Fréttablaðið - 27.01.2012, Síða 38

Fréttablaðið - 27.01.2012, Síða 38
10 • LÍFIÐ 27. JANÚAR 2012 tískuheiminn í framtíðinni? Að sjálfsögðu! Ég á mér fullt af draum- um, stórum og smáum, og hlakka mikið til að vinna í því að láta þá rætast! Einhverjir draumar sem þú vilt deila með okkur? Hugurinn er stút- fullur af hugmyndum, meðal annars um eigin rekstur; litla fallega fata- línu sem endurspeglar stílinn minn sem og frekari hönnun. Einnig lang- ar mig að gera meira úr blogginu mínu en lesendum þess fjölgar dag frá degi. Hvar sérðu sjálfa þig eftir tíu ár? Ég veit alla vega að ég verð 38 ára, hamingjusöm, sterkari, reyndari og flottari en ég er í dag og vonandi búin að strika einhverja skemmti- lega hluti út af „To do“-listanum mínum. Áttu þér fyrirmynd sem þú lítur upp til? Ég reyni að taka mér til fyr- irmyndar það besta í fari fólksins í kringum mig. Ég er umkringd sterk- um og flottum konum sem veita mér innblástur á hverjum degi. Ég lít upp til fólks sem hefur gengið í gegnum erfiðleika og komið nautsterkt út úr þeim. Þeir einstaklingar hafa oftast lífsgildin alveg á kristaltæru. Eitthvað að lokum? Fortíðin er liðin og framtíðin er ekki komin. Núið er hin eilífa líðandi stund. Hreyfingin? Líkamsræktariðkun mín er til skammar. Það stendur hins vegar til bóta og ég hef fulla trú á að 2012 verði árið sem ég kem mér í almennilegt form. Ég hef bara svo lítinn áhuga á líkams- ræktarstöðvum, þannig að á vet- urna fer hreyfingin aðallega fram innan veggja heimilisins (lesist: hlaupa á eftir börnunum mínum). Á sumrin finnst mér hins vegar yndislegt að fara út að hjóla eða ganga í íslenskri náttúru. Uppáhaldsmaturinn? Jólagrauturinn hennar ömmu. Uppáhaldsveitingastaðurinn? Hakk- asan í London. Ótrúlega flottur staður, skemmtileg stemning og besti matur sem ég hef smakkað. Hvaða snyrtivörur notarðu daglega? Chanel Sublimage-rakakremið og ilmvatnið Chanel Mademois- elle. Ég mála mig ekki daglega, en þegar ég geri það nota ég Kanebo Instant Glow, púður frá MAC og sólarpúður frá Chanel. Svo finnst mér maskararnir frá Maybelline alltaf bestir. Uppáhaldshönnuður/ir? Karl Lagerfeld og Tom Ford. Uppáhaldsheimasíðan? www.man uelaosk.com LÍFSSTÍLLINN strák og stelpu, er mikill munur á þeim og eru þau góð saman? Þau eru eins ólík og hugsast getur. Sonur minn er einstaklega rólegur og yfirvegaður karakter, en dótt- ir mín er sá allra mesti orkubolti og grallari sem ég hef kynnst. Það er yndislegt að fylgjast með þeim saman og ég trúi stundum ekki þeirri blessun sem mér hefur veist í þessu lífi – að fá að ala þau upp og eyða með þeim ævinni. Hvað leggur þú áherslu á í upp- eldi barna þinna? Rútínu fyrst og fremst. Ég held að börn þurfi fasta rútínu því hún gefur þeim öryggi. Ég á það til að dekra við börnin mín út í hið óendanlega, en ég er mjög meðvituð um að það dýrmætasta sem ég get gefið þeim er tími, og ég reyni svo sannarlega að gefa þeim eins mikið af honum og ég get. Þú heldur úti bloggsíðu um tísku og fegurð, er það þitt helsta áhugamál? Algjörlega! Ég hef haft brennandi áhuga á tísku síðan ég var lítil stelpa og ég held að það muni aldrei breytast. Ég safnaði til dæmis oftast vikupeningun- um mínum og keypti mér Vogue, eða annað tískublað, í staðinn fyrir bland í poka eins og flestar hinar stelpurnar. Bloggið gefur mér al- gjört frelsi til að koma mínum skoð- unum og pælingum á framfæri og mér finnst frábært að sjá hve margir hafa gaman af að lesa það. Ætlarðu mögulega að herja á Framhald af síðu 9 Kauptu: 2 kjóla, kápu, skó, peysu, skyrtu og skart, allt þetta á 10.000krónur. 7 flíkur á 10 þús. kr. Fleiri myndir á Facebook Kjólar • Ermar • Leggings • Skart Ferming í Flash

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.