Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.01.2012, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 27.01.2012, Qupperneq 16
16 27. janúar 2012 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Sögulega hefur lítill sparnaður verið á Íslandi. Því hafði það alvarlegar afleiðingar þegar lög um sparnað vegna húsnæðis voru afnumin í lok síðustu aldar. Það unga fólk sem keypti sína fyrstu eign á árunum 2000 til 2008 átti lítið sem ekkert eigið fé. Til að koma til móts við takmarkað eigið fé stóðu því til boða lán með allt að 100% veðsetningu. Fáir valkostir buðust umfram séreign og eina leiðin sem margir sáu til að tryggja sér öruggt húsnæði var að taka lán og fá lánað veð hjá ættingjum og vinum. Í dag stendur þessi hópur eftir með þunga skuldabyrði vegna mikilla hækk- ana á verðtryggðum lánum og lækkandi fasteignaverðs. Búsetuformum hefur ekki fjölgað, verðtryggingin tröllríður enn bókhaldi íslenskra heimila og enginn hvati er til sparnaðar vegna húsnæðis- kaupa. Því er ekki að furða að þeir sem hafa ekki enn drekkt sér í skuldum horfa með hryllingi til þátttöku á íslenskum hús- næðismarkaði. Úr þessu verður að bæta. Undir minni forystu lagði meirihluti verðtryggingarnefndar efnahags- og við- skiptaráðherra til fjölmargar leiðir til að búa til betri húsnæðismarkað. Þar er lagt til að innleitt verði óverðtryggt húsnæðis- lánakerfi að danskri fyrirmynd, í stað verðtryggðra jafngreiðslulána. Brýnt væri að fjölga búsetuformum með því að styrkja rekstrarumhverfi leigufélaga og húsnæðissamvinnufélaga. Það væri hægt að gera með því að styðja við fjármögn- un þeirra með stofnstyrkjum, ívilnunum og tímabundnum opinberum stuðningi og breytingum á húsnæðisbótakerfinu. Þegar er unnið að þessu. Síðast en ekki síst þyrfti að hvetja til sparnaðar. Það verður að gera til að hraða eignamyndun, lækka fjármagns- kostnað og minnka skuldsetningu heimil- anna. Því hyggst ég leggja fram frumvarp um skattaívilnun til ungs fólks sem vill leggja til hliðar peninga til að kaupa hús- næði eða búseturétt. Þar er lagt til að reglubundinn sparnaður til húsnæðisöfl- unar sem stofnað er til fyrir 34 ára aldur veiti 20% skattaafslátt af innleggi hvers árs, að hámarki 200 þús. kr. Sparnaður- inn yrði undanþeginn fjármagnstekju- skatti. Þannig tryggjum við að börnin okkar steypi sér aldrei aftur í sömu skuldir og við. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR Hvetjum til húsnæðissparnaðar Fjármál Eygló Harðardóttir alþingismaður S amkeppniseftirlitið kynnti í gær mikla úttekt á verð þróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Þar eru helztu nýmælin þau sem Fréttablaðið sagði frá í gær, að stofnunin beinir sjónum að birgjum og staðfestir það sem lengi hefur verið staðhæft, að þeir mismuna mjög verzlunum eftir stærð og umfangi. Þannig borga smærri dagvöruverzlanir að jafnaði 15% hærra verð en Hagar, sem bera enn ægishjálm yfir dagvörumarkaðinn, þótt markaðshlutdeild fyrirtækisins hafi minnkað undanfarið, meðal annars vegna skilyrða sem Sam- keppniseftirlitið hefur sett. Litlu búðirnar eiga enga möguleika á að vera samkeppnishæfar í verði við stóru lágvöruverðskeðjurnar. Samkeppniseftirlitið dregur í efa að viðskiptakjör birgja til smá- söluverzlana styðjist í öllum til- vikum við málefnaleg sjónarmið og telur að erfitt muni reynast að sýna fram á það, þótt ekki sé nema vegna þess að um 40% viðskiptasamninga á markaðnum séu ekki skriflegir. Það beinir því þeim tilmælum til birgjanna að þeir endur- meti verðstefnu sína og hugi að því hvort afsláttarkjörin markist af „eðlilegu magnhagræði