Fréttablaðið - 27.01.2012, Síða 36
FULLT NAFN: Manuela Ósk Harðar-
dóttir
ALDUR: 21, plús/mínus sjö ár
HVAR ERTU ALIN UPP: Í Vesturbæ
Reykjavíkur
BÖRN: Jóhann Grétar sjö ára og Elma
Rós eins og hálfs árs.
ÁHUGAMÁL: Ég hef áhuga á tísku,
hönnun og öllu fallegu. Mér finnst
gaman að ferðast, fara í leikhús og
á tónleika – en skemmtilegast finnst
mér að eiga góðar stundir og skapa
dýrmætar minningar með fjölskyldu
og vinum.
8 • LÍFIÐ 27. JANÚAR 2012
Hvernig er tilfinningin að vera
komin heim? Tilfinningin er unaðs-
leg! Hér eru allir uppáhaldsstaðirn-
ir mínir, besta loftið, besta vatn-
ið og fallegasta náttúran. Svo er
þetta öruggasta landið til að ala
upp börnin sín í. Ísland mun allt-
af verða landið mitt!
Er einhver einn staður sem þér
þykir vænst um? Snæfellsnesið
er mér afar kært! Þar er ólýsanlega
orku og óútskýrðan kraft að finna.
Hvernig upplifun er að hafa búið
erlendis og hvað lærdóm get-
urðu dregið af þeirri upplifun?
Það er búið að vera mikið ævin-
týri og viðbót í reynslubankann að
flytja frá heimalandinu og fóta sig í
ókunnugu landi. Ég er mjög þakk-
lát fyrir þennan tíma – en glamúr-
inn við útlandið var fljótur að fölna
og heimþráin magnaðist upp með
hverju árinu.
Hvaða kosti hefur Ísland fram
yfir Bretland að þínu mati? Að-
alkosturinn er auðvitað sá að á Ís-
landi býr nánast öll mín fjölskylda
og vinir. Annars finnst mér Ísland
hafa nánast allt fram yfir Bretland –
nema kannski að þar er meira vöru-
úrval og fjölbreyttari ferðamögu-
leikar.
Er munur á breskum konum
og íslenskum? Íslenskar konur
eru einstakar að mörgu leyti og
það rennur augljóslega víkinga-
blóð um æðar þeirra því þær eru
vinnuþjarkar, sjálfstæðar mjög og
standa saman þegar á reynir. Það
er erfiðara að eignast alvöru vin-
konur þarna úti, það er bara öðru-
vísi menning. Svo er gamla klisjan
um að við eigum fallegustu konur í
heimi bara dagsönn.
Einkalíf þitt hefur ratað ítrek-
að í fjölmiðla undanfarið. Hefur
það reynst þér og þínum erfitt?
Ég gæti aldrei lýst því með orðum
hversu erfitt það var að lenda svona
í klóm fjölmiðla – og ætla því ekkert
að reyna. Það versta er tilhugsunin
um að börnin mín gætu séð þetta í
framtíðinni – og þeim mun ábyggi-
lega þykja erfitt að skilja hvers
vegna ókunnugt, fullorðið fólk hafði
þörf fyrir að úthúða móður þeirra á
opnum vef, þegar fram líða stundir.
Fannst þér þú fá óréttláta um-
fjöllun? Auðvitað er það óréttlátt
þegar fréttamiðlar sniðganga allt
Eftir fjögurra ára búsetu í Bretlandi er Manuela Harðardóttir komin heim. Heim til Íslands þar sem hún ætlar að skjóta rótum og hlúa að börnum sín
takast á við ný verkefni hér á landi og lítur björtum augum á framtíðina eftir erfiða tíma í einkalífinu og slæma útreið í fjölmiðlum í kjölfar skilnaða
ÍSLAND MUN ALLTAF VERÐA LANDI
MYNDIR: VALGARÐUR GÍSLASON FÖRÐUN: HANN
Skoðið brot af úrvalinu á facebook!
Engjateigi 5, 2. hæð. Opið 12 - 16 virka daga og 10 - 16 laugardaga
60 - 90%
afsláttur af
kjólum
60 - 80%
afsláttur af
öllum skóm
Nýtt á lagersölunni
mikið úrval af jökkum og pilsum á 60 - 90% afslætti
Nú 20%
viðbótarafsláttur
af öllum kjólum
Skór upphaflegt verð 29.900
útsöluverð 5.990.