Fréttablaðið - 11.01.2012, Page 43

Fréttablaðið - 11.01.2012, Page 43
MIÐVIKUDAGUR 11. janúar 2012 23 NFL Uppgangur trúboðans og leik- stjórnandans Tims Tebow hjá Denver Broncos er lyginni lík- astur. Tebow framkvæmdi enn eitt kraftaverkið um helgina og er enginn skortur á tilviljunum eftir þennan ótrúlega leik hjá mannin- um sem byrjað er að kalla Messías. Uppáhaldstilvitnun Tebows í Biblíuna er: „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn ein- getinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ Þessa línu má finna í Jóhann- esarguðspjalli 3:16. Í leiknum um helgina má heldur betur finna tengingar við númerið á upp- áhaldstilvitnun Tebows. Hann kastaði boltanum sam- tals 316 jarda og var með 31,6 jarda að meðaltali í hverju kasti. Þegar Steelers var á 3. tilraun og 16 metrar eftir kastaði leikstjór- nandi liðsins boltanum í hendur Broncos. Í vetur voru Broncosað meðaltali með 316,6 jarda í leik í vetur. Þegar leikurinn stóð sem hæst var sjónvarpsáhorf í Banda- ríkjunum 31,6. Þess utan er mað- urinn sem greip sigursendingu Tebows í leiknum fæddur á jóla- dag. Þessar tilviljanir þykja með ólíkindum og einhverjir spyrja sig að því hvort þetta séu í raun og veru tilviljanir. Leikstjórnandinn ungi, sem er alinn upp af trúboðum, hefur snert líf margra í vetur og heimur- inn bíður spenntur eftir því hvort annað kraftaverk sé í vændum um næstu helgi. Þá sækir Broncos lið New Eng- land Patriots heim. - hbg Kraftaverk og tilviljanir eru allt í kringum trúboðann Tim Tebow: Ótrúlegar tilviljanir hjá Tebow JOHN 3:16 Uppáhaldstilvitnun Tebows í Bblíuna. Þegar hann birti þessa tilvitnun á andlitinu fyrir tveimur árum slógu 92 milljónir manna hana inn á Google. GETTY IMAGES Iceland Express-d. kvenna Hamar - Keflavík frestað Leiknum var frestað vegna veðurs og fer fram í kvöld klukkan 19.15. Þá fer fram heil umferð í deildinni. Sænska úrvalsdeildin Solna Vikings - LF Basket 81-80 Logi Gunnarsson skoraði fimmtán stig fyrir Solna. Borås Basket - Sundsvall Dragons 80-87 Pavel Ermolinskij skoraði 20 stig og Hlynur Bæringsson tólf. Báðir tóku níu fráköst. Jakob Sigurðarson skoraði þrettán stig. Jämtland Basket - 08 Stockholm 84-83 Brynjar Þór Björnsson, Jämtland og Helgi Már Magnússon, 08 Stockholm, skoruðu báðir tólf stig fyrir sín lið í leiknum. ÚRSLIT Powerade-bikarinn Fjórðungsúrslit karla: KFÍ - Hamar Fjölnir - Keflavík Tindastóll - Njarðvík KR - Snæfell Fjórðungsúrslit kvenna: Njarðvík - Keflavík Fjölnir - Snæfell Haukar - Hamar Stjarnan - Grindavík KÖRFUBOLTI Dregið var í fjórð- ungsúrslit Powerade-bikarkeppni karla og kvenna í gær. Hjá körl- unum verður viðureign KR og Snæfells, bikarmeistara síðustu tveggja ára, stórleikur umferð- arinnar. Það verður líka boðið upp á hörkuleik hjá konunum en þar drógust saman Keflavík og Njarðvík, tvö efstu lið Iceland Express-deildar kvenna. Það er enn fremur ljóst að 1. deildarlið komast í undanúrslit hjá bæði körlum og konum. Powerade-bikarkeppnin: Stórlið drógust saman í bikar ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA / FÆST Í APÓTEKUM UM LAND ALLT LITLAR VÍTAMÍNTÖFLUR SEM GOTT ER AÐ GLEYPA SJÁ NÁNAR Á VITAMIN.IS EIN TAFLA Á DAG SYKURLAUSAR Icepharm a KEMUR HEILSUNNI Í LAG GOLF Tinna Jóhannsdóttir úr golfklúbbnum Keili er í mjög sterkri stöðu fyrir lokahringinn í úrtökumóti fyrir Evrópumóta- röð kvenna í golfi sem nú stendur yfir á Spáni. Tinna er samtals í fimmta sæti á einu höggi undir pari en 35 efstu kylfingarnir komast áfram í lokaúrtökumótið sem fer fram í næstu viku. Hún lék á 71 höggi í gær og er aðeins einu höggi frá þriðja sæt- inu en tíu höggum á undan þeim sem eru í kringum 35. sætið nú. Lokahringurinn fer fram í dag. Evrópumótaröð kvenna: Tinna í afar góðri stöðu Í FIMMTA SÆTI Tinna Jóhannsdóttir, kylfingur úr GK. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.