síðast gull á stórmóti þegar liðið varð Ólympíumeistari 2004 ári eftir að þeir urðu heims-
meistarar. Frá og með HM 2005 hafa Króatar unnið fjögur silfur og aldrei endað neðar en í 5. sæti.
EM
í handbolta
2012
5
DAGAR
HANDBOLTI Þeir Ólafur Stefáns-
son og Alexander Petersson hafa
náð afar vel saman á hægri væng
landsliðsins síðustu stórmótin
en sá síðarnefndi spilaði á sinu
fyrsta stórmóti árið 2005. Gegndu
þeir lykilhlutverkum á bæði
Ólympíuleikunum í Peking og EM
í Austurríki, þar sem Ísland vann
til verðlauna. Úttekt á skoruðum
mörkum má sjá hér fyrir neðan
en þess má geta að þeir hafa einn-
ig haft mikilvæg hlutverk í varn-
arleik Íslands á síðustu árum.
Alexander mun nú verða aðal-
skytta Íslands hægra megin í
fjarveru Ólafs og njóta stuðnings
Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar og
Rúnars Kárasonar. Þórir Ólafs-
son fær aukna ábyrgð í horninu
en þeir Alexander og Ásgeir Örn
þekkja þá stöðu einnig vel. - esá
Ólfafur og Alexander öflugir:
Hægri vængur-
inn sterkur
NÁ VEL SAMAN Ólafur og Alexander í
leik með landsliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HANDBOLTI Landsliðsmaðurinn
Arnór Atlason var í viðtali við
danska handbolta-netmiðilinn
HBOLD.dk eftir Totalkredit Cup-
æfingamótið um helgina. Íslenska
liðið endaði þá í öðru sæti eftir tap
á móti Dönum í úrslitaleiknum.
„Við fengum að prófa okkur á
móti góðum handboltaþjóðum og
fengum að vita um stöðuna á bæði
sókninni og vörninni okkar,“ sagði
Arnór en hann leikur með danska
stórliðinu AG Kaupmannahöfn.
„Við erum án Ólafs Stefánsson-
ar sem er líklega besti handbolta-
maðurinn í heimi og höfum sýnt
það að við getum spjarað okkur
án hans. Við erum á góðri leið á
báðum endum vallarins,“ sagði
Arnór sem hefur sjálfur verið að
glíma við bakmeiðsli en ætlar að
fórna sér fyrir landsliðið í Serbíu.
„Við unnum brons á síðasta Evr-
ópumóti og vorum mjög ánægðir
með það. Við gerum okkur grein
fyrir því að það er löng leið fram
undan ef við ætlum að komast
aftur svona langt. Við erum í erf-
iðum riðli og verðum að taka stig
með okkur inn í milliriðilinn ef
við ætlum að spila aftur um efstu
sætin.“
Arnór var frábær á síðasta Evr-
ópumóti sem fór fram í Austurríki
2010. Hann skoraði flest mörk
íslenska liðsins, 41 í 8 leikjum, og
gaf 49 stoðsendingar á félaga sína
í liðinu. - óój
Arnór Atlason í viðtali hjá dönskum vefmiðli:
Spjörum okkur án eins
besta leikmanns heims
ARNÓR ATLASON Hér í leik gegn Dönum um helgina. MYND/OLE NIELSEN