eða samkeppnishamlandi kaupendastyrk“, þ.e. hvort stærstu keðjurnar geti knúið fram óeðlilegan afslátt, á kostnað smærri verzlana. Full ástæða er til að Samkeppniseftirlitið beiti sér gagnvart birgj- unum. Stofnunin telur hins vegar ekki síður mikilvægt að stjórnvöld grípi til aðgerða til að efla samkeppni og nefnir þar sérstaklega breyt- ingar á búvörulögum og afnám innflutningstolla. Eins og rakið er í skýrslu stofnunarinnar hafa stjórnvöld oftast nær látið tillögur samkeppnisyfirvalda um að efla samkeppni og frjáls viðskipti í búvörugeiranum sem vind um eyrun þjóta. Land- búnaðarráðherrar hafa áratugum saman ástundað grímulausa hags- munagæzlu fyrir framleiðendur og afurðastöðvar í landbúnaði, á kostnað almennra neytenda. Því miður virðist ekki ætla að verða mikil breyting á þessu, miðað við viðbrögð Steingríms J. Sigfússonar í Fréttablaðinu í dag. Er hann þó fyrsti ráðherrann sem fer bæði með samkeppnismál og land- búnaðarmál í stjórnarráðinu. Samkvæmt gamalli hefð velur hann sérhagsmunina fram yfir almannahagsmuni. Ráðherrann réttlætir fyrirhugað aðgerðaleysi sitt með orðaleppn- um fæðuöryggi, sem er oft dreginn upp þegar verja þarf einokun og viðskiptahömlur í landbúnaði. Í því ljósi er áhugavert að skoða dæmið, sem Samkeppniseftirlitið nefnir af nánast eina tilvikinu, þar sem farið var að tillögum þess og tollar á innfluttu grænmeti felldir niður, jafnframt því sem stuðningi við grænmetisbændur var breytt til að efla samkeppni. Niðurstaðan varð sú að verð á grænmeti lækkaði, hlutur innlendrar framleiðslu jókst, Íslendingar borða meira græn- meti og vöruþróun og sérhæfing í greininni jókst, sem þýðir að neyt- endur hafa meira úrval. Stríðir eitthvað af þessu gegn fæðuöryggi? Það á ekki að stilla viðskiptafrelsi og samkeppni annars vegar og hagsmunum bænda og fæðuöryggi hins vegar upp sem andstæðum. Samkeppnisráðherrann hlýtur að geta komizt að skynsamlegu sam- komulagi við landbúnaðarráðherrann í þessu máli. Samkeppnisráðherrann þarf að tala við landbúnaðarráðherrann: Samkeppnin er allra hagur Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Hefur svarað sjálfum sér Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að því hvort hún hefði hugleitt stöðu sína á ráðherrastóli í ljósi ábyrgðar hennar á hruninu. „Hefur hæstv. forsætisráðherra hugleitt sína persónulegu stöðu sem forsætisráðherra þjóðarinnar eftir hrun í ljósi þess að hún átti sæti í þessari ríkisfjár- málanefnd í aðdraganda hrunsins? Þetta er athyglisverð spurning, en Ásmundur Einar svaraði raunar hvað sjálfan hann varðaði þegar hann studdi Jóhönnu sem for- sætisráðherra, þá þingmaður Vinstri grænna. Ég er að tala um þig Nokkrir þingmenn spurðu forsætis- ráðherra í gær um undirskriftasöfnun gegn Ástu Ragnheiði Jóhannesdótt- ur, forseta Alþingis, og framtíð hennar í forsetastóli. Meðan á því stóð sat Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, fyrir aftan þingmenn, sló í bjöllu ef Jóhanna titlaði ekki rétt og bað um að orðum yrði beint til forseta. Eins og að drekka vatn Steingrímur J. Sigfússon verður gestur á landsfundi Samfylkingarinnar og fetar þar í fótspor ekki ómerkari manna en Björgólfs Guðmundssonar og Styrmis Gunnarssonar, sem báðir hafa gert slíkt hið sama. Steingrímur á að ræða um breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu. Lofsvert er þegar flokkar leita út fyrir eigin raðir eftir upplýsingum og Steingrímur fær hrós fyrir að mæta. Enda verður þessi fundur honum líklega mun auðveldari en landsfundir í hans eigin flokki. kolbeinn@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.